Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 14
FUNDIR 10.00 Opinn umræðufundur um list og samfélag á hugmyndasmiðju Óskar Vilhjálmsdóttur á Gallerí Hlemmi. 12.05 Inga Hrefna Jónsdóttir, yfirsál- fræðingur á Reykjalundi, flytur er- indi um „hugræna meðferð við langvarandi verkjum“ á málstofu sálfræðiskorar Háskóla Íslands. Málstofan er haldin í stofu 201 í Odda, húsi Félagsvísindadeildar. 16.15 Dóra S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla Íslands, ræðir um hvernig skólinn býr fatlaða nem- endur undir fullorðinsárin í fyrir- lestri sínum í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð sem er öllum opinn. 20.00 Fræðslufundur um fíkniefnamál fyrir foreldra nemenda í 8. og 9. bekk Hólabrekkuskóla. 20.00 Auður Ingvarsdóttir sagnfræð- ingur er með námskeið undir heitinu Konur í fornöld – ímynd- ir og hugarflug í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu. Námskeiðið er á vegum Landsbókasafns Íslands og Reykjavíkurakademíunnar. 20.00 CCU-samtökin, sem eru samtök fólks með króníska bólgusjúk- dóma í meltingarfærum, boða til aðalfundar og fræðslufundar að Grand Hótel, Sigtúni 38. Margrét Hákonardóttir hjúkrunarfræðing- ur flytur erindi um „slökun við langvarandi verkjum“. 20.00 Hrygggigtarhópur Gigtarfélags Ís- lands boðar til aðalfundar í hús- næði félagsins að Ármúla 5 með félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Árni Jón Geirsson, sérfræðingur í gigtar- lækningum, heldur erindi um nýj- ungar í lyfjameðferð við hrygggigt. Öllum áhugamönnum um efnið er heimill aðgangur. TÓNLEIKAR 12.30 Fyrstu Háskólatónleikar vormiss- eris verða í Norræna húsinu í dag. Rúnar Óskarsson leikur á bassaklarínettu verk eftir Eric Dolphy, Claudio Ambrosini og Wayne Siegel. 20.00 Lokatónleikar Myrkra músíkdaga í Borgarleikhúsinu. Lárus H. Gríms- son stjórnar Lúðrasveit Reykjavík- ur, sem flytur verk eftir Pál P. Páls- son, Elías Davíðsson, Ronald Binge, Robert W. Smith, Manfred Scheider og Lárus H. Grímsson. 14 19. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR Höfum fengið til landsins fullan gám af frábæru 7mm smelluparketi. Ekkert lím, ekkert vesen. Allt verður selt á sama ótrúlega góða verðinu! ATH: Þetta glæsilega tilboð gildir aðeins í þetta eina skipti! Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu Eik Rauð eik Beyki Aðeins kr. 1.190,- pr. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Aðeins k r. 1.190,- p r. m2 Einn gámur eitt verð! E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .0 0 6 - veisluhöld allt árið MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR hvað? hvar? hvenær? TÓNLEIKAR Lúðrasveit Reykjavíkur varð áttræð síðastliðið sumar. Hún fær þann heiður að ljúka Myrkum músíkdögum þetta árið með tónleikum í Borgarleikhús- inu í kvöld. Sveitin verður þó ekki í lúðrasveitarbúningunum sem allir þekkja svo vel. „Við erum orðin svo fjölmenn að það eru ekki til búningar fyrir alla. Við erum tæplega sextíu og erum eiginlega hætt að koma fram í búningum. Enda spilum við ekkert betur í búningunum,“ segir Lárus H. Grímsson, sem hefur verið stjórnandi Lúðrasveitarinn- ar frá árinu 1998. Þetta verða heldur engir hefð- bundnir lúðrasveitarmarsar sem leiknir verða á sviði Borgarleik- hússins. „Öll eru þessi verk samt skrifuð fyrir blásarasveit. Þetta er líka allt mjög aðgengileg tón- list.“ Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir þrjá Íslendinga, þá Pál P. Pálsson, Elías Davíðsson og Lárus H. Grímsson. Einnig eru flutt verk eftir Ronald Binge, Ro- bert W. Smith og Manfred Schneider. Eftir stjórnandann, Lárus, verður flutt tónverkið „Ann ég dýrust drósa“, sem er balletttón- list fyrir kvæðamann og blásara- sveit. Það var fyrst flutt á listahá- tíð í fyrra, en Lárus hefur aukið svolítið við verkið. Steindór Andersen kvæðamað- ur flytur verkið ásamt Lúðra- sveitinni. Textinn er unninn upp úr gömlum vikivökum, sem er steypt saman þannig að úr verður lítil saga. Lárus segir að Steindór eigi hugsanlega fyrstu stemmuna sem flutt er í þessu verki. „Hann raulaði hana fyrir mig í gegnum síma.“ Þeir Lárus og Steindór eru jafnaldrar og spiluðu saman í hljómsveit á unglingsárum. „Þá var það reyndar þannig að Steindór samdi lögin en ég fékk bara að vera með.“ gudsteinn@frettabladid.is LÁRUS H. GRÍMSSON Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur tekur fram að stofnaður hafi verið sérstakur bassa- trommukór fyrir tónleikana í kvöld. Áttræð lúðra- sveit í rokk- og rímnastuði Lúðrasveit Reykjavíkur flytur rokksinfóníu, saxófónkonsert og rímnastemmur á lokatón- leikum Myrkra músíkdaga í kvöld. Steindór Andersen kvæðamaður er í lykilhlutverki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.