Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 1
TRÚMÁL Af 150 starfandi prestum hér á landi eru um hundrað í þjónustu á landsbyggðinni og aðeins fimmtíu á höfuðborgar- svæðinu: „Það er að sjálfsögðu öfugsnúið að aðeins þriðj- ungur prestanna sé á höf- uðborgasvæðinu þar sem mikill meirihluti þjóðar- innar býr,“ segir Jón Helgi Þórarinsson, for- maður Prestafélags Ís- lands. „Margir prestar kvarta yfir því að þeir geti ekki sinnt sálgæslu- störfum sem skyldi í fjölmennum sóknum í þéttbýlinu,“ segir hann. Fjölgun presta á höf- uðborgarsvæðinu hefur alls ekki verið í takt við flutning fólks úr dreif- býli í þéttbýli og reynd- ar ekki heldur hvað varðar fjölgun lands- manna: „Um aldamótin 1900 voru starfandi prestar um 140 talsins á landinu. Nú eru þeir álíka margir þó svo þjóðinni hafi fjölgað margfalt,“ segir formaður Prestafélagsins. Málefni sóknarpresta á smærri stöðum úti á landi er víða við- kvæmt mál því þeir eru oft sam- einingartákn smáþorpa og það sem bindur fólk saman. Bankaúti- búin hverfa eitt af öðru svo og símstöðvarnar: „Ef presturinn fer líka líta margir svo á að fátt sé eft- ir,“ segir Jón Helgi. ■ TÓNLIST Hefði sigrað án símakosningar bls. 21 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 19. febrúar 2003 Tónlist 14 Leikhús 14 Myndlist 14 Bíó 16 Íþróttir 12 Sjónvarp 18 KVÖLDIÐ Í KVÖLD TÓNLEIKAR Lárus H. Grímsson stjórnar Lúðrasveit Reykjavíkur, sem flytur verk eftir Pál P. Páls- son, Elías Davíðs- son, Ronald Binge, Robert W. Smith, Manfred Scheider og Lár- us H. Grímsson á lokatónleikum Myrkra músíkdaga í Borgarleikhúsinu kl. 20.00. Myrkum músík- dögum lýkur Fyrirspurnir til ráðherra FUNDUR Dóra S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla Íslands, ræðir um hvernig skólinn býr fatlaða nemendur undir fullorðinsárin í fyrirlestri sínum í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands v/Stakka- hlíð. Fundurinn hefst kl. 16.15. Skólaganga fatlaðra FUNDUR Fjallað verður um list og samfélag á umræðufundi hug- myndasmiðju Óskar Vilhjálmsdótt- ur á Gallerí Hlemmi. Fundurinn hefst klukkan 10. List og samfélag FÓTBOLTI Manchester United og Juventus mætast í meistaradeild Evrópu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn kl. 19.30. Meistaradeildin AFMÆLI Betra að verða fimmtugur en ekki MIÐVIKUDAGUR 42. tölublað – 3. árgangur bls. 16 KVÆÐAMAÐUR Bara trillukarl frá Íslandi bls. 22 REYKJAVÍKURBORG Þórólfur Árnason borgarstjóri segir ekki tilefni til sérstakrar úttektar á ástæðum skuldaþróunar Reykjavíkurborg- ar. Í greinargerð um fjármál borg- arinnar sem borgarstjóri lagði fram á fundi borgarráðs í gær kom fram að heildarskuldir borg- arsjóðs hækkuðu um 0,5% á tímabil- inu 1994 til 2002, fóru úr 16,3 millj- örðum króna í 16,4 milljarða. Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segir þetta ekki nýjar upplýsingar. „Ef við þurfum að taka einhverja fundi í að út- skýra það fyrir borgarstjóranum út á hvað þetta mál gengur, því miðað við þessar staðhæfingar er hann ekki að átta sig á því, þá verður það gert,“ segir Guðlaugur Þór. „Skuldirnar hafa verið teknar úr borgarsjóði og færðar annað eins og t.d. í Félagsbústaði og Orkuveitu Reykjavíkur. R-listinn hefur hangið saman á bókhalds- æfingunum og það er ekkert ólík- legt að menn séu með eitthvað slíkt núna.“ Greinargerð borgarstjóra var lögð fram vegna fyrirspurnar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í byrjun febrúar. Þeir spurðu meðal annars hvort nýr borgar- stjóri hygðist gera úttekt á ástæð- um mikillar skuldaaukningar Reykjavíkurborgar og hvort hann hygðist beita sér fyrir því að snú- ið yrði af þeirri braut. „Fullar skýringar liggja fyrir og miðað við reynslu fyrri ára er ekki tilefni til að ætla annað en að rekstrarútgjöld borgarinnar hald- ist innan þeirra fjárheimilda sem málaflokkarnir hafa til ráðstöfun- ar. Ætíð er þó tilefni til að leita nýrra leiða til að ná sem bestum árangri,“ segir Þórólfur en bendir á að hugsanlega þurfi að flýta framkvæmdum á þessu og næsta ári vegna þenslu af völdum virkj- anaframkvæmda. Þórólfur segir að yfirferð á fjármálastjórnun borgarinnar hafi verið ákaflega lærdómsrík. Óhætt sé að fullyrða að vinnu- brögð í fjármálastjórn, áætl- anagerð, lána- og eignastýringu, reikningshaldi og fleiru séu um margt mjög til fyrirmyndar. the@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Borgarstjóri hafnar ósk um fjármálaúttekt Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir R-listann hanga í bókhaldsæfingum og er tilbúinn að útskýra málið fyrir nýjum borgarstjóra. Borgarstjóri segist ánægður með fjármálastjórnina. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á miðviku- dögum? 55% 81% „Ætíð er þó tilefni til að leita nýrra leiða til að ná sem bestum árangri.“ REYKJAVÍK Hæg breytileg átt og skýjað en úrkomulítið. Norðvestan 8-13 og dálítil snjókoma. Hiti um frostmark. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Snjókoma 1 Akureyri 5-10 Skýjað 3 Egilsstaðir 10-15 Skýjað 4 Vestmannaeyjar 8-13 Snjókoma 2 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + KIRKJAN Prestar á landinu lítið fleiri nú en fyrir hund- rað árum. Meirihluti úti á landi: Vantar presta í Reykjavík HEILDARSKULDIR OG HREINAR SKULDIR REYKJAVÍKURBORGAR í milljónum króna á verðlagi loka árs 2002 Borgarsjóður 1994 2002 Breyting Breyting í % - Heildarskuldir 16.315 16.403 + 88 + 0,5% - Hrein skuld 11.482 9.492 - 1.990 - 17,33% Samstæða - Heildarskuldir 17.974 52.241 + 34.267 + 190,81% - Hrein skuld 8.137 39.797 + 31.660 + 389,08% ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Fullar skýringar fram komnar á fjármál- um borgarinnar og engin þörf á úttekt. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Ekkert nýtt í greinargerð borgarstjóra. Bókhaldsæfingar að hætti R-listans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ALÞINGI Ráðherrar verða fyrir svör- um á Alþingi í dag. Þingmenn fá svör við spurningum sem þeir hafa lagt fyrir ráðherra að undanförnu. Þingfundur hefst klukkan 13.30.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.