Fréttablaðið - 11.02.2003, Síða 11

Fréttablaðið - 11.02.2003, Síða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 11. febrúar 2003 Flugsæti fyrir alla til Alicante Dúndurtilbo› 24. apríl Tilbo›ssæti 21. maí, 25. júní, 16. júlí, 20. ágúst og 10. sept. 23.630 * Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Sjá nánar á www.plusferdir.is m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Ef tveir ferðast saman, 29.630 kr. á mann. kr. á mann * Flug 19.900 kr. + flugvallarskattar 3.730 kr. = 23.630 kr. - VR ávísun 5.000 kr. = 18.630 kr. á mann Flug - barnaafsláttur + flugvallarskattar - VR ávísun = 23.390 kr. á mann Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 25.240 kr.á mann* Athugi›! Flogi› me› Icelandair í beinu leiguflugi. Brottfarartími frá Íslandi kl. 7.30. Brottfarartími frá Alicante kl. 14.50. Óskum félögum í VR til hamingju me› sumarhúsaúthlutunina á Spáni. ISLAMABAD, AP Skorið hefur verið niður í starfsliði sendiráða Indlands og Pakistan í hvoru hinna landanna um sig. Indverski sendiherrann í Islamabad og fjórir samstarfsmenn hans héldu heimleiðis til Indlands eftir að vera reknir úr landi fyrir njósnir og brugðu Indverjar þá á það ráð að reka heim fimm sendimenn í pakistanska sendiráðinu í Nýju- Delhí. Þetta er í annað skiptið á árinu sem löndin tvö skiptast á að reka heim sendimenn hins landsins, en í síðasta mánuði voru fjórir sendimenn reknir heim úr sendi- ráðum ríkjanna tveggja í höfuð- borgum þessa fjandsamlegu ná- grannaríkja. ■ LANDKYNNING Ákveðið hefur verið að 325 milljónum af fjárlögum verði varið til landkynningar á þessu ári. Það er meira fé en nokkru sinni fyrr. Því til viðbótar er reiknað með að fyrirtæki í ferðaiðnaði leggi fram fjármagn á móti þannig að um hálfum millj- arði verði varið til átaks til að kynna landið erlendis. Hugmyndin er að á móti hverri krónu sem komi frá stjórnvöldum leggi aðilar í ferðaþjónustu krónu á móti og að minnsta kosti tvöfaldi upphæðina. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að á síðasta ári hafi verið farið í sérstaka aðgerð til að efla ferðaþjónustuna hér innanlands. Hún fólst í því að fá fyrirtæki í greininni til að leggja fé á móti þeim fjármunum sem hafi komið frá stjórnvöldum. Það hafi tekist svo vel að ákveðið hafi verið að gera stórátak til að kynna landið erlendis. „Eftir hryðju- verkaárrásirnar 11. september 2001 var það mat okkar að það yrði að bregðast við og efna til sérstaks kynningarátaks. Þá lögð- um við fram 150 milljónir króna til viðbótar við önnur verkefni. Feiknalega góður árangur náðist í því átaki. Því töldum við að yrði að fylgja þeim góða árangri eftir og stórauka framlag í þennan málaflokk á þessu ári,“ segir Sturla. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra hefur verið mörkuð stefna um hvar eigi helst að kynna landið erlendis og í því skyni hefur markaðssvæðunum verið skipt í fjögur svæði. Lögð verður áhersla á að þeir sem sækja um fé til landkynningar komi til með að styrkja ferða- þjónustu um allt land á heilsárs- grunni. ■ Indland og Pakistan: Enn deila grannarnir SENDIR HEIM Á LEIÐ Fimm indverskir sendimenn hófu ferð sína frá höfuðborg Pakistan heim til Indlands eftir að hafa verið reknir úr landi. Áhersla lögð á heilsársstarfsemi: Aukið fé í landkynningu LANDKYNNING Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Elsa Guðjónsdóttir frá samgönguráðuneytinu kynntu hugmyndirnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.