Fréttablaðið - 10.01.2003, Page 14
10 10. janúar 2003 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Gamaldags
málflutningur
Katrín Jónsdóttir og Elsa M. skrifa:
Okkur þótti áhugavert að lesagreinina um framboð þjóðern-
issinna sem var birt í Fréttablaðinu
þann 8. janúar. Í henni var talað um
„innflutning á lituðu fólki“. Þetta
orðalag þótti okkur niðurlægjandi
og óviðeigandi, þar sem um er að
ræða manneskjur, ekki varning. Ég
geri ráð fyrir því að þjóðernissinn-
um þætti miður að heyra talað um
innflutning á Íslendingum til Spán-
ar eða Englands. Auk þess finnst
mér ótrúlegt að þeir ferðist aldrei
sjálfir til útlanda, bragði aldrei
austurlenskan mat né horfi á
bandarískar bíómyndir, t.d með
Eddie Murphy í aðalhlutverki.
Þessi hugsunarháttur um „inn-
flutning á lituðu fólki“ er gamal-
dags og niðrandi og vil ég minna
þjóðernissinna á að koma skal
fram við náungann eins og maður
vill að komið sé fram við sig. ■
Þau eru næstum því skiljanleg,vonbrigði sjálfstæðismanna
með stöðu stjórnmálaflokkanna í
skoðanakönnunum. Sjálfstæðis-
menn telja sig vera að skila af sér
góðri stöðu í sínu helsta metnaðar-
máli; þróttugu atvinnulífi. Verið er
að ljúka við sölu ríkisbankanna og
álverið virðist á leiðinni með til-
heyrandi bullandi hagvexti næstu
ár. Hvort tveggja eru glimrandi fín
mál á mælikvarða Sjálfstæðis-
flokksins. Svo virðist hins vegar að
húrrahrópin láti standa á sér. Þeg-
ar Ingibjörg Sólrún hættir sem
borgarstjóri og tekur fimmta sæti
á lista Samfylkingarinnar í öðru
Reykjavíkurkjördæminu ætlar
þakið hins vegar að lyftast af höll-
inni af fögnuði.
Sala ríkisbankanna er án efa
giftusamlegasta skref sem íslensk
stjórnvöld hafa stigið áratugum
saman. Þessi niðurstaða var ef til
vill of lengi á leiðinni og það má án
efa gagnrýna hvernig að henni var
staðið á endanum en það er léttir að
hún sé fundin. Afskipti stjórnvalda
af atvinnulífinu hefur verið eitt
helsta mein íslensks samfélags og
sala ríkisbankanna er stærsta
skrefið sem stigið hefur verið til að
draga úr neikvæðum áhrifum þess.
Í sjálfu sér var sala ríkisbank-
anna óumflýjanleg. Með auknum
tengslum við fjármálalíf annarra
landa hefur vægi bankanna í ís-
lensku viðskiptalífi minnkað og í
raun vandséð að þeir ættu sér
óbreyttir framtíð til margra ára-
tuga. Engu að síður er það gott
verk að rumpa sölunni af.
Hins vegar er sala ríkisbank-
anna þess eðlis að um hana er í
mesta lagi hægt að skapa frið og
sátt – aldrei fögnuð. Áhrif þeirra á
samfélagið – góð og slæm – hafa
sjaldnast verið mjög sýnileg eða
áþreifanleg fyrir hinn venjulega
kjósanda. Sama má segja um ál-
verið. Um það er ekki einu sinni
hægt að skapa frið. Það má ganga
að mótmælum og andstöðu vísri.
Og þótt andstæðingar álvers séu
fáir og háværir þá eru fylgjendur
þess líka fáir – svo fáir að þeim
tekst ekki að verða eins háværir
og andstæðingarnir. Flestir eru jú
fylgjandi álveri sem lið í eðlilegri
sókn þjóðarinnar til bættra lífs-
kjara en fyrir þeim er þetta ekki
mál til að æsa sig yfir. Ef við
byggjum ekki álver brýst kraftur
atvinnulífsins einfaldlega annars
staðar fram. Meginatriðið er ekki
að stýra þróuninni heldur að leyfa
henni að dafna.
Ef þessi tvö mál koma sjálf-
stæðismönnum ekki í sóknarstöðu
verða þeir að finna önnur. Það er
sama hversu góð þau eru í sjálfu
sér; ef kjósendur kaupa þau ekki
sem úrslitamál duga þau illa í
kosningum. ■
Góð mál – en ekki vinsæl
skrifar um góð mál sem
eru ekki vinsæl.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Minni fækkun kúabúa:
Nítján
hættu 2002
LANDBÚNAÐUR Undanfarin tvö ár
hefur hægt verulega á örri fækk-
un kúabænda. Í lok nýliðins árs
var fjöldi kúabúa með skráð
greiðslumark í mjólk 953, en í lok
ársins 2001 voru búin 972. Fækk-
unin nemur því um 2%, sem er
mun minni fækkun en undanfarin
ár. Frá árinu 1998, í kjölfar gild-
andi mjólkursamnings, fækkaði
kúabændum hratt en síðastliðin
tvö ár hefur hægt verulega á þess-
ari þróun. Kúabúum fækkaði til
að mynda um 1,6 á viku árið 2000,
1,3 á viku árið 2001 en ekki nema
0,4 á viku á síðasta ári. ■
Spillingarumræða:
Sharon
tapar fylgi
JERÚSALEM, AP Fréttir af því að lög-
regla rannsaki meinta spillingu
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, og nokkurra flokks-
bræðra hans virðist ætla að leiða
til fylgistaps
Likud-bandalags-
ins í þingkosning-
unum sem fara
fram undir lok
mánaðarins.
Likud-banda-
lag Sharons ræður
nú 40 sætum á
þingi. Nýjustu
kannanir benda til
þess að flokkurinn
muni tapa átta til
13 þingsætum.
Stjórnin heldur þó
meirihluta samkvæmt könnunun-
um.
Hæstiréttur Ísraels sneri í gær
niðurskurði kosningaeftirlits-
nefndar sem hafði meinað tveim-
ur arabískum þingmönnum að
bjóða sig fram til endurkjörs. ■
ARIEL
SHARON
Vísar ásökunum
um spillingu
og mútuþægni
á bug.
Stóru tíðindin í íslenskri pólitíkundanfarinna vikna eru að til
er orðinn raunverulegur valkost-
ur fyrir kjósendur, - fylgiskannan-
ir benda til að Samfylkingin muni
geta myndað tveggja flokka
stjórn eftir næstu kosningar og
þar með er brotið á bak aftur ægi-
vald íhaldsins, rétt eins og með
sigrinum mikla í Reykjavík 1994.
Kjósendur eiga því valið. Fram
á sviðið er kominn stjórnmála-
maður, sem alla tíð hefur fengist
við stjórnmál, - ekki kjötkatlapoli-
tíkus af þeirri gerð, sem því mið-
ur er enn allt of algeng í íslensk-
um stjórnmálum. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir er reyndur rekstr-
armaður með skýra pólitíska sýn
og það er það, sem gamlir helm-
ingaskiptapolitíkusar og „blokka-
menn“ hræðast mest, - að hinn al-
menni kjósandi fari að skynja
heildarstöðuna sem þeir hafa skil-
ið eftir sig.
Kjósendur geta spurt sig ein-
faldrar spurningar í kosningabar-
áttunni framundan: Erum við bet-
ur sett nú en við vorum fyrir fjór-
um árum? Og þetta er spurning,
sem þeir eiga að leggja fyrir alla
frambjóðendur.
Meginrök gegn inngöngu í Evr-
ópusamstarf eru af núverandi
ráðamönnum sögð töpuð yfirráð
Íslendinga yfir íslenskum fiski-
miðum. Kjósendur geta spurt sig:
Hverjir eiga fiskinn í sjónum?
Skuldir heimilanna hafa aukist
gríðarlega. Almenningur greiðir
hæstu vexti sem um getur. Bank-
ar, tryggingafélög og fjármála-
stofnanir eru rekin með slíkum
hagnaði að undrun sætir. Frásagn-
ir af baktjaldamakki og yfir-
tökutilraunum ofsagróðamanna í
íslensku Klondæk hagkerfi fylla
menn óhug. Kjósendur geta spurt
sig: Af hverju greiði ég ekki álíka
vexti og gjöld og gerist annars
staðar í Evrópu?
Matarverð á Íslandi er miklu
hærra en nokkurs staðar annars
staðar í Evrópu. Öll matvöru-
verslun í landinu er í eigu þriggja
til fjögurra aðila, sem raka saman
gróða á því að reka „afsláttar“
verslanir. Kjósendur geta spurt
sig: Af hverju greiði ég ekki sama
matvöruverð og gerist annars
staðar?
Ísland er láglaunaland. Fyrir-
vinnur heimilanna eru margfalt
lengur að vinna fyrir nauðþurft-
um en gerist annars staðar. Kjós-
endur geta spurt sig: Af hverju?
Íslenskt skattakerfi er mein-
gallað. Hvar tíðkast það að láta
ellilífeyrisþega greiða skatta af
lífeyri sínum, - fjármunum, sem
þeir hafa þegar greitt skatta af
þegar þeir lögðu fjármunina fyr-
ir?
Aðeins örfáar spurningar. Meg-
inmálið er, að nú er kominn fram
raunverulegur valkostur í íslensk-
um stjórnmálum. Kjósendur eiga
val milli stjórnmálaafla, sem sett
hafa fram mjög ólík stefnumið.
Kjósendanna er valið. ■
skrifar um nýjan
skýran valkost í
stjórnmálum.
HELGI
PÉTURSSON
Um daginn
og veginn
Raunverulegur
valkostur er
orðinn til
POTSDAM, ÞÝSKALANDI, AP
Tíundi hver vinnufær
Þjóðverji mátti sætta
sig við það að vera at-
vinnulaus í jólamánuðin-
um samkvæmt upplýs-
ingum frá þýsku vinnu-
málastofnuninni.
Atvinnulausir Þjóð-
verjar eru nú 4,2 millj-
ónir talsins og fjölgaði
þeim um 200.000 í síð-
asta mánuði. Til saman-
burðar má geta þess að
162.000 manns voru á ís-
lenskum vinnumarkaði
samkvæmt vinnumarkaðskönnun
Hagstofunnar í nóvember. At-
vinnuástandið í Þýskalandi hefur
versnað milli ára, atvinnulausir
voru 261.000 fleiri í des-
ember á síðasta ári en á
sama tíma árið áður.
Þetta eru ekki góðar
fréttir fyrir Þjóðverja
sem horfa jafnframt upp
á það að talsverðar líkur
eru á allsherjarverkfalli
starfsmanna ríkis og
sveitarfélaga. Samninga-
menn hafa ekki náð sátt-
um og stefnir í að greidd
verði atkvæði um verk-
fallsboðun í næstu viku.
„Við stöndum frammi fyr-
ir stærsta verkfalli í sögu
Þýskalands,“ sagði Frank Bsirke,
formaður ver.di sem er geysifjöl-
mennt verkalýðsfélag fólks í
þjónustustörfum. ■
Styttist í allsherjarverkfall:
Tíundi hver Þjóð-
verji atvinnulaus
FRANK BSIRKE
Formaður verkalýðsfé-
lags fólks í þjónustu-
störfum var ekki bjart-
sýnn á að tækist að
afstýra verkfalli.
Thymematernity auglýsir
Útsalan
er hafin!!!
Allt að
70%
afsláttur
Eigum mikið úrval af stökum
jökkum. Henta vel fyrir
allar konur. Frábært verð.