Fréttablaðið - 10.01.2003, Page 2
2 10. janúar 2003 FÖSTUDAGUR
Þjóðminjasafnið við Suðurgötu hefur verið lokað
frá árinu 1998 og sér ekki fyrir endann á endurbót-
um á húsinu sem þar hafa staðið yfir allar götur
síðan. Margrét Hallgrímsdóttir er þjóðminjavörður.
„Ég vinn í Þjóðminjasafninu og er þar dag-
lega. Ég fór síðast í gær í Safnahúsið við
Suðurgötu með sýningarhönnuðum og sér-
fræðingum safnsins en við erum að undir-
búa viðamestu sýningu Þjóðminjasafnsins
frá upphafi sem fjallar um lífið í landinu frá
landnámi og fram til dagsins í dag. Þó
safnahúsið við Suðurgötu sé lokað þá er
starfsemin í fullum gangi.“
SPURNING DAGSINS
Hvenær fórstu síðast
í Þjóðminjasafnið?
KJARAMÁL Félag íslenskra flugliða
undirbýr málshöfðun gegn Atl-
anta vegna ágreinings um túlkun
á kjarasamningi félagsins. Í fé-
laginu eru þeir sem starfa í far-
þegarými svo sem flugfreyjur og
flugþjónar. Gísli Hall, lögfræð-
ingur félagsins, fer með málið
fyrir hönd þeirra.
Una Guðlaugsdóttir, formaður
Félags íslenskra flugliða, segir
að tími sé kominn til að láta
reyna á samninga félagsins fyrir
dómi. „Ágreiningurinn snýst um
túlkun á kjarasamningum. Hann
hefur staðið yfir í marga mánuði
og er ekki nýr af nálinni.“
Una segir að þeir flugliðar
sem störfuðu við flug til og frá
Íslandi hafi fengið greitt sam-
kvæmt samningnum. Eftir að
Samvinnuferðir-Landsýn hættu
starfsemi er ekki lengur flug til
og frá landinu og þeir sem störf-
uðu við það eiga einungis kost á
að fljúga á milli hafna erlendis.
Öðrum flugliðum félagsins sem
fljúga á milli erlendra flughafna
hefur ekki staðið íslenskur kjara-
samningur til boða, heldur hafa
þeir gert samninga við erlenda
áhafnarleigu. Þeir fela í sér verk-
takagreiðslur og eðli málsins
samkvæmt takmarkaðan veik-
inda og sumarleyfisrétt.
Erling Aspelund, upplýsinga-
fulltrúi Atlanta, segir beðið eftir
stefnu félagsins og fyrr sé lítið
hægt að tjá sig um málið. ■
Félag íslenskra flugliða:
Ætlar að stefna Atlanta
ÁGREININGURINN SNÝST
UM TÚLKUN Á SAMNINGUM
Þeir sem starfað hafa Íslandi hafa fengið
greitt samkvæmt samningum en hinir eru
á verktakagreiðslum í gegnum erlenda
áhafnarleigu.
STELLA Í FRAMBOÐI
Framleiðendur ánægðir með viðtökurnar.
Aðsókn:
Stella yngri
slær við
Stellu eldri
KVIKMYNDIR Eftir tvær vikur í sýn-
ingu hafa 24 þúsund áhorfendur
séð kvikmyndina Stella í fram-
boði:
„Við erum ánægð með þetta.
Það tók fyrri myndina, Stella í or-
lofi, helmingi lengri tíma að ná
þessum áhorfendafjölda,“ segir
Halldór Þorgeirsson, framleið-
andi myndarinnar, sem er ánægð-
ur með aðsóknina. „Við vonum
bara að sem flestir sjái myndina,
helst 70 þúsund manns,“ segir
hann. ■
DÓMSMÁL Prófessor sem krufði
piltinn sem lést eftir líkamsárás í
Hafnarstræti telur piltinn hafa
látist af völdum áverka sem hann
fékk er hann féll
með hnakkann í
götuna.
P i l t u r i n n ,
Magnús Freyr
Sveinbjörnsson,
sem var tvítugur er
hann lést, féll í göt-
una eftir spark frá
Gunnari Friðrik Friðrikssyni, sem
þá var nítján ára.
Fjöldi vitna var á vettvangi að-
faranótt 25. maí í fyrra. Þó nokkuð
bæri í milli dró framburður vitn-
anna í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær upp heillega mynd af at-
burðarásinni.
Baldur Freyr Einarsson, sem
er 23 ára og er ákærður ásamt
Gunnari, lenti í hörðum átökum
við Magnús. Baldur hafði and-
stæðinginn fljótt undir og lét
höggin dynja á honum. Flest töl-
uðu vitnin um mörg högg í andlit;
veitt með hnefum, fótum og höfði.
Starfsmaður á skyndibitastað
við götuna dró Baldur af Magnúsi.
Baldur gekk þá til félaga sinna og
hvatti þá til að ráðast að fórnar-
lambinu. Gunnar hljóp að
Magnúsi, sem var risinn á fætur.
Gunnar segist hafa sparkað í
bringu hans en flest vitnin töldu
hann hafa sparkað í háls eða höf-
uð.
Við spark Gunnars lyppaðist
Magnús niður og hann féll aftur
fyrir sig. Vitni sögðu brothljóð
hafa heyrst þegar hnakki hans
skall á malbikinu. Sjálfur sagði
Gunnar að Magnús hefði ógnað
sér. Ekkert vitnanna studdi þetta.
Krufningarlæknirinn segir
höfuðkúpubrotið sem leiddi til
heilablæðingar og dauða ekki eins
og eftir barefli heldur eftir fall á
sléttan flöt. Það kæmi heim og
saman við fallið í götuna. Svo
virðist því sem Baldur verði ekki
sakfelldur samkvæmt ákæru um
stórfellda líkamsárás sem leiddi
til dauða. Hann kann þó að verða
dæmdur eftir mun vægara
ákvæði fyrir sinn þátt.
Verjandi Gunnars leiddi líkum
að því að Magnús hefði fengið
banvæna áverkann fyrir spark
Gunnars. Áhrifin hafi þó ekki
komið fram fyrr en einmitt við
sparkið. „Ég hygg að sá sem hlot-
ið hefði þennan áverka hefði ekki
haldið meðvitund,“ sagði krufn-
ingarlæknirinn hins vegar um
þann eina áverka sem hann telur
vera banamein Magnúsar.
Læknir sem annaðist Magnús
á sjúkrahúsi talar í skýrslu um
eitt eða fleiri högg sem valdið
hefðu höfuðkúpubrotinu. Þessi
læknir var ekki kallaður fyrir
dóminn. Úr því á að bæta þegar
málinu verður haldið áfram á
þriðjudag.
gar@frettabladid.is
Eldri pilturinn
virðist saklaus
Miðað við framburð krufningarlæknis er líklegt að eldri sakborningur-
inn í Hafnarstrætismálinu verði sýknaður. Hann telur að pilturinn sem
lést hafi fengið banvæna áverka eftir spark frá yngri sakborningnum.
GUNNAR FRIÐRIK FRIÐRIKSSON OG BALDUR FREYR EINARSSON
Sakborningar í Hafnarstrætismálinu huldu andlit sín í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. For-
seti Íslands fékk hjartnæma hugvekju um ofbeldi frá Baldri og vitnaði til hennar í nýárs-
ávarpi sínu. Baldur er ákærður fyrir tvær líkamsárásir auk árásarinnar í Hafnarstræti.
Vitni sögðu
brothljóð hafa
heyrst þegar
hnakki hans
skall á mal-
bikinu.
SAMTÖK AMERÍKURÍKJA
Ralph Gonsalves, forsætisráðherra St.
Vincent, og Luigi Einaudi, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka Ameríkuríkja,
ræðast við.
Fundur Samtaka
Ameríkuríkja:
Afskekktar
eyjur stökk-
pallar
KINGSTOWN, ST. VINCENT, AP Ráða-
menn í ríkjum Norður- og Suður-
Ameríku óttast að hryðjuverka-
menn muni nota afskekktar eða
varnarlausar eyjur í Karíbahaf-
inu til þess að ráðast á megin-
landið. Þetta kemur fram á fundi
Samtaka Ameríkuríkja sem nú
fer fram á Karíbahafseyjunni St.
Vincent. Að sögn Luigi Einaudi,
aðstoðarframkvæmdastjóra sam-
takanna, stendur til að endur-
meta allar öryggisáætlanir álf-
unnar með þetta í huga.
Bandaríkjunum stafar mest
ógn af erlendum hryðjuverka-
samtökum og því eru þarlendir
ráðamenn afar áhyggjufullir.
Talið er að hryðjuverkamönnum
muni reynast auðvelt að notfæra
sér litla flugvelli á Karíbahafs-
eyjum, eða strandlengjur þar
sem eftirlit er bágborið, sem
stökkpall í árásum á meginland
Norður-Ameríku. ■
LONDON, AP Til skotbardaga kom
milli lögreglu og manns sem hef-
ur haldið við í íbúð í austanverðri
London í 15 daga síðan hann not-
aði byssu til að ógna lögreglu-
mönnum sem ætluðu að fjarlægja
bíl fyrir framan íbúð hans. Mað-
urinn skaut þremur skotum að
lögreglumönnum fyrir framan
íbúðina í gær og einn lögreglu-
mannanna svaraði skothríðinni.
Nokkuð er síðan lokað var fyr-
ir rafmagn og hita í íbúðinni. Mað-
urinn hefur varist kuldanum sem
ríkt hefur undanfarna daga með
því að brenna húsgögn í íbúðinni.
Síðdegis var gripið til þess
ráðs að skjóta táragasi inn í íbúð-
ina en lögreglumenn voru þá
orðnir vonlitlir um að sjá fyrir
endann á umsátrinu. Samninga-
viðræður við manninn höfðu þá
stundum virst vera að bera ár-
angur en fóru jafnan aftur í sama
gamla farið. Þetta er þegar orðið
lengsta lögregluumsátur í sögu
Bretlands og hefur staðið frá því
annan í jólum. Íbúar í 40 íbúðum
nærri umsátursstaðnum halda
sig innan dyra og treysta á lög-
reglu til að færa sér helstu nauð-
synjar. ■
Umsátrið í London:
Skaut á
lögreglumenn
LÖGREGLUMAÐUR MEÐ HRESSINGU
Lögreglumenn fá heitan drykk til að halda á sér hita en maðurinn sem setið er
um brennir húsgögn.
Sjóvá-Almennar:
Kaupa
Toyota
VIÐSKIPTI Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf. keyptu í gær 25% hluta-
fjár í Eignarhaldsfélaginu Stofni
ehf., sem er móðurfélag P. Samú-
elssonar hf. og fleiri tengdra fé-
laga. Í tilkynningu til Kauphallar
Íslands kemur fram að leitað hafi
verið til Sjóvár-Almennra um að
gerast kjölfestufjárfestir í Stofni.
Sjóvá-Almennar telja félagið góð-
an fjárfestingarkost og hafa átt
traust samskipti við P. Samúels-
son um áratugaskeið. Heimildir
herma að kaupverð hlutarins sé
600 milljónir króna og eru kaupin
fjármögnuð með eigin fé.
Bogi Pálsson hættir sem for-
stjóri P. Samúelssonar, sem er um-
boðs- og söluaðili fyrir Toyota-bif-
reiðar og einn stærsti bifreiðainn-
flytjandi landsins, í kjölfar kau-
panna. ■
23 KÍLÓ AF HASSI Tollgæslan á
Keflavíkurflugvelli lagði á síð-
asta ári hald á rúm 23 kíló af
hassi, 1.513 grömm af kókaíni,
1.190 grömm af amfetamíni, 44
grömm af marijúana og 403
steratöflur. Þá framkvæmdi toll-
gæslan 476 fíkniefnaleitir þar
sem farþegar voru teknir afsíðis
í skyndileit og í 65 tilfellum fund-
ust fíkniefni eða áhöld til neyslu.
FÍKNIEFNI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T