Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 2003 MOLAR LEIKSÝNING Nú um helgina gefst Akureyringum tækifæri til að sjá leikritið um dularfulla gest- inn sem segist vera Guð, Gest- inn eftir Eric-Emmanuel Schmitt í uppsetningu Þíbilju og Leikfélags Reykjavíkur. Gunnar Eyjólfsson og Ingvar Sigurðsson eru í aðalhlutverkum og verður leikritið sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri á laugardag og sunnudag. Auk Gunnars og Ingvars leika þau Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús í sýn- ingunni. Leikstjóri er Þór Tulini- us. Leikmynd og búningar eru eftir Stíg Steinþórsson. ■ Langvarandi verkir virðastþjóðinni ofarlega í huga þenn- an miðvikudag undir þorralok. Svo vill til að tveir fyrirlestrar verða fluttir um meðferð við langvarandi verkjum í dag. Yfir- sálfræðingurinn á Reykjalundi, Inga Hrefna Jónsdóttir, kemur á málstofu hjá sálfræðinemum í Háskóla Íslands í hádeginu til þess að ræða um hugræna með- ferð við langvarandi verkjum, en Margrét Hákonardóttir hjúkrun- arfræðingur ætlar að ræða um slökun við langvarandi verkjum á fundi á Grand hótel í kvöld. Hannes Hólmsteinn Gissurar-son verður hálfrar aldar í dag, hvorki meira né minna, og mun að sjálfsögðu blása til stór- veislu í tilefni dagsins. Súlnasal- ur Hótel Sögu mun hýsa gleðina og veislustjórinn er sjálfur fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, Kjartan Gunnarsson. Kjartan á það til að bregða á leik og muna menn til dæmis eftir ágætri frammistöðu hans í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkra- höfðingjanum. Hannes Hólm- steinn mun hafa farið þess á leit við Kjartan að hann sjái til þess að ræðuhöldum verði stillt í hóf. Þó hefur flogið fyrir að foringinn Davíð Oddsson muni ávarpa sam- komuna sem og sjónvarpsstjarn- an og fyrrum lærisveinn og leigj- andi Hannesar, Gísli Marteinn Baldursson. Þá munu hjónin Rún- ar Freyr og Selma Björnsdóttir stíga á stokk, þó ekki til að flytja tölu, heldur munu þau láta söng- inn óma samkomunni til dýrðar. SAGNFRÆÐI Út úr fornaldarsögum Norðurlanda má lesa margt um ímynd kvenna á fyrstu öldum Ís- landsbyggðar. Þar koma fyrir fög- ur flögð og svikakvendi, vitrar fóstrur og prúðar meyjar í trölla- ham, svo aðeins fátt eitt sé nefnt af kvenpersónum þessara fornu sagna. Auður Ingvarsdóttir sagnfræð- ingur hefur kynnt sér þetta efni og ætlar að halda tveggja kvölda námskeið um það í Þjóðarbókhlöð- unni í Reykjavík. „Mér finnst þessar skemmti- legu sögur hafa verið vanræktar mikið,“ segir Auður. „Öldum sam- an voru þær eitt helsta afþreying- arefni Íslendinga, alveg fram á 20. öld. Þær voru skrifaðar upp aftur og aftur og rímur voru ortar út af þeim.“ Auður hefur mikið fengist við miðaldasagnfræði, en segist þó ekki vera neinn sérfræðingur um fornaldarsögurnar. „Þetta byggist meira á vangaveltum mínum og hugarflugi um það hvernig fólk hugsaði um konur á þessum tíma. En það má lesa margt út úr þess- um sögum hvað fólk taldi vera æskilega kosti við konur, jafnvel þótt það birtist mjög í ýktum myndum. Þarna má líka sjá hug- myndir um valkyrjur og skörunga sem eru með ýmis karlleg ein- kenni. Svo er ég líka að skoða að- eins goðafræðina í sambandi við þetta.“ ■ 20.00 Söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir og píanóleikarinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir nefna sig 4Klassískar. Þær bjóða okkur upp á léttklassísk og klassísk lög í Hafnarborg í Hafnarfirði. Tómas R. Einarsson bassaleikari kryddar sönginn. LEIKSÝNINGAR 20.00 Tvöfaldi farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður af Gísla Rúnari Jóns- syni. 20.00 Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare er sýnd á Litla sviði Borgarleikhússins í djarfhuga uppfærslu Vesturports. SÝNINGAR Í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, eru sýnd verk eftir Finn Arnar Arnarsson, Hlyn Hallsson og Jessicu Jackson Hutchins. Opið 13-17. Nú stendur yfir fyrsti hluti fjölbreyttrar myndbanda- og gjörningadagskrár í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Í fyrsta hlutanum, sem nefnist Hátt og skýrt, eru sýnd níu DVD-verk. Opið 10- 17. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýning ungra íslenskra og breskra listamanna. Sýningin ber heitið “then ...hluti 4 - minni forma“. Opið 10-17. Anna Líndal hefur komið sér fyrir í nýju sýningarrými í kjallara Listasafns Ís- lands með innsetningu og vídeóverk. Opið 11-17. Ósk Vilhjálmsdóttir hefur komið upp hugmyndasmiðju í Gallerí Hlemmi. Hugmyndasmiðjan er opinn vettvangur fyrir alla sem vilja ræða og rannsaka möguleika lífsins í landinu. Opið 14-18. Aftökur er sameiginleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni Akureyrar. Ein þeir- ra fjallar um útrýmingarherferð Hitlers á hendur hommum, önnur um aftökuher- bergi í Bandaríkjunum og sú þriðja um síðustu máltíðir dauðadæmdra fanga. GUNNAR EYJÓLFSSON OG INGVAR SIGURÐSSON Gesturinn var sýndur við miklar vinsældir á Litla sviði Borgarleikhússins á liðnu ári. Leikhús á faraldsfæti: Gesturinn til Akureyrar Ímynd kvenna í fornaldarsögum Norðurlanda: Vænar og vitrar, ódælar og stórlyndar AUÐUR INGVARSDÓTTIR Í kvöld verður fyrri hluti námskeiðs hennar um ímyndir kvenna til forna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.