Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2003, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.01.2003, Qupperneq 24
10. janúar 2003 FÖSTUDAGUR Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988 STÓRÚTSALA Útsaumspakkningar Prjónagarn Föndurvörur Miki› úrval! BÆKUR Bandarískir bókaútgefend- ur hafa komist að raun um að fátt er jafn líklegt til að auka bókasölu en tenging verksins við kvik- myndir. Carl Lennertz hjá mark- aðssamtökum óháðra bókaversl- ana segir í viðtali við USA Today að þótt kvikmyndaveggspjöld standist ekki alltaf kröfur fagur- fræðinga þá veki þau mikla at- hygli og nái augum miklu fleiri hugsanlegra lesenda. „Bíógestir eru, því miður, miklu fleiri en les- endur og þeir eru mikið líklegri til þess að kaupa bókina þegar hún fær tengingu við kvikmynd sem þeir þekkja.“ The Hours eftir Michael Cunningham, sem sækir innblástur í Mrs. Dalloway eftir Wirginíu Woolf, varð ekki met- sölubók fyrr en hún vann Pulitzer- verðlaunin 1999. Hún öðlaðist síð- an nýtt líf þegar kvikmynd með Nicole Kidman í aðalhlutverki var gerð eftir henni en 250.0000 bæk- ur hafa selst með Kidman og öðr- um leikurum á kápunni. Sömu sögu er að segja um bók- ina Catch Me If You Can en hún rokselst núna með þeim Leonardo DiCaprio og Tom Hanks á káp- unni, en þeir fara með aðalhlut- verkin í samnefndri kvikmynd. Þá er ævisaga geðtruflaða stærð- fræðingsins John Nash, A Beauti- ful Mind eftir Sylviu Nasar, skóla- bókardæmi um þetta. Þegar hún kom fyrst út í kilju var hún prýdd mynd af Nash sjálfum en nú selst hún eins og heitar lummur með kyntröllinu Russell Crowe, í hlut- verki Nash, á kápunni. ■ HEIMILDARMYND „Ég var sjálfur lagður í einelti frá því ég var sjö til átta ára allt þar til ég út- skrifaðist úr grunnskóla og man eftir því að þá langaði mig að gera eitt- hvað til að vekja athygli á þessu þegar ég yrði eldri,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, sem fram- leiddi heimildarþáttinn Einelti - Helvíti á Jörð ásamt félaga sínum Krist- birni Helga Björnssyni. „Við kynntumst svo í heim- speki í FB og í einhverju kaffispjallinu kom hug- myndin um að gera þátt um einelti upp.“ Þeir félagar byrjuðu vinnuna í mars í fyrra og hafa nú selt Náms- gagnastofnun styttri útgáfu af þættinum og er gert ráð fyrir að hann verði sýndur í tengsl- um við kennsluefni í grunn- skólum strax á þessu ári. Þá ætla þeir að ræða bæði við RÚV og Stöð 2 um sýningar á lengri gerð þáttarins. „Við höfðum ekkert fjár- magn þegar við byrjuðum og ákváðum að gera þetta allt í sjálfboðavinnu þar til annað kæmi í ljós,“ segir Kristbjörn. „Við fengum svo mjög færa tökumenn, Björn Ófeigsson og Sigurð Pálmason hjá 8mm product- ions, til liðs við okkur og framan af var aðalvandamálið að finna peninga til að greiða þeim. Kvikmyndasjóður gekk þó fljót- lega til liðs við okkur og þá komst meiri skriður á framleiðsluna.“ Þátturinn er um hálftíma lang- ur og byggir á reynslusögum og viðtölum við fólk sem hefur orðið fyrir einelti. Þau velta fyrir sér af- hverju þau urðu fyrir þessu og koma með sínar hugmyndir að lausnum. Þá koma sálfræðingar og kennarar einnig með innlegg í um- ræðuna. Sigurður segir vinnuna við þátt- inn hafa verið mjög skemmtilega en erfiða. Gömul sár hafi verið ýfð og hann þurfti því að takast á við eigin reynslu á meðan. „Góð við- brögð fólks hafa síðan orðið til þess að manni finnst þetta hafa verið þess virði en ég hef fengið mikið af pósti og hringingum síðan umræð- an um þáttinn fór af stað.“ ■ BÆKUR „Ég fann fyrir áhuga á bók- inni erlendis strax í haust þegar ég var á fyrirlestraferðalagi í Sví- þjóð. Áheyrendur voru mjög áhugasamir og lítið forlag festi sér hana,“ segir Steinunn Jóhann- esdóttir, höfundur Reisubókar Guðríðar Símonardóttur. Norsk forlög hafa einnig sýnt bókinni mikinn áhuga og rétt fyrir jólin tryggði þýski útgáfurisinn Rowohlt sér útgáfuréttinn þar í landi. Nokkur forlög bitust á um réttinn sem var því seldur á upp- boði og Steinunn segist ekki vita betur en að tilboðið sem gengið var að sé mjög gott. Reisubók Guðríðar kom út á Ís- landi árið 2001 en í henni spinnur Steinunn sögulega skáldsögu sem hún byggir á margvíslegum heim- ildum. Að baki verkinu liggur sex ára rannsóknarvinna og ferðalög á söguslóðir í Alsír og Marokkó, í Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Hollandi og Danmörku. Steinunn segir það hafa komið Svíum verulega á óvart hversu langt norður átök kristinna manna og múslima hafi teygt sig á 17. öld og þessi staðreynd hafi vakið mikla forvitni. Hún segist ekki geta sagt til um hvað það er við bókina sem heillar erlendu forlög- in en bendir á að saga Guðríðar sé einstök og spennandi. „Sögusviðið tengir svo saman lönd og álfur og það er alltaf ákveðinn hópur sem hefur áhuga á sögulegum skáld- sögum sem byggja á mikilli heim- ildavinnu.“ ■ RUSSELL CROWE Andlit hans selur fleiri bækur en söguper- sónurnar sem hann túlkar og bókaútgef- endur hafa sætt sig við að þegar kemur að sölu og markaðssetningu jafnast enginn á við Hollywood. Bíó og bækur: Frægir leikarar rokselja bækur Reisubók Guðríðar Símonardóttur: Þýskir útgáfurisar tókust á um bókina STEINUNN JÓHANNES- DÓTTIR „Sögusviðið, sem er meðal annars Evrópa á 17. öld, virðist höfða til Þjóðverja en það kom hingað þýskur blaða- maður í haust sem var mjög forvitinn um efni sögunnar og spurði mikið út í hana.“ SIGURÐUR H. GUNNARSSON OG KRISTBJÖRN H. BJÖRNSSON Réðust í gerð heimildaþáttarins Einelti - Helvíti á Jörð til að vekja athygli á því hversu alvarlegar afleiðingar einelti getur haft. Þeir hafa fundið fyrir miklum áhuga á verkefninu enda mikil vakning í gangi um þetta vandamál, ekki síst í tengslum við stofnun samtakanna Regnbogabörn. Þátturinn tengist þó samtökunum ekkert. Innsýn í víti Sigurður H. Gunnarsson og Kristbjörn H. Björnsson gerðu heimildaþáttinn Einelti - Helvíti á Jörð til að vekja athygli á alvarlegum afleiðingum eineltis. Námsgagnastofnun hefur fest kaup á þættinum og viðræður um sýningar í sjónvarpi standa yfir. Námsgagna- stofnun hefur þegar keypt sýningarréttinn á þættinum í grunnskólum og félagarnir ætla að ræða bæði við RÚV og Stöð 2 um sýningar í sjón- varpi. YOGA Fyrir þá sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Ný námskeið hefjast 13. janúar Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m. a. byggir nám- skeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðisins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar að Bolholti 4, 4. hæð til vinstri. Skráning og upplysingar gefur Arnhildur í síma 895-5848 40-70% afsláttur Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Útsalan í fullum gangi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.