Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 29
17MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember 2002 FRÉTTIR AF FÓLKI HELGARVEÐRIÐ Í NOKKRUM BORGUM Borg Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur London 7 rigning 7 rigning 7 rigning Kaupmannahöfn 3 hálfsk. 6 rigning 4 rigning Glasgow 6 rigning 4 rigning 5 rigning Amsterdam 8 rigning 5 skúrir 6 rigning París 8 rigning 7 skúrir 7 rigning Boston 11 rigning 8 hálfsk. 8 hálfsk. Minneapolis 2 hálfsk. 3 sól 3 skýjað Spáin er frá því á hádegi á þriðjudag Denzel Washington hefur veriðráðinn til að feta í fótspor sjálfs Franks Sinatra í endurgerð kvikmyndarinnar The Manchuri- an Candidate, en Sinatra þótti aldrei standa sig betur fyrir framan myndavélarnar en í þess- um klassíska kaldastríðsþriller frá árinu 1962. Myndin þótti vel heppnuð ádeila en í henni segir frá hópi bandarískra hermanna sem eru handsamaðir og heila- þvegnir í Kóreustríðinu. Tina, dóttir söngvarans, segist hafa fengið samþykki föður síns fyrir endurgerðinni en hann hafi talið efni hennar eiga vel við samtím- ann. + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + TÓNLIST Rapparinn Ice Cube segir orðspor hiphop-tónlistar hafa beð- ið hnekki við morðið á Run DMC plötusnúðnum Jam Master Jay. Hann var skotinn til bana af manni sem réðst inn í hljóðverið þar sem hann vann. Jam Master Jay var í miðjum tölvuleik er hann var drepinn þann 30. októ- ber. Morðinginn gengur enn laus og er ástæðan fyrir tilræðinu ekki kunn. Ice Cube sagði í viðtali við BBC að morðið hefði ýtt undir að almenningur tengdi hiphop-tónlist við ofbeldi. „Þetta er dægurmenn- ing,“ sagði Ice Cube. „Vill fólk drepa Robert De Niro þegar hann leikur í myndum á borð við Casino? Þetta er tónlist og Run DMC höfðu aldrei hvatt til ofbeld- is. Hjá þeim snerist allt um list- ina, ekki um skothvelli eða glæpi.“ Ice Cube hvatti einnig fjöl- miðla til þess að draga úr því að tengja morðið á Jam Master Jay við samkeppni vesturs- og austur- strandarrappsins. „Eins og staðan er í dag eru engin illindi í loftinu. Ef fólk á í persónulegum deilum þá tengist það ekkert landfræði- legri samkeppni“. Deilur á milli samkeppnisaðila vestur- og austurstrandarhiphops- ins eru taldar hafa leitt af sér morðin á Tupac Shakur og Biggie Smalls.  Ice Cube tjáir sig um morðið á Jam Master Jay: Orðspor rappsins í hættu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.