Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 12
12 19. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Stórútsala Yfirhafnir í úrvali 20-50% afsláttur Fyrstir koma, fyrstir fá Allt á að seljast BOX Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur aflýst fyrirhuguðum bardaga við Clifford Etienne sem átti að fara fram á laugardag í Memphis. Hann segist vera með flensu og maga- kveisu. Tyson hefur ekki keppt í boxi síðan hann steinlá fyrir Lennox Lewis í júní síðastliðnum. Óvíst er hvort þeir muni mætast í hringn- um á ný í sumar eins og þeir voru búnir að ákveða. „Mér þykir leitt að hafa brugð- ist aðdáendum mínum um allan heim,“ sagði Tyson í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Ég er ekki í mínu besta formi og ég slæst ekki nema ég sé það. Ég hef legið í flensu síðustu fimm daga og ég vona að það sé hægt að finna nýja dagsetningu fyrir bardagann.“ Síðustu daga hafa borist fréttir þess efnis að ekki væri allt með felldu í herbúðum Tyson. Hann missti meðal annars af flugi frá Las Vegas til Memphis á mánudag. Jeff Fenech, náinn vinur hans og þjálfari, flaug til sín heima fyrir skömmu þar sem Tyson hafði ekki látið sjá sig á æfingum í síðustu viku. ■ MIKE TYSON Óvíst er hvort hann mætir Lennox Lewis í hringnum í sumar eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Mike Tyson: Aflýsir bardaga vegna flensu og magakveisu Fram Reykjavíkurmeistari: Sigur eftir víta- spyrnukeppni FÓTBOLTI Fram varð Reykjavík- urmeistari í knattspyrnu karla á mánudag þegar liðið lagði Fylki að velli, 7-6, eftir vítaspyrnu- keppni. Jón B. Hermannsson kom Fylki yfir rétt fyrir leikhlé. Kristján Brooks náði að jafna en þar við sat og þurfti að framlengja. Hvor- ugu liðinu tókst að skora í fram- lengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Framarar höfðu betur í víta- spyrnukeppninni, skoruðu úr sex spyrnum gegn fimm spyrnum Fylkismanna. Fram varð síðast Reykjavíkur- meistari árið 1998. ■ Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að at- vikið í búningsklefa liðsins á laugardag hafi verið „furðulegt slys“. Atvikið átti sér stað eftir 2- 0 tap Manchester United gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni. Ferguson kom æfur inn í búnings- klefann og sparkaði í fótboltaskó sem lenti í andliti David Beck- ham. Suma þurfti tvö spor í auga- brún enska landsliðsfyrirliðans. „Svona atvik geta átt sér stað í búningsklefanum,“ sagði Fergu- son. „Þetta var furðulegt slys sem mun ekki endurtaka sig.“ Ekki er talið að Ferguson hafi ætlað sér að meiða Beckham þeg- ar hann lét skapið hlaupa með sig í gönur. Talsmaður United vildi ekki tjá sig um atvikið á laugardag. „Það sem gerist í búningsklefan- um er einkamál.“ ■ SKAPBRÁÐUR Alex Ferguson er afar skapbráður maður. Hann var þó búinn að róa sig þegar hann fylgd- ist með leik Parma og Juventus. Manchester United mætir síðarnefnda liðinu í Meistara- deild Evrópu í kvöld. Alex Ferguson um skóatvikið: „Furðu- legt slys“ FIRMAKEPPNI FH! Firmakeppni FH í innanhússfótbolta hefst laugardaginn 22. febrúar. Riðlakeppni hefst klukkan 12.00 og er áætlaður tími á hvern riðil 120 mínútur. Keppt er í 8 fimm liða riðlum og stendur hver leikur yfir í 10 mínútur. Fjórir leikmenn spila í hverju liði, enginn markvörður. Riðlakeppni lýkur milli kl. 20.00 og 20.30. 16 liða úrslit hefjast í kjölfarið. Verð kr. 15.000 Fyrirtæki og aðrir hópar eru hvött til að skrá sig og sýna hvað í þeim býr á knattspyrnuvellinum. Skráningu lýkur á fimmtudagskvöld. Nánari upplýsingar í símum 824 2670, 891 8181 og 849 2077. 15.00 Stöð 2 Mörkin úr síðustu umferð spæn- sku úrvalsdeildarinnar verða sýnd. 18.00 Sýn Greint verður frá helstu sportvið- burðum í Sportinu með Olís. 19.30 Sýn Manchester United fær Juventus í heimsókn í D-riðli Meistaradeild- ar Evrópu. United er efst í riðlin- um en Juve í öðru sæti. Bein út- sending. 21.40 Sýn Real Madrid og Dortmund eigast við í Meistaradeild Evrópu. Madr- ídarliðið ætlar sér sigur enda að- eins hlotið eitt stig í C-riðli. 22.25 RÚV Sýnt verður úr leikjum Íslands- mótsins í handbolta í Handbolta- kvöldi. 23.30 Sýn Greint verður frá helstu sportvið- burðum í Sportinu með Olís. 20.00 Njarðvík Njarðvík og Haukar mætast í 1. deild kvenna í körfu. ÍÞRÓTTIR Í DAG FÓTBOLTI Manchester United og Juventus hafa mæst sex sinnum í Meistaradeildinni til þessa. Síð- ustu viðureignir liðanna voru í undanúrslitum árið 1999 og lauk þeim með samanlögðum 4:3 sigri United. United kláraði síðan dæmið og hampaði titlinum eftir æsilegan úrslitaleik gegn Bayern München. Juventus á því harma að hefna á Old Trafford í kvöld. Liðið, sem vann Basel með fjórum mörkum gegn engu í síðasta leik sínum í Meistaradeildinni, verður án markaskorarans Al- essandro Del Piero, sem er meiddur. Sir Alex Fergu- son, knattspyrnu- stjóri United, segir Juventus vera helstu hindrunina á leið liðsins í 8 liða úrslit keppninnar. „Ég veit að þetta verður erf- iður leikur. Juventus er með fjögur stig. Við erum hins vegar með sex og höfum náð frábærri byrjun. Ef við náum 10 stig- um fljótlega og komust áfram í keppninni skiptir það öllu máli. Ef við göngum út af Old Trafford með níu stig þá er ég nokkuð viss um að við komust áfram.“ Óvíst er hvort David Beckham, sem er með skurð á augabrún eft- ir viðskipti sín við Ferguson fyrr í vikunni, geti leikið með United vegna meiðsla. Argentínumaður- inn Juan Sebastian Veron er einnig meiddur og verð- ur að öllum líkindum ekki með í kvöld. Í hinum leik D-riðils eig- ast við Deportivo frá Spáni og svissneska liðið Basel, sem hefur tapað báðum leikjum sínum í riðlinum til þessa. Deportivo þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér í keppninni. Nífaldir Evrópumeistarar Real Madrid taka á móti þýska liðinu Dortmund í C-riðli. Madrid hefur aðeins náð í eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum og verður að sigra í kvöld til að rétta sinn hlut. AC Milan og Lokomotiv frá Moskvu mætast í hinum leik rið- ilsins. Milan hefur leikið mjög vel í Meistaradeildinni til þessa og er með fullt hús stiga. Lokomotiv, sem gerði jafntefli við Real Ma- drid í síðasta leik sínum í deild- inni, á því erfiðan leik fyrir hönd- um á San Siro, heimavelli Milan. ■ Juventus á harma að hefna gegn United Fjórir leikir verða háðir í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Manchester United og Juventus á Old Trafford í D-riðli. Meistarar Real Madrid stefna á sinn fyrsta sigur í C-riðli gegn Dortmund. LEIKIR KVÖLDSINS C-riðill: Real Madrid-Dortmund AC Milan-Lokomotiv D-riðill: Basel-Deportivo Man.Utd-Juventus STAÐAN C-riðill: L S AC Milan 2 6 Dortmund 2 3 Lokomotiv 2 1 R. Madrid 2 1 D-riðill L S Man. Utd 2 6 Juventus 2 4 Deportivo 2 1 Basel 2 0 VAN NISTELROOY Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy hefur verið á skotskónum með United á leiktíðinni. Hann verður í sviðsljósinu á Old Trafford í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.