Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2002, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.11.2002, Qupperneq 16
Bakstur Smákökur eru yfirleitt bakað-ar ofarlega í ofninum nema annað sé tekið fram. Annar bakstur er aftur á móti oftast bakaður neðarlega í ofninum. Gott er einnig að hafa í huga þegar deigið er blandað að hrá- efnið sé allt með svipað hitastig. Annars getur deigið aðskilst.  Brætt súkkulaði Einfaldast er að bræða súkku-laði hægt í örbylgjuofni. Annars er hægt að bræða það í vatnsbaði í potti. Þó verður að gæta þess að ekki komist vatn eða gufa að súkkulaðinu því þá hleypur það í kekki. Gerist það má setja örlítið af matarolíu út í til að mýkja það að nýju.  6 20. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR Kökublaðið Grýlukanilkaffi F l e n g i r t u n g u m j ú k l e g a m e ð k a n i l o g h e s l i h n e t u m 275 g suðusúkkulaði, saxað 75 g smjör 75 g hindberjasulta 2 msk. hindberjalíkjör 350 g suðusúkkulaði, saxað Aðferð: Bræðið saman við vægan hita 275 g súkkulaði, smjör og sultu þar til allt er bráðið og hræran orðin jöfn. Hrærið í af og til. Takið af hellunni og hrærið líkjörnum saman við. Ef sultan hefur verið gróf er gott að þrýsta hrærunni í gegnum sigti. Kælið í 2-3 klst. Mótið kúlur úr hrærunni með ískúlu- skeið eða tveimur teskeiðum. Raðið kúlunum á plötu með bökunarpappír og setjið í frost í allt að 1 klst. Bræðið það sem eftir er af súkkulaðinu yfir vatnsbaði og kælið það svo örlítið. Dýfið truffunum í súkkulaðið og raðið aftur á pappírinn. Kælið þar til súkkulaðið er orðið vel kalt, í 1-2 klst. Raðið í box með eldhúspappír á milli laga til að taka í sig allan raka. Geymið boxið vel lokað á köldum stað. Uppskrift frá Osta- og smjörsölunni. Súkkulaðihúðaðar hindberjatruffur 225 g smjör salt á hnífsoddi 225 g sykur 225 g hveiti 4 egg 350 g rúsínur 350 g kúrennur 150 g appelsínuhýði, söxuð 150 g kokteilber, skor- in smátt rifið 1/2 hýði af sítrónu 25 g saxaðar möndlur 50 g heilar afhýddar möndlur Aðferð: Hitið ofninn í 150˚C. Smyrj- ið eða klæðið klemmuform að inn- an með bökunarpappír. Blandið saman hveiti og salti. Hrærið smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum í, einu í senn, og hrærið vel í á milli. Látið hveitið í ásamt ávöxtum, hýði og söxuðum möndlum. Setjið deigið í formið. Kljúfið heilu möndlurnar og raðið þeim ofan á kökuna með kúptu hliðina upp. Bakið í 2 1/2 klukkustundir. Þessi kaka geymist í marga mánuði. Gott er að hella yfir hana víni öðru hverju í nokkrar vikur. Uppskrift frá Osta-og smjörsölunni. Dundee- ávaxtakaka 1 bakki Mónu Kossar 1 dós heit karamellusósa frá Mónu 1 peli rjómi 1 dl salthnetur 1 dl rúsínur Aðferð:. Dreifið kossunum á bökunar- pappír og kremjið þá. Stráið salt- hnetum yfir kossana (má nota aðrar hnetur). Bakið kossana með hnetunum á 150˚C í um það bil 1 klst. Takið kökuna út og kælið hana. Hitið karamellusósuna í ör- bylgjuofni samkvæmt leiðbein- ingum á dósinni. Þeytið rjómann. Stráið rúsínunum yfir botninn þegar kakan er orðin alveg köld og síðan þeyttum rjóma. Látið að endingu karamellusósuna yfir rjómann í mjórri bunu. Kakan er betri dagsgömul. Uppskrift frá Mónu. Kossakaka ómótstæðileg Ég er búinn að ákveða að hafa„bröns“ á sunnudögum á að- ventunni fyrir vinina og sleppa að mestu venjulegum jólabakstri. Þá vakna ég um morguninn og baka heilsubollur áður en gestirnir koma.“ Guðlaugi finnst ágætt að vakna snemma á sunnudagsmorgn- um til að koma sér í gírinn fyrir komandi viku en hann viðurkennir að stundum sé mætingin hjá vinun- um svolítið dræm. „Fólk er svo mikið að vinna á kvöldin og þetta er eiginlega eini tíminn á aðventunni þegar allir geta hist, það er að segja ef fólk nennir að vakna.“ Guðlaugur viðurkennir að vinir sínir séu almennt lítið fyrir að baka en sjálfur segist hann alltaf hafa haft áhuga á bakstri og annarri matargerð. Hann man eftir að hafa verið mikið í eldhúsinu hjá mömmu sinni að smakka deigið og hjálpa til við baksturinn þegar hann var að alast upp í Gnúpverjahreppi. „Mamma vildi alltaf nýta þá starfs- krafta sem voru í kringum hana og því lét hún mig mjög snemma fá verkefni. Þá var maður til dæmis látinn baka skúffuköku um helgar og það var sennilega það fyrsta sem ég bakaði,“ segir Guðlaugur. Hann lærði því grunnatriðin í bakstri og eldamennsku hjá mömmu í sveit- inni og öðlaðist síðan smám saman kjark til að prófa sig áfram í matar- gerð sjálfur. Í fyrra bjó Guðlaugur í Reykja- vík með frændsystkinum sínum og þá var bakað allt milli himins og jarðar fyrir jólin til að fá jólabrag á heimilislífið. Þau eru öll úr Gnúp- verjahreppi og voru því fjarri for- eldrahúsum á aðventunni. „Við bök- uðum saman og föndruðum jólakort til að komast í jólastemningu.“ En þó að jólaundirbúningurinn verði með öðru sniði í ár ætlar Guðlaugur samt að baka eitthvað aðeins áður en prófatörnin hefst í Háskólanum. „Ég baka alveg pottþétt Trompkök- ur. Þær eru alveg sjúklega sætar og góðar. Þetta eru tiltölulega einfald- ar marengskökur með Trompbitum sem ég hef bakað í mörg ár og eru mjög vinsælar.“  „Jólabröns“ í stað smákökubaksturs 3 eggjahvítur 200 g púðursykur 150 g rjómasúkkulaði 10 stk. tromp Aðferð: Stífþeytið egg og púðursykur saman. Saxið rjómasúkkulaði og tromp og blandið varlega út í. Bakið við 150˚C í 20 mín í miðjum ofni. Trompkaka við allra hæfi Guðlaugur Kristmundsson stjórn- málafræðinemi ætlar að hafa jólabaksturinn með öðru sniði í ár og bjóða vinum í „bröns“ á sunnudagsmorgn- um á aðventunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Ostakökur Best er að láta ostakökur standa í kæli í 3-5 daga eftir að þær eru útbúnar og áður en þær eru bornar fram. Þær geymast í kæli í 3-4 vikur en einnig er hægt að frysta þær og þíða svo rólega í kæli. Ágætt er að taka þær úr forminu þegar þær eru orðnar kaldar til þess að koma í veg fyrir að formið ryðgi.  HEILRÆÐI HEILRÆÐI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.