Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 10
10 19. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Í tilefni þess að Fréttablaðið birt-ir í dag niðurstöður skoðana- könnunar um til hvaða stjórnmála- manna fólk ber mest traust – og reyndar líka hverj- um fólk treystir síst – vil ég skrifa aðeins um hlut persóna í pólitík. Sú skoðun er nú orðin æði vinsæl að hlutur persóna – og þá einkum til- tekinna tveggja persóna – sé orðinn helst til stór. Það heyrist líka æði oft að hyggilegra sé að taka afstöðu út frá málefnum fremur en mönnum. Að vissu leyti er það rétt – en að vissu leyti er það rangt. Gott málefni er einskis virði ef þeir sem halda því fram eru ekki menn til að koma því í fram- kvæmd. Á sama hátt getur at- orkusamur maður með vondan málstað verið stórhættulegur. En það er skárra að hafa atorku- samt fólk við stjórnvölinn þótt það haldi sjaldnast réttri stefnu en fólk sem kemur aldrei neinu af sínum góðum hugmyndum í framkvæmd. Hinn atorkusami getur rétt kúrsinn á leiðinni og þótt hann komist kannski ekki í mark á endanum þá kemst hann nærri því. Hinn situr eftir og á endanum skiptir engu hversu góðar hugmyndir hann hafði. Það hefði engu breytt þótt þær hefðu verið verri. Það vill oft gleymast að samfé- lag okkar er samansett úr einstak- lingum. Án þeirra er samfélagið ekkert. Og það gerist ekkert í þessu samfélagi nema fyrir til- verknað einstaklinga. Við getum smíðað okkur menningarstefnu fyrir ríkisvaldið en hún skiptir í raun engu máli. Það er fólk eins og Guðbergur, Björk og Baltasar sem búa til íslenska menningu – einnig Birgitta Haukdal, Sverrir Storm- sker og Svavar tískulögga. Og svo allt fólkið sem les, horfir og hlust- ar; notar menninguna. Sama á við um öll önnur svið samfélagsins. Atvinnustefna stjórnvalda er aukaatriði. Aðalatriðið er að okkur takist að fóstra dugmikla fram- kvæmdamenn sem leita tækifæra og nýta þau. Skólakerfið er dautt þar til kennarar taka áskorun starfsins og reyna í einlægni að hafa áhrif til að nemendur þeirra þroskist til almennilegrar mennsku. Maturinn er meira að segja vondur þar til einhver gefur af sér við eldamennskuna. Af sömu ástæðu er pólitík án persóna bæði óhugsandi og óæski- leg. Við þörfnumst þess að ein- hverjir taki það að sér að holdgera stjórnmálahugmyndir í áræðni sinni, kjarki og skynsemi. Það er ekki fyrr en hugmynd fær að dafna í manneskju að hún verður einhvers virði. ■ Atvinnustefna stjórnvalda er aukaatriði. Aðalatriðið er að okkur takist að fóstra dug- mikla fram- kvæmdamenn sem leita tæki- færa og nýta þau. Hvers virði er málefni án manna? skrifar um persónupólitík. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Til leigu/sölu Til leigu/sölu rúmleg 270m2 gott atvinnuhúsnæði við Stórhöfða. Hentar vel til hvers konar reksturs. Góðar innkeyrsludyr, góð lofthæð. Upplýsingar í síma 892-4243. Skelfing var það lágkúruleggrein sem Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifaði í Fréttablaðið nú í vik- unni. Þingmaðurinn virðist vera í einhverju taugaveiklunarkasti vegna lélegs gengis Framsóknar- flokksins í skoðanakönnunum og sést raunar ekki fyrir. Magnús heldur því fram að Ingibjörg Sól- rún hafi tekið sér það hlutverk að fylkja liði höfuðborgarbúa gegn landsbyggðinni. Svo langt gengur þingmaðurinn að hann heldur því fram að Ingibjörg Sólrún ætli sér að breyta þingfundum Alþingis í hreppsnefndarfundi fyrir Reykja- vík. Nú eru svona ummæli í sjálfu sér ekki svara verð, þau eru hlægileg og dæma sig auðvitað sjálf. Dylgjur þingmannsins kalla þó á að hann sé upplýstur um skiptingu á vegafé á undanförn- um árum. Þingmenn höfuðborgarsvæðis- ins hafa gegnum árin haft mikinn skilning á því að obbinn af vegafé hafi farið í vegabætur úti á lands- byggðinni – og oft hlotið bágt fyr- ir frá sínum kjósendum á höfuð- borgarsvæðinu. Á árunum 1999- 2002 hafa þannig einungis um 4 milljarðar af 24 milljarða fjár- veitingu (á verðlagi 2003) til ný- framkvæmda runnið til höfuð- borgarsvæðisins eða um 17%. Þetta ber líka að skoða í ljósi þess að umferðarþunginn hefur farið stöðugt vaxandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu er síaukin slysahætta, enda annar gatna- kerfið engan veginn umferðar- þunganum á helstu álagstímum. Við sem höfum gagnrýnt hve lítið kemur í hlut höfuðborgar- svæðisins af þeim 6,3 milljörðum sem nú á að verja til atvinnuskap- andi aðgerða höfum gegnum ár og áratugi haft mjög mikinn skilning á vegaframkvæmdum á lands- byggðinni. Nú ætlumst við líka til þess að sá skilningur sé gagn- kvæmur og að við fáum fjármagn til þess að mæta vaxandi slysa- hættu og umferðarþunga á vega- kerfinu á höfuðborgsvæðinu, ekki síst í Reykjavík. Af 6,3 milljörð- um króna ætlar ríkisstjórnin ein- ungis að verja einum milljarði á höfuðborgarsvæðið, þó 64% at- vinnulausra á landinu öllu séu á þessu svæði. Auk þess gagnast vegaframkvæmdir lítið til að draga úr atvinnuleysi kvenna, en liðlega helmingur atvinnulausra eru konur. Þar fyrir utan er að koma í ljós að einungis á að verja 400 milljónum af þessum 1 millj- arði til vegaframkvæmda í Reykjavík. Þetta er auðvitað óviðunandi – ekki síst í ljósi þess að þungi framkvæmda á næstu árum verður í stóriðjuverkefnum á landsbyggðinni. Samfylkingin berst fyrir hagsmunum lands- manna allra og við tökum ekki þátt í þeim ljóta leik að reyna að búa til gjá milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar, eins og Magnús reynir í sinni grein. Við viljum að hér búi ein þjóð í einu landi. Kannski ættu Magnús og fé- lagar í Framsóknarflokknum að íhuga hvers vegna fylgið er að hverfa í Reykjavík. Það skyldi þó ekki vera fyrir svona sjónarmið, sem Magnús setur fram í grein sinni og endurspegla algjört skilningsleysi á málefnum höfuð- borgarinnar. Magnús gæti skrif- að formann sinn út af þingi með þessu áframhaldi. ■ SAMEINAST Í SORGINNI Aðstandendur þeirra sem létust á nætur- klúbbnum voru harmi slegnir er þeir mættu á blaðamannafund vegna málsins en lýsingar gestanna á því hvernig fólkið barðist fyrir lífi sínu í mannþrönginni inni á klúbbnum voru afar átakanlegar. Næturklúbbur í Chicago: Öryggismál í ólestri CHICAGO, AP Öryggismálum var stórlega ábótavant á nætur- klúbbnum E2 í Chicago þar sem 21 maður lést og 57 slösuðust þeg- ar öngþveiti myndaðist inni á staðnum og gestirnir ruddust að útgöngudyrum. Eiganda klúbbsins hafði þegar í júlí á síðasta ári verið afhentur dómsúrskurður þess efnis að loka bæri skemmtistaðnum tafarlaust vegna brota á öryggisreglum en meðal þess sem gerð var athuga- semd við var skortur á útgöngu- leiðum. Þegar slysið átti sér stað voru um 500 manns á nætur- klúbbnum og þyrptust allir að sama útgangi. Borgaryfirvöld hafa lýst því yfir að höfðað verði mál á hendur eigandanum en þar sem ýmis at- riði eru enn óljós varðandi dóms- úrskurðinn er ekki á hreinu hvort hægt verður að draga hann til ábyrgðar. ■ Gullhringur: Síbrota- menn dæmdir DÓMSMÁL Tveir síbrotamenn hafa verið fundnir sekir um viðskipti með stolinn gullhring með græn- um steini. Þeim mannanna sem keypti hringinn af hinum var ekki gerð sérstök refsing. Hann hefur hlotið 27 refsidóma frá árinu 1974. Sá sem seldi honum hringinn fékk 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann hefur hlotið tíu refsidóma frá árinu 1981. Hringnum hafði þriðji maður- inn stolið í innbroti í gullsmíða- verkstæði í október 2001. Þegar viðskipti fyrrgreindu mannanna tveggja fóru fram var enn 39 þús- und króna verðmiði á hringnum. Hann var seldur á 10 þúsund. ■ alþingismaður svarar skrifum Magnúsar Stefánssonar. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Um daginn og veginn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AF LI Ð I Gáðu að þér, Magnús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.