Fréttablaðið - 10.01.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 10.01.2003, Síða 4
4 10. janúar 2003 FÖSTUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Verður Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir næsti forsætisráðherra? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að versla á vetrarútsölunum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 9,8% 55,6%Nei 34,6% EKKI FORSÆT- ISRÁÐHERRA Rúmur helmingur telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði ekki næsti forsætisráðherra. Veit ekki Já HÖNNUN „Ég teiknaði þetta merki fyrir 20 árum og brá í brún þegar ég sá Eimskipafélagið kynna það sem sitt. Ég er frekar ósáttur,“ segir Ágúst Ágústsson, sem rek- ur Framrúðuna við Viðarhöfða í Reykjavík, um nýtt merki Eim- skipafélagsins sem leyst hefur gamla hakakrossinn af hólmi. Nýja merkið er teiknað af aug- lýsingastofunni Hvíta húsinu en upphaflega merkið teiknaði Ágúst fyrir prentsmiðjuna Eyrúnu í Vestmannaeyjum: „Ég teiknaði mörg merki á þessum árum en er nú hættur því. Ég veit hins vegar ekki hvernig Eimskipafélagið myndi bregðast við ef ég tæki gamla hakakrossinn þeirra og setti á fyrirtækið mitt. Kannski ég geri það,“ segir Ágúst. Eins og sjá má eru merkin tvö ekki nákvæmlega eins. Hitt er víst að þau byggja á sömu hug- mynd og útfærslan keimlík; tvö E sem skarast hvort á móti öðru. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki upplýsingadeildar Eimskipafélagsins var mönnum þar með öllu ókunnugt um tutt- ugu ára gamalt merki Ágústar þegar nýja merkið var valið og kynnt. ■ Nýtt merki Eimskipafélagsins: Líkt merki prent- smiðju í Eyjum MERKIN TVÖ Merki prentsmiðjunnar er til vinstri. Njóttu þess að vera til um leið og þú hugar að heilsunni HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir hefur sent tilmæli til heilsugæslu- stöðva um tannvernd og flúor- notkun en þau sem tóku gildi árið 1996 eiga ekki við lengur. Tilmælin eru unnin af nýstofn- aðri Miðstöð tannverndar, sem aðsetur hefur í Heilsuverndar- stöðinni, í samvinnu við Land- læknisembættið. Komið hefur í ljós að flúorlökkun, flúorskolun og flúorsogtöflur eru einungis talin nauðsynleg þar sem tann- átutíðni er há eða aukin hætta er á tannátu. Ekki er auðvelt að skil- greina hvaða hópum er hættara við tannátu en öðrum en tannáta í barnatönnum er oftast vísbend- ing um að sérstakt eftirlit skuli haft með fullorðinstönnum við- komandi. Fullorðinsjaxlar sem eru að vaxa þarfnast flúorauka, en stærstu fullorðinsjaxlarnir eru að koma upp við 6 og 12 ára aldur. Í tilmælunum segir enn frem- ur að tannburstun með flúortann- kremi að styrkleika 1% F, tvisvar sinnum á dag, viðhaldi lágmarks- flúorstyrk í munnholi og sé því afar áhrifamikill þáttur í dag- legri vörn gegn tannátu, hjá öll- um aldurshópum. Aukin áhersla er því á mikilvægi tannburstunar hjá öllum aldurshópum. ■ Landlæknir um tannvernd: Tannburstun mikilvæg TANNBURSTUN ALLTAF JAFN MIKILVÆG Í BARÁTTUNNI VIÐ KARÍUS OG BAKTUS Landlæknir hefur sent frá sér ný tilmæli um tannvernd. VIÐSKIPTI Ríkisbönkunum var miskunnarlaust beitt í valdabar- áttu kaupsýslumanna um áhrif í Íslandsbanka, Tryggingamiðstöð- inni og Fjárfest- i n g a r f é l a g i n u Straumi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Morgunblaðinu í greinaflokki Agn- esar Bragadóttur blaðamanns. Í greinunum er rak- in saga baráttu Orca hópsins, einkum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Þorsteins Más Bald- vinssonar, forstjóra Samherja, við ráðandi öfl í umræddum fyrir- tækjum. Samkvæmt frásögn Morgun- blaðsins gegndi Landsbankinn lykilhlutverki í að tryggja ráðandi hlut erfingja Sigurðar Einarsson- ar, útgerðarmanns í Vestmanna- eyjum, í Tryggingamiðstöðinni. Þar er fullyrt að Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins og bankaráðs- maður í Landsbankanum, hafi beitt sér fyrir viðskiptum Lands- bankans sem tryggðu óbreytt yf- irráð í Tryggingamiðstöðinni. Fingraför afmáð Samkvæmt grein Morgun- blaðsins var haldinn fundur í hús- næði Skeljungs við Suðurlands- braut þar sem komið var í veg fyrir að Jón Ásgeir næði yfir- höndinni í Tryggingamiðstöðinni. Á fundinn voru mættir, sam- kvæmt frásögn Morgunblaðsins, Kjartan Gunnarsson, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ og for- maður bankaráðs Íslandsbanka, og Einar Sveinsson, forstjóri Sjó- vár-Almennra og varaformaður bankaráðs Íslandsbanka. Aðrir á fundinum voru Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson, stjórnarmaður í Tryggingamiðstöðinni, Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, og Brynjólfur Bjarnason, þáverandi forstjóri Granda og núverandi forstjóri Símans. „No comment,“ var svar forstjóra Símans um frá- sögnina af fundinum. Niðurstaða fundarins var sú að menn myndu sameinast um að tryggja eignarhlut fjölskyldunnar í Tryggingamiðstöðinni. Þegar niðurstaða var fengin stóð einn fundarmanna upp, samkvæmt frásögn Agnesar, og tók upp vasa- klút. „Jæja. Þá er bara eitt eftir,“ sagði hann og pússaði vatnsglasið sem hann hafði drukkið úr. Skömmu síðar keypti Lands- bankinn hlut fjárfestingafélags- ins Straums sem Jón Ásgeir taldi sig hafa tryggt sér kauprétt á. Hluturinn var síðan seldur fjöl- skyldunni í Vestmannaeyjum. Spurður út í það hvort frásögn- in af fundinum væri rétt svaraði Kjartan Gunnarsson: „Mér finnst þessar greinar Agnesar Braga- dóttur mjög skemmtilegar og lip- urlega skrifaðar.“ En eru þær sannleikanum sam- kvæmt? „Ég hef ekkert meira um þær að segja en þetta.“ Beittir þú þér að einhverju leyti fyrir því að Landsbankinn ætti þessi viðskipti? „Þessi viðskipti voru aldrei á borði bankaráðs bankans svo ég muni til.“ Ræddirðu þessi viðskipti við Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóra Landsbankans? „Ég hef ekki afskipti af ein- stökum viðskiptaákvörðunum í Landsbankanum nema þær séu þess eðlis eða af þeirri stærð að þær séu bornar undir bankaráð- ið.“ Eins og bófahasar „Þetta er bara eins og bófahas- ar,“ segir Guðmundur Árni Stef- ánsson, alþingismaður Samfylk- ingar og varaforseti Alþingis. „Ef þetta er nærri lagi að svona sé gangurinn í viðskiptalífinu þá er ástæða til að hafa nokkrar áhyggj- ur. Í þessari ótrúlegu lesningu er staðfest að í viðskiptum og stjórn- málum blandast hvað öðru og stjórnarflokkarnir eru með putt- ana í öllu saman. Við í Samfylk- ingunni höfum bent á að þetta svo- kallaða frelsi á markaðnum virð- ist ekki eins algilt og menn vilja vera láta. Það er ótrúlegt ef satt reynist að framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins skuli með beinum hætti vera þátttakandi að jafn afdrifaríkum ákvörðunum og þarna voru teknar. Ríkisbankarn- ir eru notaðir samkvæmt þessu úti á markaðnum til að ráða örlög- um fyrirtækja. Sumt sem þarna er skráð kemur manni á óvart en annað ekki, enda hefur þetta verið undirliggjandi. Satt að segja var maður að vona að það væri liðin tíð að pólitíkin væri örlagavaldur um líf og dauða í íslensku atvinnu- lífi. Orðið samkeppni er hjáróma þegar verið er að gera samninga upp á milljarða. Ég spyr bara hvar neytandinn sé í þessu öllu saman“. Dramatísk barátta um viðskiptavöld Morgunblaðið segir framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins hafa beitt sér fyrir því að Landsbankinn tryggði stöðu ráðandi eigenda í Tryggingamiðstöðinni. Kjartan Gunnarsson ber af sér afskipti af málinu. Guðmundur Árni Stefánsson segir atburðarásina eins og bófahasar. HÖRÐ BARÁTTA Frásögn Morgunblaðsins af átökum um völd í Tryggingamiðstöðinni er dramatísk. Þar er fullyrt að framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins hafi beitt sér fyrir því að hrinda sókn til valda í fyrirtækinu. „Mér finnst þessar greinar Agnesar Bragadóttur mjög skemmtilegar og lipurlega skrifaðar.“ rt@frettabladid.is haflidi@frettabladid.is Íslenski skipastóllinn: Færri skip en stærri SKIPASTÓLLINN Færri skip voru á aðalskipaskrá í upphafi árs en í byrjun þess síðasta. Undanfarin ár hefur skipum fjölgað en nú fækkar um 57 skip í flotanum. Þrátt fyrir fækkunina er heildar- brúttótonnatala skipastólsins 4.756 tonnum hærri en fyrir ári. Skýringuna er að finna í í stórum skipum sem skráð voru á síðasta ári. Ef litið er á fjögur síðustu ár sést að heildarfjöldi skipa er nán- ast sá sami. Árið 2000 voru 2.412 skip á skrá en 2.408 um síðustu áramót. Skipin hafa hins vegar stækkað töluvert, heildarbrúttó- tonnatala skipastólsins hefur hækkað um rúm 7.300 tonn. ■ Vaxtahækkun afturkölluð: Gert að beiðni ríkis- stjórnar VEXTIR Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur ákveðið að verða við ósk ríkis- stjórnarinnar og lækka nýlega ákvarðaða vexti leiguíbúðalána og annarra peningalána en viðbótar- lána. Er þetta gert í ljósi þeirrar lækkunar sem orðið hefur á ávöxt- unarkröfu húsnæðisbréfa og hús- bréfa undanfarnar vikur. Vextir vegna viðbótarlána verða óbreyttir 5,6% en þeir voru lækk- aðir við síðustu vaxtaákvörðun í árslok 2002. Vextir vegna lána til almennra leiguíbúða munu lækka úr 5,8% í 4,9%. Vextir annarra pen- ingalána munu hins vegar lækkað- ir úr 5,8 í 5,7%. Vextir þessara lánaflokka verða því óbreyttir frá fyrra ári. Jafnframt hefur stjórn Íbúðalánasjóðs ákveðið að endur- skoða vexti reglulega í ljósi vaxta- þróunar á fjármálamarkaði. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.