Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4 m/íslensku tali 8 MILE kl. 6 CHICAGO kl. 5.30, 8 og 10.15 SPY KIDS 2 kl. 4 HARRY POTTER kl. 5THE HOT CHICK kl. 8 Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 10.15 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 FRIDA 6, 7.30, 9 og 10.30 bi. 12 ára BANGER SISTERS kl. 5.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 bi. 12 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 TÓNLIST Þetta er svolítið undarlegurpakki. Hérna höfum við stúlku sem útlitslega er blanda af Rachel úr „Vinum“ og Gwen Stef- ani úr No Doubt en tónlistarleg blanda af Alanis Morrisette og Pink. Hún er kannski markaðs- sett sem villta hjólabrettastúlkan frá New York en tónlistarlega séð á það ekki við. Til þess vantar allt Sonic Youth. Ef Avril Lavigne væri persóna í bandarískri unglingamynd væri hún sæta lúðastelpan sem fær uppreisn æru á síðustu 15 mínút- unum og tekur við titlinum „ung- frú tíundibekkur“ með bros á vör. Sem sagt, hana dauðlangar að verða hluti af því sem hún þykist hafa andúð á, til dæmis í laginu „Anything but Ordinary“. Hún semur lög sín sjálf, er af- bragðs lagahöfundur og hefur góða rödd. Henni var gefið tæki- færi til þess að renna hjólabretti sínu á meginstraumnum og auð- heyrt að margir hafa fengið að hræra í tónum hennar áður en þeir bárust til eyrna okkar. Kannski örlítið of mikið fyrir minn smekk. Það kæmi ekkert á óvart ef hún færi á hormónaflipp, heimtaði að gera allt sjálf næst og skilaði rokkaðri plötu sem seldist svo miklu minna. Þetta er ekkert hjólabretta- rokk, þetta er jafn sandblásið popp og Írafár. Og sem slíkt er þetta með því betra sem er í boði. Birgir Örn Steinarsson Venjulega hjóla- brettastúlkan Jimi Hendrix: Leifarnar grafn- ar upp og fluttar TÓNLIST Jarðneskar leifar tónlistar- mannsins Jimi Hendrix hafa verið grafnar upp og endurgrafnar í nýju marmaragrafhýsi í nýjum kirkju- garði í Renton sem er rétt fyrir utan Seattle í Bandaríkjunum. Hendrix lést árið 1970 og létu að- standendur hans færa leifar hans 26. nóvember síðastliðinn og flytja á nýja staðinn. Þetta var gert daginn fyrir það sem hefði orðið sextíu ára afmælisdagur hans hefði hann lifað. Legsteinn gítarhetjunnar var einnig fluttur inn í grafhýsið sem er í nývígðum Greenwood Memori- al kirkjugarðinum. Yngri bróður Hendrix, Leon, var ekki sagt frá flutningnum og hefur hann því heimsótt tóma gröf í nokkra mánuði. Hann hefur verið ósáttur við systur þeirra Janie eft- ir að eigum Hendrix var skipt á milli aðstandenda. Hann komst ekki að hinu sanna fyrr en fyrir tveimur vikum síðan og ákvað þá að gera málið opinbert. Leon hefur kært systur sína og krafist að fá sinn réttmæta hlut af arfi eftir bróðurinn. Hann notar líkflutning bróður síns sér til stuðnings í málinu. Nýja grafhýsið er rúmlega níu metra hátt og eru stoðveggirnir gerðir úr perlugráum granítstein- um sem móta regnboga yfir hvíld- arstaðnum. Nú er verið að smíða bronsstyttu af Hendrix og sól- klukku úr graníti sem koma á fyrir undir grafhýsinu. Byggingin verð- ur tilbúin í apríl. Faðir Hendrix og stjúpa hans hafa einnig verið færð í grafhýsið. Leifar ömmu hans verða svo fluttar þangað fljótlega. ■ Hróarskelduhátíðin 2003: Queens of the Stone Age boðar komu sína TÓNLIST Árlega fara tugir Íslend- inga á Hróarskelduhátíðina í Danmörku, sem er ein af stærstu tónlistarhátíðum Evrópu. Nú bætist hver stórsveitin við af annarri og stefnir allt í glæsilega hátíð í ár. Rokksveitin Queens of the Stone Age hefur nú boðað komu sína á hátíðina. Rokkið verður greinilega í brennidepli hátíðarinnar í ár því þegar höfðu boðað komu sína Metallica, Iron Maiden, Delgados og Coldplay. Eftir slysið árið 2000, þegar níu manns tróðust undir, var öll öryggisgæsla bætt til muna. Nú hefur þannig verið búið um hnút- ana að ómögulegt er að troðning- ur geti myndast fyrir framan sviðin þrátt fyrir gífurlegt fjöl- menni. Búast má við fleiri stórum nöfnum á næstu vikum og mán- uðum. Vitað er að Björk verður í tónleikahátíðargírnum í ár en ekkert hefur verið tilkynnt um þátttöku hennar enn. Einnig hafa Radiohead, Nick Cave, The Vines, White Stripes, Beck, The Hives, Blur, Deftones og Massive Attack verið orðuð við hátíðina. ■ LENNON OG YOKO John Lennon samdi lagið „She Loves You“ í húsinu. Æskuheimili John Lennon: Opnað al- menningi TÓNLIST Æskuheimili John Lennon, fyrrum Bítils, verður opnað al- menningi í næsta mánuði. Lennon, sem lést árið 1980, samdi marga af fyrstu smellum Bítlanna í húsinu, þar sem hann bjó ásamt frænku sinni Mimi. Yoko Ono, ekkja Lennon, keypti húsið á síðasta ári og gaf það síðan þjóðarsjóði Bretlands. „Þegar hús Lennon var til sölu vildi ég halda í það fyrir fólkið í Liverpool, John Lennon og aðdá- endur Bítlanna um heim allan,“ sagði Yoko. Lennon flutti í húsið þegar hann var 5 ára og átti þar heima þar til hann var 23 ára. ■ JIMI HENDRIX Lést í London árið 1970 og var lík hans flutt á heimaslóðir hans í Seattle. Nú hafa leifar hans verið færðar í sérstakt grafhýsi. AVRIL LAVIGNE: Let Go QUEENS OF THE STONE AGE Upplýsingar um Hróarskelduhátíðina í ár má finna á www.roskilde-festival.dk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.