Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 16
16 19. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR I SPY 3.45, 5.50, 8, 10.10 bi 12 JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 10.10 LORD OF THE RINGS 8 4 í lúxus SPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50 KALLI Á ÞAKINU m/ísl.tali kl. 4 og 6 DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN JUWANNA MANN kl. 4, 6 og 8 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4 og 6 JACKASS b.i.14.ára kl. 6, 8 og 10 ANALYZE THAT kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 - bi 16 Sýnd í lúxus kl. 8 og 10.30. bi. 12 ára kl. 6 HAFIÐ 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN kl. 10TIME IN THE MIDLANDS kl. 8 og 10IRREVERSIBLE e. texti b. 16 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 kl. 6 og 8STELLA Í FRAMBOÐI Sýnd kl. 8 og 10 FRÉTTIR AF FÓLKI Tónlistaráhugamenn í Bretlandifengu glaðning í gær þegar til- kynnt var að Glastonbury-hátíðin hefði fengið leyfi sitt aftur. Hátíðar- haldarar misstu leyfið eftir að bæj- aryfirvöldum í Pilton, sem er næsti bær við tón- leikasvæðið, ofbauð hegðun hátíðar- gesta í fyrra. Hátíð- in mun því fara fram í júní og verð- ur R.E.M. aðalnúmerið. Búist er við að 150 þúsund manns mæti á hátíð- ina í ár. Kryddpíurnar fimm hittust heimahjá Victoriu Beckham í fyrsta skipti í fimm ár. Það er í fyrsta skipti sem þær hitt- ast allar saman frá því að Geri Halli- well sagði skilið við stúlknahópinn árið 1998. Eftir matinn neituðu þær allar að endurkoma Spice Girls væri á kortinu. Þær eiga víst allar að vera að vinna að sóló- ferlum sínum þessa daganna og því lítill tími fyrir samstarf. Rússneski lesbíudúettinn Tatuhélt toppsæti breska smáskífu- listans þriðju vikuna í röð. Svo virðist sem umdeild erótísk auglýs- ingaherferð ung- lingsstúlknanna, sem eru 16 og 17 ára, geri ekkert nema auka vin- sældir þeirra. Stúlkurnar koma oft fram á nærföt- unum einum sam- an, oft gagnsæjum, kyssast blautum kossum á sviði og hvetja tónleikagesti sína til þess að koma upp á svið og klæða sig úr öllum fötunum með góðum árangri. Yfirmenn „Hello!“ hafa beðiðleikarahjónin Catherine Zeta- Jones og Michael Douglas afsök- unnar á því að hafa birt myndir úr brúðkaupi þeirra í leyfis- leysi. Ljósmyndar- inn sem tók mynd- irnar sagði þó að honum fyndust viðbrögð stjarn- anna ýkt. Það að Zeta-Jones skuli prýða forsíðu blaðsins þessa vikuna þykir einnig merki um að blaðið vilji sættast við parið. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.15 4, 6 KVEÐSKAPUR Steindór Andersen er trillukarl frá Suðureyri sem hefur aldrei þorað að leyfa sér að dreyma rokkstjörnudrauma. Hann fékk þó sinn skammt þegar hann varð óvænt þekkt nafn og andlit vegna samstarfs síns við hljómsveitina Sigur Rós. Hann fór með þeim piltum í tónleikaferð um heiminn og saman lögðu þeir í hið metnaðarfulla verk „Hrafna- galdur Óðins“ fyrir Listahátíð í Reykjavík í fyrra. Nú hefur Steindór gengið frá samningum við útgáfuna Naxos, sem hingað til hefur einbeitt sér að útgáfu klassískrar tónlistar og djass, og kemur fyrsta sólóplata hans út á vegum fyrirtækisins í sumar. „Þeir voru að opna nýja deild utan um heimstónlist og það var haft samband við Árnastofnun til þess að finna mann á Íslandi sem stundaði rímnakveðskap,“ útskýr- ir Steindór. „Það var bent á mig og þá byrjaði langt samningaferli.“ Á plötunni má aðallega heyra Steindór flytja rímur af ýmsu tagi. Allmargar eru þó rímur um Atla Ótryggsson eftir Jón Sigurðsson Húnvetning. Í nokkrum kvæðum fær hann þó til liðs við sig hörpu- leikarann Moniku Abendroth og didgeridoo-leikarann Buzby Birchall. Sigurður Sigurðsson dýralæknir syngur svo eitt kvæðið með honum í fimmundarsöng. Hilmar Örn Hilmarsson stjórnaði upptökum. „Við gerðum tilraunir með upp- tökur í Árbæ, bæði í kirkjunni og uppi á baðstofuloftinu, bara svona til þess að reyna á innanhússhljóm- inn á hverjum stað. Þetta þótti mér sérlega skemmtilegt, baðstofuloft- ið átti einhvern veginn langbest við þetta.“ Steindór segir að upphaflega hafi staðið til að hafa lög með sem hann vann með Sigur Rós en hafa aldrei verið gefin almennilega út. Það gekk ekki en í vinnslu er útgáfa á „Hrafnagaldri Óðins“ þó að út- gáfudagur sé enn óákveðinn. Geisladiskaútgáfa á íslenskum kveðskap hefur verið nær óþekkt í gegnum árin. Eina hliðstæðan út- gáfan er í raun „Raddir“, sem Smekkleysa gaf út fyrir nokkrum árum og innihélt gamlar upptökur af kvæðaflutningi frá Árnastofnun. „Kvæðamennska er í eðli sínu sérstök tónlistarstefna sem fáir þekkja eða vita um,“ útskýrir Steindór. „Það er bara þröngur hóp- ur hér á Íslandi sem veltist um í þessu og örfáir sérvitringar sem hafa kynnt sér þetta í öðrum lönd- um. Hálfpartinn er það undarlegt að við höfum ekki kynnt þetta bet- ur annars staðar. Við höfum með kveðskap alveg gríðarlega mikið fram að færa.“ biggi@frettabladid.is STEINDÓR ANDERSEN Hafði aldrei látið sig dreyma um að gefa út sólóplötu á alþjóðamarkaði. „Ég var að gantast við vini mína fyrir þremur árum að ég ætti eftir að fara á svið í Royal Albert Hall. Svo líða þessi þrjú ár og þá var ég mættur í Birmingham með Sigur Rós. Þetta er alveg ótrúlegt og alveg ófyrirsjáanlegt. Ég er bara trillukarl frá Íslandi. Það væri kannski eðlilegra ef ég væri einhver söngvari.“ Steindór kemur í kvöld fram með Lúðrasveit Íslands í Borgarleikhúsinu. „Bara trillukarl frá Íslandi“ Áhuginn á íslenskri poppmenningu erlendis hefur farið vaxandi undanfarin ár. Nú leita áhugamenn lengra, jafnvel alveg niður í ræturnar. Steindór Andersen kvæðamaður er kominn á mála hjá bandarísku útgáfunni Naxos. SPEARS Britney Spears vakti litla lukku með frum- raun sinni á hvíta tjaldinu. Frumraun Spears á hvíta tjaldinu: Kosin versta myndin KVIKMYNDIR „Crossroads“, fyrsta kvikmynd poppstjörnunnar Britney Spears, var kosin lélegasta kvikmynd síðasta árs á bresku Nafta-verðlaunahátíðinni. Þar eru á hverju ári verðlaunaðar slökustu myndir ársins. Í næstu sætum á eftir komu myndirnar „Ali G in Da House“ og „Men in Black II.“ „Crossroads“ var víðast hvar rökkuð niður af gagnrýnendum auk þess sem aðsókn að henni var ekki sem skyldi. Myndin hefur einnig verið tilnefnd til átta Razzie-verð- launa, sem er bandarísk hliðstæða Nafta-verðlaunanna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.