Fréttablaðið - 11.02.2003, Side 6

Fréttablaðið - 11.02.2003, Side 6
11. febrúar 2003 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Börn 2ja-12 ára í fylgd með fullorðnum greiða 1.833 kr. aðra leiðina EGILSSTAÐA 5.900 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.000 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR /ÍSAFJARÐAR 3.999kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og 4.999 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! EGILSSTAÐA Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.100 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 12.–18. febrúar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 2 01 98 02 /2 00 3 NETTILBOÐ Í MARS Bókanleg til 18. feb. • Ferðadagar: 4.–25. mars Verð frá: Stjórnarmyndun: Mitzna hafnar Sharon JERÚSALEM, AP Amram Mitzna, leiðtogi Verkamannaflokkins, hafnaði boði Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, um að taka þátt í viðræðum um mynd- un nýrrar ríkisstjórnar. Hann sagðist hins vegar reiðubúinn að skipta um skoðun ef Sharon samþykkti að hefja fyrirvara- lausar friðarviðræður við Palestínumenn og byrjaði að rífa niður landnemabyggðir á palestínsku landsvæði. Afar ólíklegt er að Sharon gangi að því. Mikið hefur verið þrýst á Verkamannaflokkinn að taka þátt í stjórnarmyndun með Likud-bandalagi Sharons. Stjórnmálamenn úr flestum flokkum Ísraels hafa lagt áherslu á að flokkurinn taki þátt í stjórnarmyndun. Margir telja að ekki sé hægt að mynda stöðuga ríkisstjórn án þátttöku þessara tveggja flokka. Sharon ræddi við fulltrúa ýmissa flokka, meðal annars hins strangtrúaða Shas og Shinui sem berst gegn áhrifum heittrúarmanna. ■ Ráðuneyti lét Árna leika lausum hala Hæstiréttur segir hvorki menntamálaráðuneyti né Framkvæmdasýslu ríkisins hafa skipt sér af því þó Árni Johnsen hafi í engu hagað störfum sínum í byggingarnefnd Þjóðleikhússins samkvæmt lögum. DÓMSMÁL Hvorki menntamálaráðu- neyti né Framkvæmdasýsla ríkis- ins gerðu athugasemdir þó Árni Johnsen hagaði ekki störfum sínum sem formaður byggingarnefndar Þjóðle ikhúss ins samkvæmt skipun- arbréfi. Hæstirétt- ur bendir á þetta í dómi sínum yfir Árna. Menntamálaráð- herra gaf út skipun- arbréf byggingar- nefndarinnar í febrúar 1996. Nefndinni var með- al annars ætlað að skipuleggja fram- hald uppbyggingar- starfs í Þjóðleik- húsinu, gera áætl- anir um kostnað og tillögur um leiðir og verklag. Þóknun fyrir störfin yrði ákveðin af þókn- ananefnd ríkisins. Árni hafði frá árinu 1989 setið í nefnd sem fjallaði um breytingar á Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhússtjóri og forstöðumaður Framkvæmda- sýslu ríkisins voru skipaðir með Árna í nýju nefndina. Hæstiréttur segir enga formlega fundi hafa ver- ið haldna í nefndinni eða fundar- gerðir verið færðar, eins og gera átti. Aldrei hafi verið fundað með forstöðumanni framkvæmdasýsl- unnar. Þjóðleikhússtjóri hafi ein- faldlega skýrt Árna frá því hvað hann teldi að þyrfti lagfæringar við og Árni síðan falið Ístaki að sjá um verkið samkvæmt reikningi eða þá leyst úr málinu sjálfur: „Ákærði Árni kvaðst í skýrslu hjá lögreglu hafa verið allt í senn formaður nefndarinnar, fram- kvæmdastjóri, samningamaður, sendill og eftirlitsmaður verkefna,“ segir Hæstiréttur. Þrátt fyrir áðurnefnda verkefna- lýsingu liggja engar áætlanir fyrir um kostnað á endurbótum við leik- húsið, né tillögur um leiðir og verk- lag. „Hins vegar töluverður fjöldi reikninga vegna verka og innkaupa, sem ákærði Árni kom persónulega að eða samþykkti sem formaður nefndarinnar og sendir voru Fram- kvæmdasýslu ríkisins til greiðslu.“ Hæstiréttur minnir enn fremur á þá niðurstöðu ríkisendurskoðunar að þriðjungur kostnaðar nefndar- innar væri henni í raun óviðkom- andi því það hafi verið hefðbundinn rekstrarkostnaður leikhússins. „Samkvæmt þessu virðist sem störf nefndarinnar hafi þróast á allt annan veg en fyrrnefnt skipunar- bréf gaf til kynna, en engar athuga- semdir voru gerðar af hálfu menntamálaráðherra eða Fram- kvæmdasýslu ríkisins við verklag nefndarinnar, þótt hún hafi í engu farið í störfum sínum eftir ákvæð- um laga um skipan opinberra fram- kvæmda,“ segir Hæstiréttur. gar@frettabladid.is STJÓRNMÁL Beiðni Kristjáns Páls- sonar alþingismanns til mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins um að fá að nota listabókstafina DD í sérframboði sínu í Suður- kjördæmi virðist falla í grýttan jarðveg. Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra og formaður mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um neinn í mið- stjórninni sem styðji þessa hug- mynd Kristjáns. Virðist forsæt- isráðherra hafa nokkuð til síns máls: „Flokkurinn hefur aldrei sam- þykkt sérframboð og gerir það heldur ekki nú. Það yrði eins og borgarastyrjöld ef menn byrj- uðu á því,“ segir Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum alþingis- maður, sem sæti á í miðstjórn- inni. „Menn verða bara að fara í sín eigin framboð,“ segir hann. Svipaður tónn er í mörgum öðr- um miðstjórnarmönnum og því virðist sem Kristján sé þar á köld- um klaka með beiðni sína: „Ég tel ekki við hæfi að tjá mig um þetta mál Kristjáns fyrr en um það hefur verið fjallað í miðstjórn- inni,“ segir Ellen Ingvadóttir, sem á þar einnig sæti ásamt 26 öðrum. Miðstjórnarmenn Sjálfstæðis- flokksins eru kjörnir að hluta til á landsfundi flokksins, aðrir af þing- flokki og svo eru nokkrir sjálf- kjörnir vegna embætta er þeir gegna fyrir flokkinn. ■ TEKIÐ VIÐ UMBOÐINU Ariel Sharon þáði stjórnarmyndunarumboð úr hendi Moshe Katsavs forseta. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Menntamálaráðherra skipaði Árna Johnsen formann byggingarnefndar Þjóðleikhússins árið 1996. Ráðuneytið gerði engar athuga- semdir við það þó störf Árna samræmdust ekki lögum. Engar athuga- semdir voru gerðar af hálfu mennta- málaráðherra eða Fram- kvæmdasýslu ríkisins við verklag nefnd- arinnar, þótt hún hafi í engu farið í störfum sín- um eftir ákvæðum laga um skip- an opinberra framkvæmda. KRISTJÁN PÁLSSON Litlar undirtektir í miðstjórninni. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: Kristján á köldum klaka ÁRNI JOHNSEN „Ákærði Árni kvaðst í skýrslu hjá lögreglu hafa verið allt í senn formaður nefndarinnar, framkvæmdastjóri, samningamaður, sendill og eftirlitsmaður verkefna,“ segir Hæstiréttur um óvenjulegar og ólöglegar vinnuaðferðir Árna Johnsen. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.