Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2003, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 11.02.2003, Qupperneq 14
FUNDIR 12.15 Á vegum lagadeildar Háskóla Ís- lands og Orators, félags laga- nema, verður haldin málstofa um dóm Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn Árna John- sen o.fl. í stofu L-101 í Lögbergi, húsi lagadeildar. Málshefjendur verða Jónatan Þórmundsson og Róbert R. Spanó. 15.30 Fyrsti ársfundur Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands verður haldinn í hátíðarsal Há- skóla Íslands. Meðal annars flytur Agnes Bragadóttir blaðamaður er- indi sem nefnist Fer viðskiptasið- ferði hrakandi? 20.00 Fræðslunefnd Náttúrulækninga- félags Íslands heldur málþing að Hótel Loftleiðum. Málþingið ber yfirskriftina „Lífsgleði“ . Frum- mælendur eru Anna Valdimars- dóttir sálfræðingur, Helga Soffía Konráðsdóttir prestur, Karl Ágúst Úlfsson leikari, Bridget Ýr McEvoy, verkefnisstjóri í hjúkrun HNLFÍ, og Vilborg Traustadóttir, formaður MS-félags Íslands. 20.00 Myndlistarmennirnir Birgir Snæ- björn Birgisson, Hlynur Hallsson og Ragna Sigurðardóttir flytja er- indi á málþingi um stöðu mynd- listar á nýrri öld á Kjarvalsstöðum. TÓNLEIKAR 12.15 Hulda Björk Garðarsdóttir sópr- an, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Iwona Ösp Jagla píanóleikari flytja dúetta fyr- ir sópran og mezzósópran í Há- degistónleikaröð Íslensku óper- unnar. LEIKLESTUR 20.00 Leikrit Sigurðar Pálssonar, Undir Suðvesturhimni, verður leiklesið í húsnæði leiklistardeildar Listahá- skóla Íslands að Sölvhólsgötu 13. Flytjendur eru nemendur leik- listardeildar ásamt atvinnuleikur- um. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. SÝNINGAR Landssamband hugvitsmanna sýnir í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg í Garðabæ ýmislegt af því sem Íslending- ar hafa fundið upp og komið á markað hérlendis og erlendis. Haukur Helgason, áhugaljósmyndari í 50 ár, opnar ljósmyndasýningu á nokkrum mynda sinna frá síldveiðum áranna 1953-57 á veitingahúsinu Kæn- unni við Hafnarfjarðarhöfn. Sýning á frönskum og belgískum teiknimyndum frá upphafi til samtím- ans stendur yfir í listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir alþjóðlega samsýningin then ...hluti 5. Þar sýna þeir eru Birgir Snæ- björn Birgisson, Miles Henderson Smith, Andrew Child, Gísli Bergmann, Tom Merry og Stefan Bottenberg en sami hópur er einnig með sýningu á Kjarvals- stöðum um þessar mundir. Sýningin er opin til 16. febrúar, alla daga nema mánudaga, milli 13 og 17. Elísabet Ýr Sigurðardóttir sýnir olíu- málverk á striga í Blómaverkstæði Betu, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði, frá 6. febrúar til 6. mars 2003 Tilfinningar heitir myndlistarsýning Freygerðar Dönu Kristjánsdóttur á Te og Kaffi, Laugavegi 27, Reykjavík. Sýningin stendur út febrúarmánuð. Á mörkum málverksins er sameiginleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni Ís- lands. Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr 11. febrúar 2003 ÞRIÐJUDAGUR - veisluhöld allt árið ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR hvað? hvar? hvenær? Hljóðlátir ungir myndlistarmenn Hópur ungra myndlistarmanna, bæði íslenskra og erlendra, sýnir verk sín þessa dagana bæði á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsal. Þeir segjast ekki finna þörf hjá sér til að hrópa og kasta sprengjum. MYNDLIST „Sýningin í ASÍ er eig- inlega bara hvískur. Maður þarf að gefa sér góðan tíma þar,“ seg- ir Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður. „Ég hef aldrei sett upp sýningu sem er jafn lágstemmd í samræðu.“ Hann er þarna að tala um samsýningu breskra og ís- lenskra myndlistarmanna, sem hafa haldið samtals fimm sýn- ingar saman á síðustu tveimur eða þremur árum undir heitinu „then“, eða „þá“. Fyrstu þrjár sýningarnar voru erlendis, en tvær standa nú yfir hér á landi, önnur á Kjarvalsstöðum en hin í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu. „Einhverjum kann að finnast þetta hroki, en okkur fannst mjög skemmtilegt að fá þetta tækifæri til að geta verið með tvær sýningar og haft þær svo- lítið ólíkar. Sýningin á Kjarvals- stöðum er meira stíluð upp á það að sýna það sem við höfum gert til þessa. Þar erum við með klassíska samsýningu, líf og skemmtilegheit þar sem öllu ægir saman. Svo sýnum við nýj- ustu verkin okkar í ASÍ, þar sem við horfum frekar inn á við og höfum lækkað mjög styrkinn í sýningunni.“ Ásamt Birgi eru Miles Hend- erson Smith, Andrew Child, Gísli Bergmann, Tom Merry og Stefan Bottenberg í þessum hópi ungra myndlistarmanna sem fara svolítið ótroðnar slóðir. „Hljóðlát og tilfinningarík“ eru orðin sem Birgir notar um sýninguna í Listasafni ASÍ. „Það er eins og nú sé ríkjandi tilhneiging til þess í myndlist að þurfa ekki að hrópa og öskra og kasta sprengjum. Nóg sé að tala blíðlega. Þannig geti maður kannski náð jafn góðu sambandi við áhorfandann.“ Hann segir markmiðið með sýningunni einmitt vera að hefja samtal við áhorfandann. „Þegar maður hittir einhvern í fyrsta sinn byrjar maður gjarnan á rólegu nótunum.“ Birgir er enn fremur einn þriggja frummælenda á mál- þingi um stöðu myndlistarinn- ar sem haldið verður á Kjar- valsstöðum í kvöld. Tveir aðrir myndlistarmenn, Hlynur Hallsson og Ragna Sigurðar- dóttir, taka einnig til máls. Birgir segist einkum ætla að ræða um sýningarnar tvær á Kjarvalsstöðum og í Ás- mundarsal. „Þetta málþing er skipulagt af Listasafni Reykjavíkur. Það er ábyggi- lega ekki alveg tilviljun að það lendir á sama tíma og þessar tvær sýningar okkar,“ segir Birgir. „Þarna verður meðal annars spurt hvort nú sé ákveðin til- hneiging í myndlistinni að nota hefðbundna miðla og eitthvað sem hægt er að handfjatla. Þetta fellur mjög vel að sýn- ingunum okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is BIRGIR SNÆBJÖRN BIRGISSON „Ég hef líka alltaf sagt um verkin mín að ég sé að hvísla í þeim.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.