Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 2003 FRÉTTIR AF FÓLKI SNIÐUGUR Leikstjórinn Stephen Hendry bregður hér á leik eftir að mynd hans „The Hours“ hlaut þrenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Pondus eftir Frode Øverli Halló, þetta er símsvarinn hjá Jennu, aftur! Ég verð vant við látin næstu 60 ár, þar sem ég hef ákveðið að helga líf mitt baráttunni gegn holdsveiki í Botsvana! Hæ, Jenna, þetta er Jói! Hvern- ig líst þér á feitan borgara og ískalt öl á Skippernum í kvöld? Halló... þetta er sím- svari hjá Jennu! Skildu eftir skilaboð eftir tóninn ... Hæ, Jenna! Þetta er ég, Jói ... Birgitta Haukdal: Hefði komist áfram án símakosningar TÓNLIST Eftir rúmlega 15 þúsund eintaka sölu á fyrstu breiðskífu Írafárs um jólin hlaut það að telj- ast borðleggjandi að söngkonan Birgitta Haukdal fengi tilboð um að taka þátt í undankeppni Eurovision. Sex lagahöfundar báðu hana um að syngja lag og segir hún að tvö þeirra hafi komið sterklega til greina. Hún vill ekkert gefa upp um hvaða lög henni hafi verið boð- ið að syngja. „Það væri svo ljótt gagnvart höfundunum,“ segir hún á diplómatískan hátt. „Ég fékk öll lögin og hlustaði einu sinni á hvert þeirra. Sá hvaða lög stóðu upp úr og þau voru tvö. Svo valdi ég bara á milli þeirra. Ég passaði mig á því að hlusta bara eins og hver annar áhorfandi á keppnina og sjá hvaða lög ég myndi muna eftir. Fólk fær bara að heyra lagið einu sinni í Eurovision og það verður að grípa strax.“ Birgitta segist ekki hafa viljað taka tvö lög þar sem hún hefði talið að það myndi vinna á móti sér. Hún valdi lag Hallgríms Óskarsson og fékk að hafa puttanna í útsetningu þess. Birgitta er ein höfundur text- ans þrátt fyrir að annað hafi komið fram á keppniskvöldinu. Söngkonan unga er stolt af vel- gengni sinni í keppninni og blæs á þær sögur að hún hefði komist áfram hvað sem hún hefði sungið. Hún bendir til dæmis á að bráða- birgðadómnefndin, sem hefði ráð- ið úrslitum ef símkerfið hefði klikkað, valdi einnig lagið í fyrsta sæti. „Lagið hefði þannig farið áfram hvort sem aðdáendur mínir hefðu valið það eða ekki,“ segir Birgitta ákveðin. „Það er svo leið- inlegt að fólk segir að ég hefði far- ið þótt ég hefði sungið „Gamla Nóa“. Það er gaman að geta sagt frá því að dómnefndin var sam- mála fólkinu í landinu.“ ■ FUGL FRIÐARINS Hvítum friðarfugli var sleppt út í frelsið af indónesískum læknum á meðan á mótmælum stóð í Indónesíu vegna hugsanlegra árása á Írak. Mótmælin fóru fram fyrir utan sendiráð Ástralíu í borginni Jakarta, skömmu áður en John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, heimsótti landið. Móðir Eminem: Óttast um líf sonarins TÓNLIST Debbie Nelson, móðir rapp- arans Eminem, segist óttast um líf sonar síns. Í nýlegu viðtali segir hún tónlist- ariðnaðinn vera ljótan og ofbeldis- fullan og segist hrædd um soninn vegna þess að margir taki hann alvarlega. Óttast hún að fá símtal þar sem henni er tjáð að búið sé að myrða hann. Eminem hefur út- húðað móður sinni í textum sínum, þar á meðal í laginu „Cleaning Out My Closet.“ Að sögn Nelson angrar það hana töluvert en hún lítur þó á textana sem listræna tjáningu. ■ BIRGITTA HAUKDAL Eftir gott samstarf við Þorvald Bjarna Þorvaldsson, sem útsetti metsöluplötu Írafárs, ákvað hún að leita til hans. „Hann er bæði svo faglegur og yndisleg persóna,“ segir hún. „Hann er alveg fremstur á þessu sviði af öllum hérna heima að mínu mati.“ Þetta gæti hugsan- lega verið byrjunin á faglegu ástarsambandi þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI EMINEM Eminem hefur gagnrýnt móður sína harðlega í textum sínum. AP /M YN D Hringdu í mig! Nakti kokkurinn, Jamie Oli-ver, segir að sjónvarps- þættirnir hans hafi næstum gert út um hjónabandið. Eigin- kona hans, Jools, varð æfa reið þegar Oliver leyfði sjónvarps- mönnum að fylgja sér á sjúkra- húsið þegar hann var að heim- sækja nýfædda dóttur sína. Tökurnar átti að sýna í sjón- varpinu. Kokkurinn hefur nú ákveðið að setja fjölskylduna í fyrsta sæti enda hafi þættirnir næstu riðið sambandinu að fullu. Oliver og Jools eiga von á öðru barni í apríl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.