Fréttablaðið - 10.01.2003, Page 1
AFMÆLI
Flippaðar
steingeitur
bls. 30
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 10. janúar 2003
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 16
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
MYNDLIST Freygerður Dana Krist-
jánsdóttir sýnir tvö verk á sýningu
sinni í MOJO á Vegamótastíg 4.
Annað er háðsádeila á fálkaorðuna,
hitt er um rollur á réttum eða röng-
um hillum í lífinu.
Rollur á hillum
STJÓRNMÁL Kjördæmisráð Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík ákveða í
dag hverjir skipa framboðslista
flokksins í Reykjavík.
Samfylkingin
kynnir lista
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit
Íslands heldur hina árlegu Vínar-
tónleika sína í Háskólabíói í kvöld.
Garðar Thór Cortes syngur einsöng
og Lucera Tena leikur einleik á
kastanettur með hljómsveitinni.
Peter Guth stjórnar.
Árlegir
Vínartónleikar
BÍÓ Kvikmyndamaraþon verður
haldið í Loftkastalanum í kvöld.
Allar sextán myndir Stanley
Kubrick verða sýndar í einum
rykk. Fjórar þeirra hafa ekki verið
sýndar áður á Íslandi. Aðgangur er
ókeypis og viðurkenningar verða
veittar fyrir áhorfsseiglu. Popp og
aðrar veitingar verða í boði.
Kubrick-maraþon
EINELTI
Helvíti
á Jörð
FÖSTUDAGUR
8. tölublað – 3. árgangur
bls. 24
BÆKUR
Þjóðverjar
bitust um
réttinn
bls. 24
STJÓRNMÁL „Það hefur ekki komið
fram nein áskorun eða tillaga op-
inberlega frá formanni Samfylk-
ingarinnar um að
ég fái sérstaka
stöðu innan Sam-
fylkingarinnar. Það
hafa aðallega verið
bollaleggingar í
fjölmiðlum um það
hverju hann væri
hugsanlega að velta
fyrir sér. Ég tjái
mig því ekkert um
málið á þessu stigi,“ sagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir.
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu í gær hefur Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingar-
innar, rætt við flesta þingmenn
flokksins í trúnaði til að afla fylg-
is tillögu um Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur sem forsætisráð-
herra, komi til stjórnarmyndunar
af hálfu Samfylkingarinnar að
loknum kosningum í vor. Það ku
vera sannfæring Össurar að það
sé langbesta leiðin til að viðhalda
því mikla skriði sem er á flokkn-
um samkvæmt könnunum. Auk
þess sé Samfylkingin skuldbundin
til að taka eins vel á móti Ingi-
björgu Sólrúnu og kostur er. En
kannast hún sjálf ekki við þessar
bollaleggingar?
„Ég mundi aldrei fara með það
í fjölmiðla hvað okkur Össuri fer í
milli,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Forysta Samfylkingarinnar er
einhuga um að henni verði fengið
hlutverk í brúnni en skiptar skoð-
anir eru um hvort rétt sé að til-
nefna forsætisráðherraefni nú.
„Í mínum huga er fullkomlega
eðlilegt að stefna að því að Ingi-
björg Sólrún verði ráðherra. Það
er hins vegar ekki tímabært að
tala um einstök ráðuneyti eða
hver verður forsætisráðherra,“
sagði Margrét Frímannsdóttir,
varaformaður Samfylkingarinnar.
Menn hafa velt fyrir sér með
hverjum hætti innkoma Ingi-
bjargar Sólrúnar í landsmálin
verður og hvert hlutverk hún fær
innan Samfylkingarinnar í kom-
andi kosningabaráttu.
„Það er auðvitað búið að vera
að spá í ýmislegt í þessu sambandi
í Samfylkingunni en niðurstaða
liggur ekki fyrir. Ég vænti þess að
hún geri það öðru hvoru megin við
helgina,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Eitt af því sem menn hafa velt
fyrir sér er hvort hyggilegt gæti
verið að flýta landsfundi og halda
hann fyrir alþingiskosningar, í
stað október í haust.
„Ég sé enga sérstaka ástæðu til
þess. Við munum finna út úr þessu
með öðrum hætti,“ sagði Ingi-
björg Sólrún, en í Fréttablaðinu í
gær þakkaði hún sterka stöðu
flokksins í könnunum málaefna-
starfi formannsins.
the@frettabladid.is
REYKJAVÍK Suðaustan 10-15
m/s. og talsverð rigning
undir hádegi, en styttir upp.
Hiti 4 til 9 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 10-15 Skúrir 7
Akureyri 3-8 Rigning 4
Egilsstaðir 3-8 Rigning 2
Vestmannaeyjar 8-13 Skýjað 6➜
➜
➜
➜
+
+
+
+
LANDSINS FORNI FJANDI Hafísinn er nú kominn inn fyrir lögsögu Íslands út af Vestfjarðamiðum. Næst landi er hann 48 sjómílur
norðvestur af Straumnesi. Ísinn er talsvert þéttur og má þar greina stóra borgarísjaka sem eru allt að 400 fet á hæð. Landhelgisgæslan
fór í ískönnunarflug í gær og mun áfram fylgjast með hver þróunin verður.
M
YN
D
/T
F-
SÝ
N
Samkvæmt mati varaformanns Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hvorki játar því
né neitar að henni verði teflt fram sem forsætisráðherraefni. Hún segir það skýrast öðru hvoru
megin við helgina hver hennar staða verður innan flokksins.
Ekki tímabært að skipa
í ráðherraembætti
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
24%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
föstudögum?
66%
71%
FORSETAEMBÆTTIÐ Ný ráðsmanns-
hjón hafa verið ráðin til forseta-
embættisins á Bessastöðum og
koma þau frá Akureyri. Fyrri ráðs-
maður, Sigurður Einarsson mat-
reiðslumeistari, og eiginkona hans
létu af störfum eftir aðeins sex
mánaða starf og báru við miklu
vinnuálagi. Ný ráðsmannshjón, Jó-
hann Gunnar Arnarsson danskenn-
ari og eiginkona hans, Kristín
Ólafsdóttir blómaskreytingameist-
ari, óttast þó ekki vinnuálagið og
segjast hlakka til að taka við starf-
anum. Saman hafa þau rekið
Blómaverslun Akureyrar síðustu
fjögur árin:
„Við förum suður strax og við
höfum selt blómabúðina. Það ætti
að ganga fljótt og vel fyrir sig því
þetta er góður og traustur rekstur,“
segir Jóhann Gunnar, sem lærði til
danskennara hjá Hermanni Ragn-
ars og kenndi við dansskóla hans
um tíma. Kristín, eiginkona hans,
er hins vegar menntaður þjónn auk
þess að vera lærð í blómaskreyt-
ingum. En Jóhann kann fleira fyrir
sér en að dansa og selja blóm:
„Ég hef bæði mikla reynslu í
matreiðslu og framreiðslustörfum
enda verið við hótelstörf um ára-
tugaskeið; verið hótelstjóri bæði á
Flúðum og á Núpi í Dýrafirði,“ seg-
ir Jóhann Gunnar, sem nú tekur
stefnuna á Bessastaði en þar hefur
verið ráðsmannslaust eftir að síð-
ustu ráðsmannshjón hættu störfum
snemmsumars. ■
Nýr ráðsmaður forsetaembættisins:
Danskennari á Bessastöðum
Miðað við framburð krufning-arlæknis er líklegt að eldri
sakborningurinn í líkamsárásar-
málinu úr Hafnarstræti verði
sýknaður. Læknirinn telur að pilt-
urinn sem lést hafi fengið ban-
væna áverkann eftir spark frá
yngri sakborningnum. bls. 2
Framkvæmdastjóri Áfengis-varnaráðs segir áfengissala
gjörsamlega virða auglýsinga-
bann að vettugi. Íþróttafélagið
Fjölnir hefur verið kært til lög-
reglu. Formaður sambands aug-
lýsingastofa segir menn samtaka
í að ganga eins langt og hægt er.
bls. 8
ÞETTA HELST
„Í mínum
huga er það
fullkomlega
eðlilegt að
stefna að því
að Ingibjörg
Sólrún verði
ráðherra.“