Fréttablaðið - 20.11.2002, Side 14

Fréttablaðið - 20.11.2002, Side 14
20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR Kökublaðið 250 g möndlumassi (ekki marsipan) 100 g flórsykur 1-2 eggjahvítur 50 g gráðaostur, rifinn 50 g hreinn rjómaostur 1 tsk súrmjólk brætt súkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 200˚C. Hnoðið saman möndlumassa og flórsykri og bætið eggjahvítu smátt og smátt saman við (ein nóg til að byrja með). Hrærið saman rjómaosti, gráðaosti og súrmjólk og blandið við möndlumassann. Hnoðið vel. Sé deigið of þykkt má bæta við það eggjahvítu en ef það verð- ur of þunnt má bæta örlitlu af flórsykri sam- an við. Setjið deigið með teskeið á plötu klædda bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 7-8 mín. Kælið vel. Penslið botninn á kökunum með bræddu súkkulaði eða dýfið þeim í súkkulaðið. Geymið í vel lokuðum plastpoka á köldum stað eða í frosti. Uppskrift frá Osta- og smjörsölunni Endapunktar 30-35 st. Girnileg bók frá „sjónvarpskokknum“ Nigellu. Uppskriftir úr þáttunum sívinsælu, sem miðaðar eru við venjuleg heimili. Nigella hjálpar þér að slá upp veislu! Komin í verslanir. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 90 66 1 0. 20 02 Nigellaeldar Aðventan er annasamur tímihjá alþingismönnum eins og svo mörgum öðrum landsmönn- um og því kýs Bryndís Hlöðvers- dóttir að ljúka jólabakstrinum að mestu fyrir desemberbyrjun. Það fyrsta sem bakað er á heimilinu er venjulega piparkökurnar, sem eru svo vinsælar að þær eru yfir- leitt bakaðar í nokkrum umgöng- um. „Piparkökubaksturinn er fyrst og fremst hugsaður sem samverustund með börnunum og til að fá lykt og jólastemningu í húsið. Í kjölfarið bökum við svo 2- 3 smákökusortir til að maula með mjólkurglasi á aðventunni.“ Bryndís reynir að blanda sam- an hefðbundnum smákökum sem hún vandist í æsku og nýjum teg- undum sem rekið hefur á fjörur hennar síðar. „Mamma bakaði alltaf gyðingakökur og hálfmána fyrir jólin og ég reyni oftast að baka aðra hvora sortina. Annars hef ég gaman af að prófa nýjar uppskriftir og þær sem reynast vel nota ég aftur.“ Á heimili Bryn- dísar eru það fyrst og fremst hún og synir hennar tveir, Magnús Nói og Hlöðver Skúli, sem sjá um þann hluta jólaundirbúningsins sem snýr að bakstrinum. „Strák- arnir eru mjög áhugasamir og lið- tækir í bakstrinum og hafa miklar skoðanir á því hvernig þetta allt á að fara fram. Þeir hafa vanist því í leikskólanum að fá að hjálpa til í eldhúsinu og fá auðvitað að leggja hönd á plóginn heima við líka.“ Bryndís segir að þar sem verið sé að gæða sér á smákökunum og piparkökunum meira og minna alla aðventuna sé mikilvægt að reyna að hafa þær eins hollar og mögulegt er. Þess vegna byrjaði fjölskyldan í fyrra að baka pipar- kökur úr spelti í stað hveitis. „Þær eru nánast eingöngu úr líf- rænu hráefni og mjög góðar á bragðið. Speltmjölið fer betur í maga en venjulegt hveiti og syk- urrófusírópið inniheldur mikið af steinefnum og vítamínum ólíkt strásykri sem er alls ekki hollur og skemmir tennurnar,“ segir Bryndís sem vill ekki að synir sínir séu að bryðja sykur alla daga og fannst þetta því góð lausn. „Það er ekki spurning að þessar piparkökur verða fastur liður á jólunum hjá okkur í fram- tíðinni.“ Þegar nær dregur jólum bakar Bryndís stundum köku í jólatrés- formi. Þá er það fyrst og fremst formið sem skiptir máli en ekki uppskriftin sjálf. Hún viðurkenn- ir þó að oftast verði fyrir valinu hefðbundin brún súkkulaðikaka. „Þessa köku tek ég stundum með þegar við förum í veislu með stór- fjölskyldunni á annan í jólum.“ Á heimili Bryndísar hefur líka orðið til sá siður að baka fléttubrauð yfir hátíðirnar til að bera fram með afgöngunum og ekki síður til að setja svip á jólaborðið.  Ef egg sem búið er að brjóta erugeymd lengur en í einn sólar- hring borgar sig að frysta þau. Heil egg er gott að þeyta létt sam- an ásamt sykri og örlitlu salti áður en þau eru fryst. Sama má gera við eggjarauður en eggjahvítur eru frystar án sykurs og salts. Gott er að þíða eggin hægt í ís- skáp áður en þau eru notuð. Hafa ber í huga viðbættan sykur og salt þegar eggin eru notuð í uppskrift.  BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR OG SYNIR HENNAR MAGNÚS NÓI OG HLÖÐVER SKÚLI Piparkökubakstur er samvinnuverkefni mæðginanna. Smákökubakstri lokið fyrir aðventuna Bryndís Hlöðversdótt- ir alþingismaður bak- ar fyrir jólin með að- stoð sona sinna. Hún segir að þeir séu mjög hjálpsamir og taki þátt í bakstrinum af mikl- um áhuga. 4dl speltmjöl 1 1/2 dl hrásykur 2 tsk kanill 1 tsk negull 1 tsk engifer 1/8 tsk pipar 1 tsk matarsódi 90 g smjör 1/2 dl lífræn mjólk 1/2 dl sykurrófusíróp Aðferð: Blandið öllu hráefninu saman og hnoðið. Geymið í kæli yfir nótt. Fletjið deigið út fremur þunnt og stingið út kökur. Bakið við 200˚C í um 10 mínútur. Piparkökur að hætti Bryndísar HEILRÆÐI Geymsla á eggjum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Jólavaran okkar er spennandi: Þýsk Stollen-brauð, ensk ávaxtakaka, smákökur, laufabrauð, marengsbotnar, lagtertur o.fl. o.fl. „Ilmurinn úr Álfheimum er svo lokkandi“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.