Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 2003 ÞRÝST Á NÝJA ÁLYKTUN Banda- ríkjamenn og Bretar ætla að nota vikuna til að reyna að fá sam- þykki fyrir nýrri ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna sem heimilar beitingu hervalds til að afvopna Íraka. EFTIRLIT ÚR LOFTI Vopnaeftirlits- menn hafa notað bandaríska U-2 njósnavél til að leita að bönnuð- um vopnum í Írak. Fyrsta slíka flugið átti sér stað á mánudag. Írakar höfðu þá samþykkt slíkt flug eftir að hafa hafnað því í fyrstu. FÁUM STUÐNING ÞEGAR ÞAR AÐ KEMUR Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, segist gera ráð fyrir því að al- menningsálit í Bretlandi muni snúast til fylgis við hernaðarað- gerðir í Írak þeg- ar og ef þær hefj- ast. Samkvæmt nýrri könnun The Guardian eru 52% Breta andvíg stríði. BREIKKANDI GJÁ Talið er að harkalegar skammir Jacques Chiracs Frakklandsforseta í garð þeirra austur-evrópskra ríkja sem lýstu yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjanna kunni að verða til þess að ala á óeiningu í Evrópu. Chirac sagði þjóðirnar stefna möguleikum sínum á aðild að Evrópusambandinu í hættu. BIL BEGGJA? Leiðtogar Evrópu- sambandsríkja lýstu stuðningi við kröfu Breta og Bandaríkja- manna um að Írakar yrðu afvopn- aðir en tóku einnig undir tilraun- ir Frakka og Þjóðverja til að gera það án stríðsátaka. Írakar voru sagðir fá eitt síðasta tækifæri til að verða við kröfum Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar ríkja sem stefna á aðild á næstu árum tóku undir. KREFJAST 800 MILLJARÐA Í STUÐNING Tyrkir vilja fá allt að 800 milljarða króna í stuðning frá Bandaríkjamönnum og upp undir tvöfalda þá upphæð í lang- tímalán gegn því að heimila Bandaríkjaher afnot af landinu vegna innrásar í Írak. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en þeir höfðu áður krafist. Féð á að bæta kostnað sem hlýst af stríð- inu og fyrirsjáanlegum fólks- flótta frá Írak. MÓTMÆLI BREYTA ENGU George W. Bush Banda- ríkjaforseti segist ekki breyta af- stöðu sinni þrátt fyrir fjölmenn mótmæli gegn innrás í Írak. „Ég er, virðingarfyllst, ósammála.“ VOPN FYRIR 400 MILLJARÐA Rússar fluttu út vopn fyrir and- virði um tæpra 400 milljarða króna á síðasta ári. Þeir seldu vopn til 76 landa og juku hlut- deild sína á vopnamarkaði í suð- austur-Asíu, Afríku og rómönsku Ameríku. FÓTBOLTAMEIÐSL FORSÆTISRÁÐ- HERRA Annar fótur Zoran Djindjic, for- sætisráðherra Serbíu, var í gifsi þegar hinn fimmtugi forsætisráð- herra mætti til vinnu eftir helgina. Hann slasað- ist þegar hann var að leika sér í fótbolta. EVRÓPA ÍRAKSDEILAN Þingkonur Sjálfstæðisflokks vilja kortleggja vegamál höfuðborgarinnar: Vilja skýrslu um stórframkvæmdir SAMGÖNGUR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og þrjár aðrar þingkonur Sjálfstæðisflokksins vilja að samgönguráðherra geri úttekt á jarðgangakostum, mögu- legum brúarmannvirkjum og öðr- um stórframkvæmdum sem ráð- ast þarf í á næstu árum í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu. Úttektin feli jafnframt í sér kostnaðar- og arðsemismat á framangreindum framkvæmdum. Í greinargerð með þingsályktunartillögu þessa efnis segir að megintilgangurinn sé að stuðla að því að ráðist verði í vinnu sem nauðsynleg er til að unnt sé að öðlast heildaryfirsýn yfir nauðsynlegar stórfram- kvæmdir í vegagerð á höfuðborg- arsvæðinu á næstu árum og ára- tugum. Mikilvægi greiðra samgangna á þessu svæði sé öllum ljóst. Lagt er til að ráðherra, í samráði við sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu, geri tillögu að forgangsröðun þessara verkefna. Úttektin ásamt tillögu um forgangsröðun verk- efna verði lögð fyrir Alþingi í síð- asta lagi 1. nóvember 2003. ■ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Leggur til að jarðgöng, brýr og aðrar stór- framkvæmdir í vegamálum á höfuðborgar- svæðinu verði kortlagðar. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI Orkuveitan: Flýta fram- kvæmdum AÐGERÐIR Framkvæmdum hjá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir á annan milljarð króna verður flýtt svo þær fari fram á þessu ári og því næsta í stað áranna 2005 og 2006. Með því er hægt að auka eft- irspurn eftir vinnuafli og sporna þannig gegn vaxandi atvinnuleysi. Stærstu verkefnin sem má flýta eru vinna við vatnsból, lághitabor- holur og fleira fyrir um hálfan milljarð króna, vinna við dreifi- kerfi fyrir 200-400 milljónir og framkvæmdir á Nesjavöllum fyrir um 220 til 250 milljónir. Heildar- upphæðin getur numið 1,2 til 1,7 milljörðum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.