Fréttablaðið - 10.01.2003, Side 27

Fréttablaðið - 10.01.2003, Side 27
FÓLK Ástralska leikkonan Nicole Kidman fær sína eigin stjörnu á „Walk of Fame“ á mánudag. Stjarna leikkonunnar verður sú 2111. í röðinni. Aðeins þrír Ástral- ir hafa áður fengið stjörnu á gang- stéttinni frægu, en það eru Erroll Flynn, Olivia Newton-John og hljómsveitin Bee Gees. Talið er að nýjasta mynd Kid- man, „The Hours“, verði tilnefnd til Óskarsverðlauna. Leikkonan er sem stendur í heimalandi sínu en varð himinlifandi yfir fréttinni. ■ 27FÖSTUDAGUR 10. janúar 2003 KVIKMYNDIR Leikarinn Bruce Will- is hefur tekið að sér aðalhlut- verkið í kvikmyndinni „Me Again.“ Þar mun hann leika mann sem vaknar minnislaus á hótelherbergi og sér að lík ligg- ur á gólfinu. Tökur á myndinni hefjast í apríl eftir að Willis hefur lokið að leika í framhaldsmyndinni „The Whole Ten Yards.“ Dean Parisot, sem gerði hina vinsælu gamanmynd „Galaxy Quest“, verður leikstjóri. Bruce Willis er með mörg járn í eldinum því til stendur að hann leiki í þremur nýjum kvik- myndum á næstunni. Sú fyrsta er mynd sem byggð verður á skáldsögunni „Hostage“ eftir Robert Crais. Önnur myndin verður byggð á sögunni „Tenkill- er“ eftir Elmore Leonard og sú þriðja og síðasta verður fjórða Die Hard-myndin en þar er enn verið að leita að góðum handrits- höfundi. ■ Opið til hálf átta í kvöld afsláttur við kassann ekkert brudl- E R A N L a n d li s t 362kr.kg Merkt verð 659kr. Gildir til sunnudags 12. janúar eða á meðan birgðir endast nytt kortatímabi l ´ Ferskur kjúklingur Úrbeinaðar, skinnlausar, íslenskar og ferskar KJÚKLINGABRINGUR: 30% afsláttur við kassann! Opnum klukkan tíu Bruce Willis: Leikur minnis- lausan mann WILLIS Bruce Willis leik- ur á næstunni í fjórðu Die Hard- myndinni. Nicole Kidman: Fær stjörnu meðal þeirra bestu NICOLE KIDMAN Er orðin ein skærasta stjarna Hollywood eftir leik sinn í myndinni „Moulin Rouge“. LEIKHÚS Skáldið sjálft, Samuel Beckett, mætti ekki í leikhúsið þegar fyrsta leikrit hans, Beðið eftir Godot, var frumsýnt í litlu leikhúsi í París fyrir hálfri öld. Skáldið hefði þó vart þurft að þjást af frumsýningarskjálfta, því þrátt fyrir að áhorfendur og gagn- rýnendur tækju verkinu illa í fyrstu hefur það gengið fyrir fullu húsi um allan heim síðan. Í tilefni hálfrar aldar afmælis leikritsins hefur það nú verið sett upp í Gate Theatre í fæðingar- borg skáldsins, Dyflinni. Leik- stjóri afmælisuppfærslunnar, Walter Asmus, var góður vinur Becketts, en þeir kynntust í Berlín árið 1970. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna sagði Asm- us að ef Beckett væri á lífi væri hann trúlega hissa á því hversu vinsælt leikritið er í dag. „Hann væri áreiðanlega ánægður, því hann vildi gjarnan að fólk sæi leikritið þrátt fyrir að hann tæki sig aldrei mjög alvarlega sem skáld,“ segir Asmus. „Ég þekkti hann vel og veit að hann var ljúf- ur og yndislegur maður, en undir niðri kraumuðu tilfinningar og sýn hans á veröldina var oft vægðarlaus. Í leikritinu skrifar Beckett meðal annars um vonleysið, trúar- brögðin og dauðann. „Það er engin flétta í verkinu,“ segir Asmus. „Það segir bara frá tveimur mönnum sem bíða eftir manni sem aldrei lætur sjá sig. Bók- menntafræðingar hafa frá upp- hafi deilt um meininguna, en flestir eru þó sammála um að í leikritinu sé fengist við óöryggi mannsins gagnvart örlögum sín- um.“ Asmus segir ástæðu vinsælda verksins byggjast á persónunum tveimur sem í örvæntingu eru í leit að frelsi. „Fólk samsamar sig vegna þess að því finnst það vera á sama báti. Við lifum á tímum þegar menn leita sem aldrei fyrr að lausnum,“ segir Asmus. Írska nóbelskáldið Samúel Beckett lést árið 1989, 83 ára að aldri. ■ Enn beðið eftir Godot Leikrit Samuel Beckett heldur áfram að laða að milljónir áhorfenda þótt það sé orðið fimmtugt. Nú hefur verið sett upp sýning í Dyflinni í tilefni hálfrar aldar afmælis leikritsins. NÓBELSKÁLDIÐ BECKETT Hafði skarpa og oft vægðarlausa sýn á ver- öldina og þoldi illa að vera í sviðsljósinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.