Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 4
4 19. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Verður skoðun ESA á ríkis- styrkjum til Alcoa til að ekkert verður af stóriðju fyrir austan? Spurning dagsins í dag: Hefur lækkun grænmetisverðs aukið grænmetisneyslu þína? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 20,6% 60,8%Nei 18,6% ÁLVERIÐ RÍS Skoðun ESA hefur ekki mikið að segja að mati lesenda. Veit ekki Já FÉKK BYSSUKÚLU Í PÓSTINUM Átökum kaþólikka og mótmælenda er ekki lokið. Sinn Fein-maðurinn Paul Butler fékk byssukúlu í póstinum og telur ljóst að vígasveitir mótmælenda hafi sent honum hana. Í bréfinu stendur meðal annars: „Sé þig fljótlega...dauðan.“ Hryðjuverkamaður: Óða hundi ekki sleppt BELFAST, AP Dómari í Belfast hefur hafnað beiðni um að Johnny „Óða hundi“ Adair verði sleppt úr fang- elsi. Lögfræðingar Adair héldu því fram að ólöglega hefði verið staðið að fangelsun hans en því hafnaði dómarinn. Adair, sem hlaut viðurnefni sitt fyrir langan og blóðugan feril í átökum mótmælenda og kaþólikka, var dæmdur árið 1995 fyrir að bera ábyrgð á hryðjuverkum. Hann var leystur úr haldi vegna ákvæða vopnahléssamninga á Norður-Ír- landi en hefur tvisvar verið fangels- aður aftur vegna átaka. ■ Fákafen og Laugavegur: Lögreglan engu nær RANNSÓKN Lögreglan virðist engu nær í rannsókn vegna stórbruna í Fákafeni og á Laugavegi. Eignatjón hleypur á mörg hundruð milljónum. Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn sagði engar vísbendingar hafa komið fram og málin óupplýst. Sjö mánuðir eru liðnir síðan kveikt var í Fákafeni 9. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir en enginn er grunaður um að hafa kveikt eldinn. Sama er að segja um eldinn á Laugavegi fyrir fjórum mánuðum síðan. Einn var handtekinn í kjölfar brunans en honum var sleppt skömmu síðar. ■ Fitjað upp á nefið: Banna reyk- ingar á krám DUBLIN, AP Meirihluti Íra er fylgj- andi áformum stjórnvalda um að banna reykingar á krám og veit- ingastöðum Írlands samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samkvæmt henni eru 59% fylgjandi reyk- ingabanni, fimm prósent eru óákveðin en 36% eru andvíg bann- inu. Mikill munur er á afstöðu reyk- ingafólks og þeirra sem ekki reykja. 73% reyklausra styðja bannið en aðeins 28% reykinga- fólks. Það var aðeins meðal yngsta fólksins sem stuðningur og andstaða við bannið voru jafn mikil. 32% Íra reykja, þar á með- al um helmingur ungs fólks. ■ Aukin spenna á Kóreuskaganum: Hóta að rifta vopnahléssamningi SUÐUR-KÓREA, AP Yfirvöld í Norður- Kóreu hafa hótað að segja upp vopnahléssamningnum sem batt enda á átök Kóreustríðsins árið 1953. Halda þau því fram að Banda- ríkin ætli að setja hafnbann á landið og sé það liður í undirbúningi fyrir fyrirbyggjandi árás. Talsmenn suður-kóreskra og bandarískra yfirvalda segja þó að ekkert bendi til þess að Norður- Kóreumenn ætli sér að ráðast inn í Suður-Kóreu. Yfirlýsing norður- kóreskra yfirvalda er engu að síður tekin mjög alvarlega enda er ljóst að jafnvel minnsta breyting á vopnahléssamningnum gæti orðið til þess að auka mjög á spennuna og óöryggið sem ríkt hefur á Kóreu- skaga að undanförnu. Samningurinn sem um ræðir er vopnahléssamningur en ekki eigin- legur friðarsamningur og því má segja að stríðinu hafi í raun aldrei lokið með formlegum hætti. Því er enn gífurlegur fjöldi hermanna úr báðum liðum við landamærin auk 37.000 Bandaríkjamanna. ■ NORÐUR OG SUÐUR Við landamæri Norður- og Suður-Kóreu má sjá hermenn beggja landa standa hlið við hlið en formlega séð eiga löndin tvö enn í stríði. Verðmat fyrirtækja: Mælir með Íslandsbanka VIÐSKIPTI Greiningardeild Lands- bankans hefur hækkað verðmat sitt á hlutabréfum í Íslandsbanka úr genginu 5,36 í 5,98. Gengi bankans í gær var 5,05 og hefur hækkað að undanförnu. Sam- kvæmt verðmati Landsbankans er Íslandsbanki ríflega 56 millj- arða virði og mælir bankinn með kaupum á bréfum bankans. Ís- landsbanki er með lægsta kostn- aðarhlutfallið og bestu ávöxtun eigin fjár af bönkunum. Á móti kemur, að sögn Landsbankans, að hann er hæst verðlagður af bönk- unum ef miðað er við hagnað síð- asta árs. ■ Umferðarstofa segir Ísland ekki þróunarríki í umferðaröryggi: Banaslysum fjölgar um 42% á fimm árum UMFERÐARÖRYGGI Banaslys í um- ferðinni hérlendis voru að meðal- tali 27,2 á síðustu fimm árum. Næstu fimm ár þar á undan var meðaltalið 19,2 banaslys á ári. Munurinn er 42%. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að samkvæmt skýrslu OECD fjölgaði banaslysum á Íslandi um 33% milli áranna 1990 og 2000; miklu meira en í nokkru öðru landi OECD. Ragnheiður Davíðsdóttir hjá VÍS sagði þetta skipa Íslendingum á bekk með þróunarríkjum. „Full- yrðingar um að Ísland sé þróunarríki á sviði umferðaröryggismála eru hreinlega rangar,“ segir hins vegar Sig- urður Helgason, sviðs- stjóri umferðarörygg- issviðs Umferðarstofu. Sigurður bendir á að ofangreint viðmiðunar- ár, árið 2000, sé versta banaslysaár á Íslandi í tæpan aldarfjórðung. Í raun séu tölur um banaslys hérlendis hlutfallslega eins og þær gerist lægstar. Að sögn Sigurðar þarf að skipta tíman- um niður í fimm ára tímabil „til að draga úr áhrifum sveifl- na.“ Þá komi meðal annars í ljós að banaslysum hafi fækkað úr 25,8 að meðaltali á árunum 1986 til 1990 í 21 banaslys árin 1996 til 2000. „Nokkur ár á síðasta áratug urðu fæst dauðaslys á Íslandi mið- að við höfðatöluna frægu af öllum þjóðum innan PRI, alþjóðasam- taka umferðarráða,“ segir Sigurð- ur í yfirlýsingu í gær. Í fimm ára meðaltölum Sigurð- ar er hins vegar ekki reiknað með síðustu tveimur árum, árunum 2001 og 2002. Séu þau reiknuð með sést að á síðasta fimm ára tímabili, árin 1998 til 2002, fjölgaði banaslysum á Íslandi um 42% frá næsta fimm ára tímabili þar á undan. ■ BANASLYS Í UM- FERÐINNI 1991–2002 1991 30 1992 22 1993 22 1994 18 1995 28 1996 11 1997 17 1998 27 1999 22 2000 34 2001 24 2002 29 Heimild: Umferðarráð BORG Í LAMASESSI Fáeinum mínútum eftir að eldurinn braust út gaus mikill reykur upp úr neðanjarðar- lestarstöð í miðbæ borgarinnar. Öll umferð á svæðinu stöðvaðist á meðan slökkvilið og sjúkrabílar þustu á vettvang. Eldur í neðanjarðarlest: Brennu- vargur veld- ur stórslysi SUÐUR-KÓREA, AP Maður er í haldi lögreglunnar í Norður-Kóreu eftir að hafa kveikt eld í neðanjarðar- lestarvagni í borginni Daegu með þeim afleiðingum að yfir 100 manns létust og að minnsta kosti 137 slösuðust. Upphaflega var gert ráð fyrir að nokkrir tugir manna hefðu farist en fljótlega kom í ljós að endanleg tala látinna yrði í kringum 120 manns. Að sögn opinberra talsmanna eru lík- in mörg hver mjög illa farin og því aðeins hægt að bera kennsl á þau með DNA-prófum. Enn er á huldu hvað hinum grunaða gekk til með ódæðisverk- inu en að sögn vitna tók hann upp kveikjara inni í lestarvagninum og kveikti í mjólkurfernu sem innihélt eldfiman vökva. Aðrir farþegar reyndu að stöðva mann- inn þegar þeir áttuðu sig á því hvað hann ætlaðist fyrir en án ár- angurs. ■ Í frétt í gær um banaslys í OECD-löndunum var ranglega sagt að næst á eftir Íslandi hefði fjölgun banaslysa milli áranna 1990 og 2000 verið mest í Grikk- landi. Hið rétt er að næstmest var fjölgunin í Tékklandi, 15%. Á Grikklandi nam fjölgunin hins vegar aðeins 1%, ekki 13% eins og sagði í fréttinni. LEIÐRÉTTING SKOÐANAKÖNNUN Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru þeir stjórnmálamenn sem kjós- endur bera mest traust til sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Tæp 36 prósent kjós- enda treysta Davíð best, en Ingi- björg Sólrún kemur á hæla honum með traust 33 prósenta þeirra sem svöruðu í könnuninni. Davíð Oddsson er einnig efstur á lista yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur treysta síst. Rúm 33 prósent nefna hann þegar spurt er til hvaða stjórnmálamanns þau beri minnst traust. Fleiri van- treysta formanni og forsætisráð- herraefni Samfylkingar en Davíð, en þau njóta þó góðs af því að van- traustið skiptist á milli þeirra. 19 prósent svarenda treysta Össuri Skarphéðinssyni síst. Strax á hæla honum kemur Ingibjörg Sól- rún. 17,5 prósent segjast treysta henni síst. Könnunin sýnir að staða Sam- fylkingarinnar og Sjálfstæðis- flokksins í könnunum birtist einnig í vinsældum og óvinsæld- um leiðtoga flokkanna. Ingi- björg Sólrún situr þó ein að vin- sældunum, en óvinsældir leið- toga Samfylkingarinna skiptast á milli hennar og Össurar Skarp- héðinssonar. Karlar treysta Davíð nokkuð betur en konur. 38% karla treysta honum best en 33% kvenna. Kon- ur vantreysta honum hins vegar mjög. 44% kvenna treysta honum síst. Þá nýtur hann meira trausts á höfuðborgarsvæðinu, 39%, en á landsbyggðinni, 31%. Fleiri konur treysta Ingibjörgu Sólrúnu en karlar; 36% kvenna treysta henni helst meðan 30% karla treysta henni helst. Álíka margir karlar og konur treysta henni síst. Jafn margir treysta Ingibjörgu Sól- rúnu best á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Halldór Ásgrímsson og Stein- grímur J. Sigfússon njóta báðir trausts um tíu prósenta á lands- byggðinni en nær helmingi minna á höfuðborgarsvæðinu. Karlar treysta Halldóri talsvert betur en konur. Konur treysta Steingrími J. litlu betur en karl- ar. Össur Skarphéðinsson sækir stærstan hluta vantrausts síns á höfuðborgarsvæðið. Þar treysta 23% honum síst en 13% á lands- byggðinni. Geir H. Haarde sækir allt sitt traust á höfuðborgar- svæðið, mælist ekki utan þess. ■ DAVÍÐ ODDSSON Umdeildastur allra stjórnmálamanna. Ein- ungis þriðjungur nefnir hann ekki sem þann stjórnmálamann sem nýtur mest eða minnst trausts. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Önnur á lista yfir þá sem njóta mest trausts. Í þriðja sæti á lista þeirra sem njóta minnst trausts, kemur þar fast á hæla formanns síns, Össurar Skarphéðins- sonar. Davíð slær Ingi- björgu Sólrúnu við Forsætisráðherraefni Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tróna efst á lista yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur treysta best. Davíð toppar einnig lista yfir þá sem kjósendur treysta síst. KJÓSENDUR TREYSTA ÞEIM BEST 1. Davíð Oddsson 35,7% 2. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 32,9% 3. Halldór Ásgrímsson 7,8% 4. Steingrímur J. Sigfússon 6,9% 5.-6. Geir H. Haarde 2,4% 5.-6. Jón Kristjánsson 2,4% KJÓSENDUR TREYSTA ÞEIM SÍST 1. Davíð Oddsson 33,3% 2. Össur Skarphéðinsson 19,4% 3. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 17,5% 4. Sturla Böðvarsson 7,3% 5. Steingrímur J. Sigfússon 5,6%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.