Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 2
2 19. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR Birgitta Haukdal er jafnan klædd gallabuxum þegar hún syngur með hljómsveit sinni Írafári. Þannig var hún klædd í Háskólabíó þrátt fyrir að margar söng- kvennanna kæmu fram í fínum kjólum. Nei, ég á ekki von á því. Ég er ekki mikið fyrir að syngja þannig klædd því mér finnst þægilegra að vera í buxum þegar ég syng. En ég finn mér örugglega eitthvað fallegt sem mér líður vel í, fyrir keppnina. SPURNING DAGSINS Birgitta, ætlarðu að fá þér kjól fyrir lokakeppnina? SKIPULAGSMÁL Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa breytta til- lögu að nýju deiliskipulagi í Norð- lingaholti. Samkvæmt henni mun rísa rúmlega 900 íbúða byggð í hverfinu, en samkvæmt eldri til- lögu voru íbúðirnar rúmlega 1.100. Fjöldi athugasemda barst vegna eldri tillögunnar. Ásamt því að draga úr íbúðafjölda hefur byggðin nú verið lækkuð til að draga úr útsýnisskerðingu frá húsum í Selási og fjarlægð byggð- ar frá Elliðavatni aukin. Fjölbýlis- hús næst Selási lækka úr fimm og sex hæðum í þrjár hæðir og byggðin syðst í hverfinu, næst El- liðavatni, verður að sérbýli á tveimur hæðum í stað fjögurra og fimm hæða fjölbýlishúsa sam- kvæmt fyrri tillögu. Bæði borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans, mótmæltu mjög fyrra skipulagi, þar sem þeim þótti byggðin of þétt og of nálægt bökkum Elliða- vatns. „Komið hefur verið á móts við athugasemdir í veigamiklum at- riðum,“ segir í bókun Ólafs F. „Engu að síður lýsi ég áhyggjum mínum af svo þéttri byggð í námunda við vatnasvið og lífríki Elliðavatns og Elliðaánna, einkum nálægð byggðarinnar við vatna- og flóðasvæði Bugðu austan hverfisins. Tryggja þarf betri um- ferðartengingar við hverfið og ör- uggari gönguleiðir barna innan hverfisins. Loks þarf að tryggja betur aðgreiningu reiðleiða frá annarri umferð.“ ■ Bankarnir seldir beint á markaði Sala á 2,5 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum er að bresta á. Sölu á eignum ríkisins, sem fjármagna á framkvæmdir til örvunar atvinnulífs- ins, vænst á næstu vikum. Íslenskir aðalverktakar verða boðnir út. EINKAVÆÐING Einkavæðingarnefnd stefnir að því að kynna sölufyrir- komulag á afgangi eignar sinnar í Landsbankanum í dag. Búast má við að sala á Íslenskum aðalverk- tökum og Búnaðarbankanum liggi fyrir á næstunni. Andvirði sölunn- ar á að nota til þess að fjármagna framkvæmdir sem ríkisstjórnin ákvað til að örva atvinnulífið. Fastlega er bú- ist við því að bréf í Landsbankanum verði seld í gegn- um kerfi Kaup- hallar Íslands. Sama muni gilda um sölu afgangshlutar ríkisins í Búnaðarbankanum. Í Landsbank- anum eru til sölu bréf fyrir rúmar 600 milljónir króna. Virði níu pró- senta eignarhlutar ríkisins í Bún- aðarbankanum er á þriðja millj- arð. Einkavæðingarnefnd seldi 20 prósenta hlut í Landsbankanum fyrir 4,8 milljarða gegnum kerfi Kauphallarinnar síðastliðið sum- ar. Sú aðferð reyndist vel og seld- ust bréfin á svipstundu. Að sögn Guðmundar Ólafssonar, starfs- manns Einkavæðingarnefndar, hefur ekki verið tekin ákvörðun um þetta fyrirkomulag. „Við ger- um frekar ráð fyrir því að þetta verði með þeim hætti.“ Að mati sérfræðinga á mark- aði er tíminn nú til sölu ágætur. Laust fé í kerfinu sé töluvert. Kaupgeta lífeyrissjóða á mánuði er á bilinu fimm til sex milljarðar. Framboð af hlutabréfum í eigu ríkisins gæti haft skammtímaá- hrif á skuldabréfamarkað og á veltu með önnur hlutabréf. Bank- arnir eru allmennt taldir sann- gjarnt verðlagðir. Líklegt er talið að næg eftirspurn verði eftir bréfunum. Ekki liggja fyrir ákvarðanir um sölufyrirkomulag á bréfum Ís- lenskra aðalverktaka. Guðmund- ur segir þó líklegast að bréfin verði boðin út. Hagkvæmasta kosts verði leitað. „Við höfum ekki ákveðið neitt um það, en við gerum ráð fyrir einhvers konar útboði.“ Hann segir að þá verði horft til verðsins, auk annara þátta. Einkavæðingarnefnd hafi gefið út að hluturinn í Landsbank- anum verði seldur í kjölfar aðal- fundar. Hin söluverkefnin séu skemmra á veg kominn, en búast megi við því að ákvarðanir um sölu hlutar í Búnaðarbanka og Ís- lenskum aðalverktökum liggi fyr- ir á næstu vikum. haflidi@frettabladid.is CARLA DEL PONTE Yfirsaksóknarinn við stríðsglæpadómstól- inn í Haag hefur lagt mikla áherslu á að fá þá menn framselda sem eru grunaðir um stríðsglæpi. Stríðsglæpir: Kosovo-Alb- anir kærðir HAAG, AP Þrír fyrrum yfirmenn Frelsishers Kosovo hafa verið fluttir til Haag ásakaðir um stríðsglæpi gegn Serbum í maí og júlí 1998. Þar bíða þeirra réttar- höld frammi fyrir stríðsglæpa- dómstól. Mennirnir þrír eru fyrstu Kosovo-Albanirnir sem eru ákærðir fyrir stríðsglæpi. Áður hafa nokkrir Serbar verið ákærð- ir. Mönnunum er gefið að sök að hafa staðið fyrir morðum og pynt- ingum á serbneskum föngum. Einn þeirra sem voru eftirlýstir vegna voðaverkanna komst undan með almennu farþegaflugi við litla hrifningu Cörlu Del Ponte, yfirsaksóknara við dómstólinn.■ FUNDU SMYGLGÓSS Í GOÐAFOSSI Við leit tollvarða Tollgæslunnar í Reykjavík um borð í Goðafossi í nótt fundust um 150 lítrar af áfengi, 4.000 sígarettur og tvö kíló af fínkorna neftóbaki. Skipið er í Sundahöfn. Tollgæslan hefur þegar lagt hald á varninginn. Að sögn RÚV hafa nokkrir skipverj- ar gengist við því að eiga hlut að máli og mega þeir búast við því að greiða um 600.000 krónur í sekt. VEFSÍÐAN Vefsíðan var tekin niður síðla dags eftir að fregnir fóru að berast út um tilvist hennar. Unglingur birti nöfn skotmarka á vefsíðu: Sprengdu við heimili kennara LÖGREGLUMÁL Tveir sextán ára pilt- ar eru grunaðir um að hafa sprengt rörasprengjur við heimili tveggja kennara í Reykjanesbæ. Samkvæmt heimildum Víkur- frétta urðu talsverðar skemmdir af völdum annarrar sprengjunnar. Báðir drengirnir hafa verið yfir- heyrðir af lögreglunni í Keflavík, sem segir málið í rannsókn. Annar unglinganna sem grun- aðir eru um verknaðinn hefur haldið úti vefsíðu þar sem listi yfir væntanleg skotmörk er birt- ur. Samkvæmt listanum eru þau fjögur talsins. Þá er að finna ná- kvæmar upplýsingar um gerð rörasprengja og uppskriftir að sprengiefni. Ásgeir Jónsson hjá Lögbók í Reykjanesbæ er lögmaður annars drengsins. Vildi hann sem minnst tjá sig um málið og bað fólk að hafa í huga að um óharðnaða ung- linga væri að ræða sem væru á viðkvæmu æviskeiði. ■ Snjókoma setti allt úr skorðum: Líkist Síberíu NEW YORK, AP „Þetta líkist meira Sí- beríu en Maryland,“ sagði Paul McIntyre, yfirmaður samgöngu- mála í fjallasýslunni Garrett í Maryland, eftir að einn versti byl- ur í áratugi gekk yfir norðaustur- hluta Bandaríkjanna. Rúmlega metri af jafnföllnum snjó lagðist þá yfir þriggja metra snjóalag sem hafði safnast upp í sýslunni. Snjóalögin voru með mesta móti og settu alla umferð úr skorðum. Skólum var lokað á stóru svæði og vinna lögð niður í opinberum stofnunum. 35 dauðs- föll eru rakin til bylsins sem gekk yfir svæðið. ■ FJÖGUR INNBROT Í REYKJAVÍK Brotist var inn í Ísaksskóla í fyrrinótt með því að spenna upp glugga en svo virðist sem engu hafi verið stolið. Þrjú önnur inn- brot voru framin þessa nótt. Far- ið var inn í tvö fyrirtæki og í öðru tilvikinu var myndavél stolið. Engu var stolið á hinum staðnum. Þá var farið inn í bíl við Njálsgötu. Þaðan var verkfærum stolið. Málin eru í rannsókn. Samfélagsleg áhrif atvinnuleysis rædd í bæjarstjórn: Hrun skelfiskstofns áfall fyrir Stykkishólm SKELVEIÐAR „Þetta er grafalvarlegt mál. Ég lít á þetta sem náttúru- hamfarir, því þarna er fyrst og fremst um að kenna hækkandi hitastigi sjávar en ekki ofveiði,“ segir Óli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri Stykkishólms, um áhrif hruns skelfiskstofnsins í Breiða- firði. Hörpudiskafli í Breiðafirði hefur á síðustu árum minnkað úr 10 þúsund tonnum á ári niður í rúm 4 þúsund tonn á yfirstand- andi fiskveiðiári. Höggið er þungt fyrir Stykkishólm, enda veiðar og vinnsla á skel afar þýðingarmikill þáttur í atvinnulífi staðarins. „Það eru tvö fyrirtæki hér sem vinna skelina, Þórsnes og Sigurð- ur Ágústsson. Þau fengu nokkrar bætur upp í síðustu skerðingu, 25 þorskígildistonn hvort fyrirtæki, þegar byggðakvótanum var út- hlutað fyrir síðustu jól. Þá stunda sex bátar veiðarnar og svo eru það afleiddu störfin, þjónustan í kringum þetta,“ sagði Óli Jón. Í dag eru 22 á atvinnuleysis- skrá í Stykkishólmi og segir Óli Jón að verulega hafi sigið á ógæfuhliðina í þeim efnum á allra síðustu vikum. Menn óttast að enn halli undan, verði ekkert að gert. Yfir 100 störf eru undir, sem er býsna hátt hlutfall bæjarbúa. 1. desember síðastliðinn bjuggu 1.228 manns í Hólminum og allt að fjórðungur starfa vinnu- færra Hólmara í húfi. „Þetta er á vissan hátt nýtt fyr- ir okkur því hér hefur verið hverfandi atvinnuleysi. Atvinnu- ráðgjöf Vesturlands er að taka saman skýrslu fyrir okkur um fjárhagsleg áhrif þessa fyrir sam- félag okkar. Ég vænti þess að skýrslan verði tilbúin fyrir fund bæjarstjórnar á morgun. Í fram- haldinu hljótum við að skoða hvaða úrræði við eigum,“ sagði Óli Jón og bætti við að bæjaryfir- völd hefðu þegar rætt við sjávar- útvegsráðherra og Hafrannsókna- stofnunina um málið. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FYRIRHUGUÐ BYGGÐ Í NORÐLINGAHOLTI Stefnt er að því að byggja allt að 200 íbúðir í Norðlingaholti í ár, en uppbyggingu á að ljúka árið 2008. Breytt deiliskipulag fyrir Norðlingaholt auglýst: Íbúðum fækkað um tæplega 200 LÖGREGLUFRÉTTIR SÍÐUSTU BRÉFIN Landsbankinn er fyrstur í röðinni í sölu einkavæðingarnefndar á hlutum í eigu ríkisins. Ríkið á 2,5% í bankanum og besta söluaðferðin er talin sú að selja bréfin beint í gegnum kerfi Kauphallar Íslands. Að mati sér- fræðinga á markaði er tíminn nú til sölu ágætur. VERÐMÆTI EIGNA RÍKISINS SEM ER TIL SÖLU Búnaðarbankinn 2.300 milljónir Landsbankinn 640 milljónir Íslenskir aðalverktakar 2.000 milljónir ÓLI JÓN GUNNARSSON Segist uggandi fyrir hönd rúmlega 100 bæjarbúa sem hafa vinnu af vinnslu og veiðum hörpudisks. Bindur vonir við kvóta- úthlutun í öðrum tegundum en segir það vart duga til.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.