Fréttablaðið - 10.01.2003, Side 23

Fréttablaðið - 10.01.2003, Side 23
FÖSTUDAGUR 10. janúar 2003 afsláttur 15% til 25% KVIKMYNDIR Yfirvöld í Norður- Kóreu halda áfram að setja út á söguþráð nýju James Bond- myndarinnar. Þau segja að mynd- in opinberi greinilega „ófriðsæl- an hug“ Bandaríkjamanna til landsins. Kvikmyndin „Die Another Day“ hefur þegar verið stimpluð sem „móðgun“ af hópi nema sem aðhyllast sameiningu Suður- og Norður-Kóreu. Fréttastofan KCNA segir nýju Bond-myndina „sýna að Bandaríkin vilji í stríð þar sem yfirvöld þar líti á þjóð- ina sem öxul hins illa“. Í síðasta mánuði hvöttu stjórnvöld Banda- ríkin til þess að hætta að sýna myndina en í henni sést Bond, sem leikin er af Pierce Brosnan, pyntaður af norður-kóreskum hermönnum. Suður-Kóreubúar voru heldur ekki par hrifnir af myndinni en af öðrum ástæðum. Þeir áttu erfitt með að sætta sig við það að Bond skuli sjást njóta ásta í Búddaklaustri í myndinni. ■ JAMES BOND Norður-Kóreubúar segja nýju Bond-mynd- ina skerða ímynd þjóðar sinnar og að hún sýni það greinilega að Bandaríkin vilji í stríð við landið. Norður-Kóreumenn enn óánægðir með Bond: Opinberar ófriðsælan hug til landsins SEX AND THE CITY Vinkonurnar í Beðmálum í borginni ætla að gefa karlpeningnum í New York eitt ár til viðbótar. Sex and the City: Kynlífið að klárast í New York SJÓNVARP Framleiðendur sjónvarps- þáttanna „Sex and the City“ hafa ákveðið að síðasti þáttur sjöttu seríunnar verði einnig sá allra síð- asti sem gerður verður. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda og meðal annars unnið til nokkurra Emmy-verðlauna. Þátturinn er einnig talinn hafa átt þátt í að skapa afslappaðra viðhorf banda- rísks almennings til kynlífs. Fimmta serían er nú að klárast í Bandaríkjunum og hefst fram- leiðsla á lokaseríunni í mars á þessu ári. Tuttugu þættir verða gerðir fyrir síðustu seríuna en það eru sjö fleiri en venjulega. Aðeins átta þættir voru gerðir fyrir fimmtu seríuna eftir að aðal- leikkonan Sarah Jessica Parker og mótleikkona hennar Cynthia Nixon urðu báðar óléttar. ■ Leikhús opnar á ný í Moskvu: Borgarbúar hræddir að mæta HRYÐJUVERKAÓTTI Leikhúsið í Moskvu sem uppreisnarmenn úr hópi Tsjetsjena réðust inn í 23. október síðastliðinn verður opnað á ný 8. febrúar næstkomandi. Umsátur uppreisnarmannanna stóð í fjóra sólarhringa og 129 gíslar létu lífið þegar hersveitir stjórnarinnar réðust til inngöngu. Þrátt fyrir að 100 aðgöngumið- ar hafi selst á fyrsta klukkutíman- um eftir að leikhúsið var opnað aftur hefur lítið selst af miðum síðan. Ein af þeim fyrstu sem keypti sér miða var Aliona Strikalina, en hún var í leikhúsinu þegar árásin var gerð. Hún sagðist búast við að endur- koman í leikhúsið vekti upp slæm- ar tilfinningar en hún væri þó alls ekki hrædd. Leikhússtjórinn Ge- orgí Vasiljev viðurkenndi að erfitt yrði fyrir Moskvubúa að komast yfir óttann, en stjórnvöld ætla að leggja sitt af mörkum og þekktir einstaklingar hafa verið valdir til að vera viðstaddir sýninguna 8. febrúar. Dúman hefur styrkt leikhúsið með 400.000 dollara framlagi, sem fyrst og fremst verður notað til að borga listamönnum laun, en þeir hafa verið launalausir í þrjá mán- uði, eða síðan árásin var gerð. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.