Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 22
22 19. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR Betra að verða fimmtugur en ekki AFMÆLI „Ég byrja daginn á því að kenna námskeið í stjórnmála- heimspeki. Það vill nú svo vel til að lexía dagsins er Karl Marx og kenningar hans um byltingar og hvernig þær fara,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófess- or, sem er fimmtugur í dag. Hannes Hólmsteinn verður að kenna til hádegis en þá tekur við undirbúningur fyrir afmælið. „Ég get nú ekki sagt að ég verði upp undir haus í köku- bakstri því það er ekki mín besta hlið,“ segir Hannes Hólmsteinn en hann tekur á móti vinum sín- um á milli klukkan fimm og sjö í dag í Sunnusal á Hótel Sögu. Hannes Hólmsteinn segist ekki ánægður með að verða fimmtugur. Það hefði þó verið enn verra hefði hann ekki náð því. „Ég hugga mig við það. Ég er við ágætis heilsu og í góðu skapi,“ segir afmælisbarnið. Hannes Hólmsteinn segist vera mikill samkvæmismaður þó að hann sé ekki mikið afmælis- barn. „Ég hélt nokkuð myndar- lega upp á þrítugsafmælið mitt. Það var mikið teiti. Síðan hélt ég upp á fertugsafmælið mitt í kyrr- þey en nú get ég ekki annað en viðurkennt aldurinn. Gráu hárin eru orðin of mörg til að ég geti flúið frá því.“ Hannes Hólmsteinn segir að þrítugsafmælið hafi verið afar eftirminnilegt en vonast þó til að afmælið í dag verði enn eftir- minnilegra. „Ég vona að ég eigi líka eftir að halda upp á sextugs-, sjötugs- og áttræðisafmælin. Ég set nú ekki markið hærra í bili.“ Hannes Hólmsteinn er þessa dagana að undirbúa fyrirlestur sem hann heldur næstkomandi föstudag á ráðstefnu félagsvís- indadeildar um rannsóknir í fé- lagsvísindum. Fyrirlesturinn ber titilinn „Hvers vegna eru menntamenn andsnúnir kapítal- isma?“. „Sannleikurinn er sá að menntamenn, og þá einkum blaðamenn og kennarar, eru flestir andvígir kapítalisma,“ segir Hannes Hólmsteinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða skýringar væru á því. Fólk kemst að því sæki það fyrirlesturinn klukkan tólf í stofu 201 í Odda. kristjan@frettabladid.is AFMÆLI KOSNINGAR „Ég hef verið viðloð- andi Frjálslynda flokkinn frá upp- hafi, einkum út af baráttunni gegn kvótakerfinu og óréttlætinu sem í því felst,“ segir Sigurður Ingi Jónsson, 43 ára markaðs- og við- skiptafræðingur. Hann er nýráð- inn kosningastjóri Frjálslynda flokksins. Kosningabaráttan leggst vel í hann. „Þetta verður mjög spennandi,“ segir hann. „Það hefur sýnt sig í undanförn- um kosningum að við mælumst alltaf með hálft fylgi á við það sem við fáum á endanum.“ Sigurður Ingi kom heim til Ís- lands eftir um 12 ára fjarveru í byrjun árs 1998. Þá hafði hann meðal annars dvalið um nokkra hríð í Miðausturlöndum, sem um- boðs- og þjónustuaðili fyrir alþjóð- legt hugbúnaðarfyrirtæki. Hann var með aðsetur í Kúvæt en var farinn þaðan fyrir Persaflóastríð- ið. Hann hefur þó frá ýmsu að segja varðandi Írak. „Ég hef sjald- an eða aldrei séð aðra eins eymd og þar,“ segir hann. „Írak hefur alla burði til að vera mesta vel- megunarríki heims, en í staðinn er almenningi haldið í ánauð vitfirr- inga.“ Hann segist þó vera efins um að innrás í landið muni bæta úr skák. „Það verður lítið mál fyrir Bush að leggja undir sig landið, en ég vil vita hvað hann ætlar að gera næst. Það er lykilatriði.“ Eftir að Sigurður kom heim starfaði hann um hríð hjá Skýrr og síðan hjá Íslandssíma, áður en hann fór í Háskólann í Reykjavík og tók MBA í viðskiptafræði árið 2002. Hann segist vel getað hugsað sér meiri pólitíska þátttöku. „Eftir því sem ég kynnist pólitík betur innan frá finnst mér hún meira og meira spennandi.“ Meðal áhuga- mála Sigurðar eru útivist, og þá einkum stangveiði og skotveiði. Hann og veiðihundurinn Gosi verja löngum stundum saman við veiðar og göngu. Þeir búa líka tveir saman. Sigurður býr nefnilega yfir eiginleika sem er hverjum góðum kosningastjóra nauðsynlegur: hann er einhleypur. ■ Sigurður Ingi Jónsson er nýráðinn kosninga- stjóri Frjálslynda flokksins. Hann er veiðimað- ur og viðskiptafræðingur, á móti kvótakerfinu og hvergi banginn þótt fylgið mælist lítið. Persónan Kosningastjóri með veiðidellu HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Heldur upp á afmæli sitt í Sunnusal Hótel Sögu í dag. Segist ekki vera á kafi í köku- bakstri enda ekki hans sterkasta hlið. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Villi var uppburðarlítill maður.Hann kemur inn á bar og tek- ur fljótlega eftir glæsikvendi sem situr við borð skammt frá. Það tekur Villa óratíma að herða sig upp og gefa sig á tal við drottning- una en honum til mikillar furðu segir hún þannig að heyrist um allan barinn: „Nei, ég ætla ekki að sofa hjá þér!“ Okkar maður kafroðnar og snautar í sætið, niðurbrotinn. Hálftíma síðar kemur kvendið brosandi og segir: „Fyrirgefðu, sjáðu til. Ég er í Háskólanum í sál- fræði og er að stúdera atferlis- fræði...“ Villi grípur fram í fyrir henni og segir stundarhátt: „Ertu brjál- uð? 60 þúsund?“ HÚSIÐ George Robertson lávarður. Tannlæknar. Trinket. 1. 2.. Svör við spurningum á bls. 6 3. Veistu svarið? JARÐARFARIR 13.30 Halla Sveinsdóttir, Brekkubæ 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Sigríður Kristinsdóttir, Þórufelli 20, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju. 13.30 Sigþór Björgvin Sigurðsson, vél- stjóri, Skarðshlíð 13b, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju. 13.30 Valdimar Gunnarsson verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði. 13.30 Þórður Árnason, áður Stórholti 31, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu. 15.00 Rebekka Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunarkona, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík. MINNINGARATHÖFN 14.00 Minningarathöfn í Grindavíkur- kirkju um Elínu Þóru Sigur- björnsdóttur frá Sveinsstöðum í Grímsey. AFMÆLI Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er fimmtugur. Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmað- ur er 46 ára. Nýr ritstjóri hefur verið ráð-inn að erótíska tímaritinu Bleiku og bláu. Hann heitir Ragn- ar Pétursson og er 24 ára gamall Hafnfirðingur. Ragnar tekur við af Hrund Hauksdóttur, sem bú- sett hefur verið í Barcelona síð- ustu mánuði og ritstýrt blaðinu þaðan. Ragnar starfaði áður í filmu- og myndasafni Fróða og hefur samhliða því skrifað í ýmis tímarit á vegum útgáfunnar. Ragnar lagði stund á nám við MR og reyndar Flensborg einnig og fer því í fótspor annars Flens- borgara sem einnig ritstýrði Bleiku og bláu þannig að eftir var tekið, Davíðs Þórs Jónssonar. TÍMAMÓT Hannes Hólmsteinn Gissurarson er fimmtugur í dag. Hann vonast til að afmælið verði eftirminnilegt og stefnir að því að halda upp á næstu þrjú stórafmæli. Segir gráu hárin orðin of mörg til að flýja aldurinn. FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hvíta húsið er hús vikunnar ítvenns konar skilningi. Í þessu hvíta húsi er nefnilega aug- lýsingastofan Hvíta húsið til húsa, við Brautarholt 8. Auglýs- ingastofan er tilnefnd til hvorki fleiri né færri en 18 lúðra á ÍMARK hátíðinni um helgina, en það er önnur saga. Húsið er byggt um 1960 og er arkítektinn Skarphéðinn Jóhannsson, sem var einn af fremstu arkítektum landsins um miðja síðustu öld. Það var Mjólkursamsalan sem lét byggja það og í húsinu var um- fangsmikil starfsemi á vegum hennar: Bílasprautun og verk- stæði fyrir bíla fyrirtækisins, trésmíðaverkstæði og lítið innan- búðarkaupfélag á efstu hæðinni fyrir starfsmenn Mjólkursamsöl- unnar. Árið 1985 keypti Hvíta hús- ið húsið í heilu lagi og lét breyta í skrifstofuhúsnæði. Húsið er 2.050 fermetrar og auglýsingastofan seldi hluta þess en hefur haldið eftir efstu hæðinni þar sem það framleiðir þessar vel heppnuðu auglýsingar sínar. ■ Gjafakot Strandgötu 29, Hafnarfirði Útsölulok á næstu dögum Allt á að seljast, ennþá fullar hillur af útsöluvörum Sjáumst Sími: 555 6770 SIGURÐUR INGI JÓNSSON Dvaldi lengi í Miðausturlöndum og segir Írak hafa alla möguleika á því að verða mesta velmegunarríki veraldar, ef almenni- legri ríkisstjórn yrði komið á.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.