Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 6
6 19. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 22 1. 2. 3. Aðildarríkjum Nató tókst að setja niður deilur sínar og sam- þykkja aðstoð við Tyrki, komi til átaka við Íraka. Hvað heitir framkvæmdastjóri Nató? Hvaða stétt innan heilbrigðis- geirans hefur ákveðið að hætta þjónustu um kvöld og helgar af ótta við sjúklinga? Hvað hét skipið sem lagðist þvert í innsiglinguna í Grinda- vík? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 79.41 1.28% Sterlingspund 126.96 1.21% Dönsk króna 11.46 1.42% Evra 85.18 1.42% Gengisvístala krónu 123,63 0,02% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 504 Velta 8.793 milljónir ICEX-15 1.359 0,12% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 1.679.539.708 Eimskipafélag Íslands hf. 67.882.567 Fjárfestingarf. Straumur hf. 55.886.165 Mesta hækkun Olíuverslun Íslands hf. 5,15% Íslenskir aðalverktakar hf. 2,70% Ker hf. 2,63% Mesta lækkun Skýrr hf. -10,68% Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. -8,33% Kögun hf. -2,72% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8042,8 1,7% Nasdaq*: 1334,3 1,8% FTSE: 3723,4 0,8% DAX: 2725,7 0,6% Nikkei: 8693,0 -0,9% S&P*: 848,8 1,7% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 GUBBAÐI Í BÍL Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda í Gnoðarvogi að- faranótt sunnudagsins. Ágrein- ingur hafði orðið milli leigubíl- stjóra og farþega eftir að sá síðarnefndi gubbaði í bílinn. Með einhverjum hætti endaði farþeginn á vélarhlífinni og síð- an undir bílnum. Hann var fluttur á slysadeild með minni- háttar meiðsl. MISSTI DEKKIÐ OG NÚMERIÐ Dekk losnaði undan bíl á Miklu- braut við Grensásveg síðdegis á laugardag og hafnaði á tveimur bílum. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að bíllinn hafði ekki verið færður til endur- skoðunar á réttum tíma og að ökumaður var réttindalaus. Númer voru klippt af bifreið- inni. Innlendir framleiðendur auglýsa mest: Bjór auglýstur fyrir 40 milljónir ÁFENGISAUGLÝSINGAR Innflytjendur bjórs auglýstu ekki fyrir nema brot af því sem innlendir framleiðendur auglýstu fyrir á síðasta ári. Alls voru bjórvörumerki auglýst fyrir 42 milljónir króna á síðasta ári. Arn- ar Ottesen, markaðsstjóri Austur- bakka, segir fullyrðingar Þorgerðar Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Áfengis og vímuvarnarráðs, ekki standast. Þorgerður sagði að inn- flytjendur væru jafnvel verri en innlendir framleiðendur í markaðs- setningu sem beint sé að ungu fólki. Arnar segir tölur frá Íslenskum markaðsrannsóknum fyrir síðasta ár sýna að innflytjendur auglýsi lít- inn hluta þess öls sem auglýst sé. Vörumerkin eru þó í mörgum tilvik- um erlend, þó innlend framleiðslu- fyrirtæki ýmist framleiði þau eftir einkaleyfi eða flytji þau inn. „Við sem flytjum inn bjór erum því höfð fyrir rangri sök.“ Arnar segist hins vegar fagna umræðu um úrelt regluumhverfi áfengisauglýsinga í kjölfar dóms í Svíþjóð þar sem auglýsingabanni á áfengi var hnekkt. ■ VEÐUR Aftakaveður var á Austur- landi í fyrrinótt. Veðrið kom mönnum í opna skjöldu þar sem engin viðvörun um óveðrið var send út. Á fimmta tug manna voru við björgunarstörf um nóttina þegar mest var. Kepptust menn við að bjarga verðmætum og koma í veg fyrir frekara tjón. Tuttugu og fjögur íbúðarhús urðu fyrir skemmdum og steypustöð fauk um koll. Björgunarsveitarmaður á fer- tugsaldri slasaðist illa þegar kerra fauk á hann í einni vind- hviðunni. Hann höfuðkúpubrotn- aði og skaðaðist á handlegg. Mað- urinn lá á Sjúkrahúsinu á Seyðis- firði en vonir stóðu til að hægt væri að flytja hann til Reykjavík- ur í gærdag. Í óveðrinu fuku þakplötur af húsum og dæmi eru um að hálft þak hafi fokið af húsi auk þess sem timbur flettist af öðru húsi. Dæmi eru um að bílskúrar hafi hreinlega splundrast í veður- hamnum og fokið út í buskann. Gámur, þar sem geymdur er Oldsmobile árgerð 1957, tókst á loft og endaði úti í á. Þangað fauk líka gamall landgangur af ferju. Rúður hreinlega splundr- ast í nokkrum bílum vegna veð- urhamsins. Lögreglan á Seyðis- firði segir tjónið mikið. Aðalheiði L. Borgþórsdóttur, ferðamálafulltrúa í Seyðisfirði, varð ekki svefnsamt um nóttina. „Það voru svo mikil læti í veðr- inu að ég hef sjaldan lent í öðru eins. Það var engu líkara en að húsið ætlaði að fjúka af stað. Það náði enginn að festa svefn fyrr en undir morgun en þá tókst það ekki síst vegna mikillar þreytu.“ Á Vopnafirði barst Lands- björg útkall rétt eftir klukkan sjö í fyrrakvöld þegar þakið af Fiskmarkaðnum fór að losna. Hjálparbeiðni barst einnig frá Neskaupstað en þar þurfti að fergja lausa hluti. Þá voru raf- magnstruflanir sem gerðu björgunarsveitarmönnum erfið- ara fyrir. Samkvæmt vindmæli á Fjarð- arheiði var meðalvindhraði meira en 30 metrar á sekúndu og fóru mestu hviðurnar í 40 metra. kolbrun@frettabladid.is BANNAÐ AÐ AUGLÝSA Óáfengur bjór var auglýstur fyrir fjörutíu milljónir króna í fyrra. Innlendir framleið- endur auglýsa mun meira en bjórinnflytj- endur. AUGLÝSINGAKOSTNAÐUR BJÓRFRAMLEIÐENDA OG INNFLYTJENDA ÁRIÐ 2002: 1. Thule 10.0 milljónir 2. Víking 8.6 milljónir 3. Carlsberg kr. 6.4 milljónir 4. Tuborg kr. 3.5 milljónir 5. *Beck’s kr. 3.5 milljónir 6. *San Miguel kr. 2.8 milljónir 7. Grolsch kr. 2 milljónir * innflytjandi Heimild: Gallup - Íslenskar markaðsrannsóknir BÍLSKÚRINN HORFINN Eigendum bílskúrsins á Vesturvegi á Seyðisfirði brá heldur í brún þegar þeir uppgötvuðu að skúrinn væri fokinn. LJ Ó SM YN D : Ó LA FU R SV EI N B JÖ R N SS O N Heilu bílskúrarnir fuku út í buskann Aftakaveður var fyrir austan í fyrrinótt. Tuttugu og fjögur hús skemmdust. Björgunarsveitarmaður höfuðkúpubrotnaði. GÁMURINN TÓKST Á LOFT Í veðurhamnum fauk þessi gámur út í á en innanborðs er bíll af gerðinni Oldsmobile, ár- gerð 1957. Líklega er bíllinn illa farinn. ÞAKIÐ ÓNÝTT Tuttugu og fjögur hús skemmdust í óveðrinu, þar á meðal þetta hús við Garðarsveg. Hæfismat eigenda BÍ: Næst varla fyrir aðal- fund EINKAVÆÐING Gagnaöflun Fjármála- eftirlitsins vegna kaupenda Búnað- arbankans er ekki lokið. Páll Gunn- ar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, segir ekki hægt að segja á þessu stigi hvenær henni lýkur. Lögum samkvæmt hefur Fjármála- eftirlitið 30 daga frá því að gagna- öflun lýkur til að úrskurða um hæfi hópsins til þess að fara með ráðandi hlut. Aðalfundur bankans verður haldinn 1. mars. Miðað við stöðuna er ólíklegt að nýir eigendur verði komnir með atkvæðisrétt þá. ■ ÆTTLEIÐINGAR Íslenskir kjör- foreldrar sem fá börn til ætt- leiðingar frá öðrum löndum eiga ekki kost á styrkjum úr ríkissjóði vegna ættleiðingar- innar. Á hinum Norðurlönd- unum fá kjörforeldrar hins vegar styrki ættleiði þeir barn frá öðrum löndum. Þetta kemur fram í svari dóms- málaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur, Samfylkingunni. Fram kemur að danskir kjörforeldrar fá rúmar 437 þúsund krónur í ættleiðingarstyrk, í Finnlandi nemur styrkurinn frá 161 þúsundi til 383 þúsunda, eftir því frá hvaða landi barn er ættleitt, í Noregi fá kjörforeldrar rúmar 260 þúsund krónur og í Sví- þjóð nemur ættleiðingar- styrkurinn rúmum 370 þúsund krónum. Fram kemur í svarinu að ekki er nein heimild í íslenskum skattalögum til að taka tillit til kostnaðar vegna ættleiðingar barns frá útlöndum. Við lauslega athugun Ríkisskattstjóra fundust dæmi um að skattstjórar virtust hafa ívilnað kjörforeldrum vegna mikils kostnaðar við ættleiðingar frá útlöndum en talið var að þar hefði ekki verið staðið rétt að málum. Þess er ekki getið hvort krafist var endur- greiðslu vegna þeirra ívilnana. ■ Óveðrið: Landslagið réði úrslitum VEÐUR Helga Ívarsdóttir veður- fræðingur segir spá Veðurstofunn- ar um veðurfar í fyrrinótt hafa gengið eftir að mestum hluta. Spáð hafi verið 25 m/s og samkvæmt sjálfvirkri veðurathugunarstöð sem staðsett er á Seyðisfirði gekk það eftir. Sýndu mælingar að klukkan tvö um nóttina hafi meðal- vindhraði mælst 24 m/s. „Aftur á móti sýndu mælingar að í mestu vindhviðunum komst vindhraði mest í 53 m/s. Þar spilaði landslag- ið stórt hlutverk en það getur or- sakað hversu vindhviður geta magnast upp. Hefði byggðin á Seyðisfirði t.a.m. staðið á slétt- lendi hefðu hviðurnar ekki orðið svona öflugar. Einnig er hægt að taka með í reikninginn að mjög hvasst var í háloftunum þessa nótt og náðu hviðurnar að stinga sér niður í fjörðinn.“ ■ SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Upplýsir að skattstjórar hafa í einhverjum tilvikum ívilnað kjörforeldr- um. Önnur stefna á Íslandi en á Norðurlöndum: Engir styrkir til ætt- leiðinga á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.