Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2002, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 20.11.2002, Qupperneq 32
Hinn óskeikuli leiðtogi vinstrigrænna hefur af pólitísku lykt- næmi sínu þefað uppi enn eitt skuggalegt samsæri í íslensku þjóð- félagi og bent á að í þeim hópi fjár- festa sem samið hefur um kaup á Búnaðarbankanum kunni að leynast aðilar sem tengist Framsóknar- flokknum. Þetta mál verður að rann- saka hið bráðasta og grípa til nauð- synlegra aðgerða til að fyrirbyggja að mönnum sem hugsanlega tengjast Framsóknarflokknum takist að grafa um sig í efnahagslífi þjóðarinnar. FYRSTA skrefið í þá átt er vita- skuld að skipta Framsóknarmönnum út úr næstu ríkisstjórn í staðinn fyr- ir vinstri græna og taka upp kerfis- bundið eftirlit með þessum hættu- lega hópi fólks. Auðvelt væri að setja reglur um að Framsóknar- mönnum bæri að auðkenna sig á al- mannafæri, til dæmis með því að skylda þá til að sauma græna stjörnu á klæði sín og taka upp löngu tímabærar takmarkanir á að- gang þeirra að embættum, skólum og stofnunum. ENN FREMUR mætti hugsa sér að safna þeim saman í sérstök hverfi þar sem þeir gætu umgengist hver annan og væri bannað að eiga mök við þá sem ekki eru smitaðir af hinni hættulegu Framsóknarstefnu. Setja mætti upp sérstakt ráðuneyti undir stjórn vinstri grænna til að fjalla um málefni Framsóknarmanna og ann- arra minnihlutahópa í íslensku þjóð- félagi, svo sem gyðinga, múslíma, þeldökkra og fatlaðra. FRAMSÓKNARMENN bera eins og kunnugt er ábyrgð á öllu sem aflaga hefur farið í íslensku þjóðfé- lagi öll þau ár sem Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn hafa setið að völdum, og raunar miklu lengur. Þeir bera ábyrgð á því að við búum við fiskveiðistjórnunarkerfi, þeir bera ábyrgð á því að hér hafa risið virkjanir og stóriðja, þeir bera ábyrgð á því að hér vaða menn í at- vinnu og peningum, nema hugsan- lega vinstri grænir. Þeir bera ábyrgð á velferðarsamsærinu gegn frjáls- hyggjunni. Þeir bera ábyrgð á því að læknum skuli ekki vera heimilt að skammta sér ótakmörkuð laun. En fyrst og fremst bera þeir ábyrgð á því að leiðtogi vinstri grænna skuli ekki lengur vera landbúnaðarráð- herra og generalissímó yfir sauð- kindinni. Þess ber að hefna - út yfir gröf og dauða.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Sauðkindar- generalissímó Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.