Fréttablaðið - 10.01.2003, Page 31

Fréttablaðið - 10.01.2003, Page 31
FÖSTUDAGUR 10. janúar 2003 KÓNGAFÓLK James Hewitt, fyrrver- andi ástmaður Díönu prinsessu, segist hafa áhuga á að selja þau fjölmörgu ástarbréf sem þau sendu hvort öðru. „Já, ég varð áhugasamur þegar mér var boðin há peningaupphæð fyrir bréfin,“ sagði Hewitt í viðtali við Larry King á sjónvarpsstöðinni CNN. Í þættinum kom fram að Hewitt hafi verið boðnar um 520 milljónir króna fyrir bréfin, sem munu vera 64 talsins. Að sögn Hewitt stóð ástarsambandið yfir í fimm ár. Voru bréfin skrifuð þeg- ar hann tók þátt í Persaflóastríð- inu fyrir hönd Bretlands. ■ HEWITT James Hewitt segist hafa átt í fimm ára ástarsambandi við Díönu prinsessu. Fyrrverandi ástmaður Díönu prinsessu: Ástarbréfin til sölu Jazzballett Jazzballett Dugguvogi 12 *Leið 4 stoppar stutt frá Innritun í síma 553 0786 eftir kl. 15.00 * Spennandi Jazzballett og freestyle námskeið fyrir: • 6-7 ára • 8-9 ára • 10-12 ára • 13-14 ára • 16-18 ára * Krefjandi og skemmtilegt jazzballet námskeið fyrir eldri og lengra komna. Kennsla hefst 13 janúar. TÓNLIST Hvítt píanó sem kóngur- inn sjálfur, Elvis Presley, átti eitt sinn hefur verið selt fyrir um 56 milljónir króna. Það var Michael Muzio, formaður Blue Moon Group-fyrirtækisins, sem keypti hljóðfærið af upptökustjóranum Robert A. Johnson frá Memphis. Muzio vonast til að píanóið verði til sýnis víðs vegar um Bandaríkin og fari síðan á sýn- ingu á væntanlegu rokksafni í Disney World. Að sögn kunningja Presley hafði hann gaman af því að spila á hljóðfærið á heimili sínu, Graceland. Presley mun hafa keypt píanóið skömmu eftir að hann keypti Graceland og notað það til ársins 1969. Þá gaf Priscilla Presley, eiginkona hans, honum nýtt Steinway-píanó. ■ Píanó sem Elvis Presley átti: Selt á 56 milljónir PRESLEY Elvis Presley spilaði á hvíta píanóið sitt fram til ársins 1969. MADONNA Níunda platan frá Madonnu er væntanleg. Madonna: Ný smáskífa væntanleg TÓNLIST Söngkonan Madonna ætlar að gefa út smáskífuna „American Life“ í apríl. Þetta verður fyrsta smáskífan af níundu plötu hennar, sem væntanleg er síðar á árinu. Platan hefur enn ekki fengið heiti en uppi hefur verið orðróm- ur um að hún muni heita „Ein Sof“ sem þýðir óendanleiki. Jonas Ackerlund, sem leik- stýrði myndbandi söngkonunnar við lagið „Ray of Light“ mun stýra upptökum á myndbandinu við „American Life.“ ■ Hörkuleg átök þeirra ÖssurarSkarphéðinssonar og Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra í Kryddsíld Stöðvar 2 á gaml- ársdag eru enn til umræðu á kaffistofum landsins. Þar kölluðu formenn- irnir hvorn ann- an dóna og ásak- anir um ósæm- andi orðbragð flugu yfir skálum. Hefur þáttur- inn gengið manna á meðal undir nafninu Dónaþátturinn. Nú hafa gárungarnir rifjað upp fræga ræðu Davíðs Oddssonar í beinni útsendingu þegar hann tók á móti heimsmeisturum okkar í bridds á Keflavíkurflugvelli, sem jafnan var kennd við Bermúdaskál. Í minningu henn- ar og alls þess görótta mjaðar sem veittur var í Kryddsíldinni er nú farið að kalla þáttinn Bermúdasíldina. Hörkugangur var hjá Edduforlagi um jólin, þar sem fokdýr orðabók Marðar Árna- sonar seldist í yfir fimm þúsund eintökum og tilhugalíf Jóns Baldvins í sykruðum um- búðum Kolbrún- ar Bergþórsdótt- ur seldi á annan tug þúsunda. Uppgangur fé- lagsins helgaðist þó ekki síst af al- gerum skiptum í forystu félags- ins, þegar Halldór Guðmunds- son var látinn víkja fyrir Páli Braga Kristjónssyni sem for- stjóri. Páll hefur síðan brillerað við rekstur Eddu og er sagt að Björgólfur Guðmundsson, sem á 68% félagsins, sé mjög ánægður með þróun mála. Unn- ið er að því að finna framtíðar- starf fyrir Halldór innan félags- ins og er þar meðal annars rætt um frekara þróunarstarf fyrir orðabókardeild forlagsins, sem þykir eiga mikla möguleika. Þá er talað um að Halldór, sem er einn ráðgjafa Ingibjargar Sól- rúnar, verði aðstoðarmaður hennar ef hún verður ráðherra í vor. FÓLK Í FRÉTTUM AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.