Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 19
SÝNINGAR Freygerður Dana Kristjánsdóttir sýnir tvö verk á sýningu sinni í MOJO á Vega- mótastíg 4. Annað er háðsádeila á fálka- orðuna, hitt er um rollur á réttum eða röngum hillum í lífinu. Sýningin stendur út janúar. Anna Guðrún Torfadóttir myndlistar- maður sýnir verk unnin með blandaðri tækni í Scala, Lágmúla 5 í Reykjavík. Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning- una Án samhengis - allt að klámi í Café Presto, Hlíðasmára 15, Kópavogi. Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á árinu 2000. Sýningin stendur út janúar og er opin á opnunartíma Café Presto, 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo nærri í Reykjavíkurakademíunni, 4. hæð. Sýningin er opin virka daga frá 9- 17 og stendur til 31. janúar. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk unn- in á þessu ári sérstaklega fyrir sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgrímskirkju er haldin í boði Listvinafélags Hallgríms- kirkju og stendur til loka febrúarmánaðar. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. janú- ar. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykjavík- urminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Inga Svala fjallar um og endurvekur draum- sýnina um hið fullkomna samfélag. Hún leggur fram hugmynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðan- verðu Snæfellsnesi. Sýningin er opin alla daga klukkan 10-17. Henni lýkur 19. janú- ar. Á Kjarvalsstöðum eru sýnd nokkur verk eftir Jóhannes S. Kjarval úr Kjarvalssafni. Sýningin er opin alla daga 10-17. Henni lýkur 31. janúar. Íslandsmynd í mótun - áfangar í korta- gerð er yfirskrift sýningar í Þjóðmenning- arhúsinu. Sýnd eru þau kort sem markað hafa helstu áfanga í leitinni að réttri mynd landsins. Sýningin stendur þangað til í ágúst. Stærsta sýning á íslenskri samtímalist stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru eftir 1950. Í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3B standa yfir sýningar á verkum eftir Giovanni Garcia-Fenech og JBK Ransu. Innsetning Garcia-Fenech nefnist Sex hausar, innan- dyra. Yfirskriftin á sýningu Ransus er Abstrakt expressjónin og geómetrían. Safnið er opið miðvikudag til sunnudags klukkan 13-17. Sýningarnar standa til 12. janúar. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu sem Edward Fuglö heldur í Norræna húsinu. Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatnsstígs 10. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Árný Birna Hilmarsdóttir heldur sýningu á íslensku landslagi unnið í gler í Galleríi Halla rakara, Strandgötu 39, gegnt Hafn- arborg. Sýning á bútasaumsverkum eftir 10 konur stendur nú yfir í Garðabergi, félags- miðstöð eldri borgara að Garðatorgi 7 í Garðabæ. Sýningarnar verða opnar alla daga nema sunnudaga frá kl. 13 til 17. Ýmsir listamenn halda sýningu í gallerí i8, Klapparstíg 33. Meðal annars eru verk eftir Eggert Pétursson, Rögnu Róberts- dóttur, Þór Vigfússon, Kristján Guð- mundsson, Sigurð Guðmundsson, Roni Horn, Hrein Friðfinnsson, Georg Guðna og Tony Cragg til sýnis og sölu. Opið er fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl.13 til 17 eða eftir sam- komulagi. FÖSTUDAGUR 10. janúar 2003 Verslun Dalvegi 2 • Kópavogi • Sími 564 2000 • www. quelle.is ÚtsalaSTÓR 999,- Buxur•Blússur•Peysur•Pils Fatna›ur í öllum stær›um Þýsk gæði! Hleðsluborvél 14,4 volt með aukarafhlöðu í vandaðri tösku með borum og skrúfbitum. Með vélinni fylgir skrúfbitasett frá BOSCH að verðmæti kr. 990.- FRÁBÆR K A U P ! Pottasett 4 hluta. Eðalstál, hitaeinangrandi handföng, orkusparandi botn, glæsilegt útlit. Komi ð aftur b eint á útsölu na! Útsala kr. 2.990,- Útsala kr. 6.790,- Rétt ver› kr. 8.900,- Shopper - Bæjartaska. Taska sem alltaf er gott að vera með! Mjög þægileg og rúmgóð handtaska, mörg innri og ytri hólf. Sérstakur vasi fyrir farsíma. Útsala kr. 1.299,- Rétt ver› kr. 1.999,- Verkfærasett. 73 hluta frábært sett úr Chrom-Vanadium-Stáli í góðri tösku. Smáhlutabox í loki. Útsala kr. 4.400,- 2.990,- Yfirhafnir•Draktir•Jakkar Þú færð ekki betra verð! Vandað úr með skiptanlegum skífum. 5 mismunandi útskiptanlegar skífur í fallegum kassa. Tölva. Létt og handhæg með öllum aðgerðum. Útsala kr. 299,- Útsala kr. 990,- Útsala kr. 1.990,- Útsala kr. 6.900,- án aukarafhlö›u kr. 4.400,- Gæ›amerki Quelle í fi‡skaland Útvarp. Sjálfleitari, heyrnatól, 2 rafhlöður. Ótrúleg gæði. MYNDLIST Illgresi er talið boðflenna í flestum görðum. Þessi sömu blóm vekja hins vegar gleði þegar við rekumst á þau úti í náttúrunni. „Þetta sama má segja um mannlífið. Sumt fólk viljum við hafa á einum stað, en alls ekki á öðrum. Í þessu er mikill tvískinn- ungur,“ segir Þuríður Sigurðar- dóttir, sem í kvöld opnar sýningu á olíumálverkum í Galleríi Hlemmi. Myndefni hennar eru einmitt falleg blóm, sem fólk vill ekki sjá í garðinum hjá sér en fagnar annars staðar. ‘Óboðnir gestir’ er heiti sýningarinnar. Þuríður segist einnig hafa velt því mjög fyrir sér hvort það gangi hreinlega í myndlist nú á dögum að mála olíumálverk af blómum. „Þetta myndefni er svo banalt í rauninni, svo ofboðslega hefð- bundið og á kannski ekki upp á pallborðið. En mér finnst gaman að ögra bæði sjálfri mér og öðrum með þessu.“ Hún segir að þessi málverk séu afrakstur tveggja ára vinnu. Hún byrjaði á þeim um það leyti sem hún var að ljúka námi í Listahá- skóla Íslands fyrir um tveimur árum. En hún segist hafa beðið eft- ir rétta tímanum til þess að sýna þessi verk. „Ég vildi sýna þau í svartasta skammdeginu, því ég er alveg viss um það að ef svona blóm voga sér upp úr grasinu í garðinum á þess- um árstíma þá myndum við alla vega ekki eitra fyrir þeim eða rífa þau upp með rótum eins og við gerum á sumrin.“ En hvernig skyldi hún líta á framtíðina eftir að hafa söðlað um og helgað sig myndlistinni eftir farsælan söngferil? „Auðvitað fer maður af stað með bjartsýni. Þetta er að minnsta kosti það sem mig langar helst til að gera. Svo verður bara að koma í ljós hvernig það gengur.“ ■ Þuríður Sigurðardóttir sýnir ný olíumálverk: Óboðnir gestir í svart- asta skammdeginu ÞURÍÐUR SIGURÐAR- DÓTTIR Þuríður stendur þarna við eitt blómamálverka sinna sem næstu vikurn- ar blasa við fólki út um gluggana á Galleríi Hlemmi. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Laugardagskvöldið 11. jan. Miðaverð aðeins kr. 500 til kl. 01 eftir það kr. 1.000 Æfingar í Víkinni Mánudagar Börn, 9-13 ára byrjendur 15.30-16.30 Börn, 5-8 ára byrjendur 16.30-17.30 Æfingar í Breiðagerðisskóla v/Breiðagerði Unglingar og fullorðnir, framhaldshópur Mánudagar 19.00-20.30 Miðvikudagar 19.00-20.30 Föstudagar 19.40-21.10 Unglingar og fullorðnir, byrjendur 20.30-22.00 20.30-22.00 21.00-22.00 Karatedeild Víkings Komdu þér í gott form og... Kýldu á karate með karatedeild Víkings í vetur Upplýsingar hjá Jóhanni í síma 5530877 (johannbj@hotmail.com) www.vikingur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.