Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 8
8 19. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGUR Lyfjafyrirtæki ásakað: Hefur not- fært sér ótta almennings PEKING, AP Kínversk yfirvöld rannsaka nú hvort alþjóðlega lyfjafyrirtækið Roche hafi not- fært sér þá skelfingu sem greip um sig meðal almennings í suð- urhluta Kína þegar dularfullur sjúkdómur breiddist þar út fyr- ir skemmstu. Talið er að fyrir- tækið hafi reynt að hafa fólkið að féþúfu með því að auglýsa lyf sín á óviðeigandi og villandi hátt. Samkvæmt kínversku dag- blaði þóttust talsmenn Roche vita um hvaða sjúkdóm væri að ræða og auglýstu lyf gegn hon- um en að sögn heilbrigðisyfir- valda er lyfið sem auglýst var ekki ætlað sérstaklega til lækn- inga á umræddum sjúkdómi. ■ ÓTTASLEGINN ALMENNINGUR Óþekkt lungnabólguveira sem breiddist út í suðurhluta Kína olli mikilli skelfingu meðal al- mennings. Brugðust margir við með því að birgja sig upp af lyfjum og sóttvarnargrímum. GJALDÞROT Skiptafundur í þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar hf. verður haldinn á föstudaginn. Sigurður Gizurarson skiptastjóri segir að þá muni hann taka afstöðu til fram- lagðra krafna. „Ég mun gera það eftir því sem ég get, en þetta er ansi flókið og mikið,“ segir Sigurður. „Það er búið að vinna heilmikið í þessu, en hver stór krafa er í rauninni sjálfstætt mál ef hún er eitthvað umdeild.“ Alls bárust um 190 kröfur í þrotabúið og námu þær 2,1 millj- arði króna. Sigurður segir að þessi upphæð geti enn átt eftir að breyt- ast vegna riftunar á samningum. Hann segir að búið sé að gera upp forgangskröfurnar sem tengist launagreiðslum og launatengdum gjöldum. Þær námu um 60 til 70 milljónum króna. Að kröfu Sparisjóðs Hafnar- fjarðar var gert fjárnám í Frjálsri fjölmiðlun þann 26. nóvember árið 2001. Það bar engan árangur og lagði Sparisjóðurinn þá fram gjald- þrotabeiðni 4. desember. ■ FRJÁLS FJÖLMIÐLUN Alls bárust um 190 kröfur í þrotabú Frjálsr- ar fjölmiðlunar, fyrrum eiganda DV, og námu þær 2,1 milljarði króna. Tveggja milljarða gjaldþrot Frjálsrar fjölmiðlunar: Skiptafundur á föstudaginn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Flóð og frosthörkur: Flóðbylgja þegar ísstífl- ur brustu NÝFUNDNALAND, AP Yfirvöld á Ný- fundnalandi lýstu yfir neyðar- ástandi í þorpinu Badger og fluttu íbúa þess á brott í kjölfar mikilla flóða í þremur ám sem renna í gegnum bæinn. Frosthörkur að undanförnu höfðu valdið því að ísklumpar mynduðust í ánum og stífluðu þær. Þegar stíflurnar brustu kom skyndileg flóðbylgja og árnar flæddu yfir bakka sína með þeim afleiðingum að ófremd- arástand skapaðist í bænum. Bílar fóru sums staðar alveg á kaf og vatnsborðið náði víða upp að gluggum á íbúðarhúsum bæjar- ins. Yfirvöld óttast að fleiri stíflur af þessu tagi eigi eftir að bresta og valda enn frekara tjóni. ■ Á KÖLDUM KLAKA Íbúar bæjarins Badger á Nýfundnalandi þurftu að yfirgefa heimili sín þegar þrjár ár flæddu yfir bakka sína og ógnuðu heimil- um þeirra. FLUGMÁLASTJÓRN Á LOKA- SPRETTI Stjórnsýsluúttekt Ríkis- endurskoðunar á Flugmálastjórn mun nú vera á lokasprettinum og von á skýrslu um málið innan hálfs mánaðar samkvæmt upplýs- ingum frá Ríkisendurskoðun. ■ STJÓRNSÝSLA ALLSGÁÐUR FLUTNINGUR Slík tónlist er ekki fyrir kokk- teilpartý heldur tónleika. Vernharður Linnet um flutning djass- standarda. Morgunblaðið, 18. febrúar. SKRÁ SKALTU ÓVINI ÞÍNA Þennan „óvin“ á að nota sem átyllu til að skrá lyfjasögu allrar þjóðarinnar og hafa hana per- sónugreinanlega fyrir þrjár opin- berar stofnanir. Tómas Helgason prófessor um lyfja- gagnagrunn. Morgunblaðið, 18. febrúar. KEFLAVÍKURGÖNGUVEIKIN TEKUR SIG UPP Fróðlegt væri að vita, hvort Mogginn skáldar erlendar fréttir sínar frá grunni eða hvort frétta- stofa einhvers pólitísks sértrúar- safnaðar í útlöndum er að baki. Jónas Kristjánsson segir Morgunblaðið nota lægri tölur um fjölda mótmælenda gegn stríði í Írak en blöð annars staðar. Jonas.is, 18. febrúar. ORÐRÉTT Gróðurhúsaáhrif: Koltvíoxíð grafið í jörðu SYDNEY, AP Hópur ástralskra vís- indamanna rannsakar nú hvort hugsanlegt sé að vinna gegn gróður- húsaáhrifum í heiminum með því að grafa koltvíoxíð í jörðu. Koltvíoxíð er meðal þeirra lofttegunda sem fara út í andrúmsloftið við bruna jarðefnaeldsneytis og geta stuðlað að gróðurhúsaáhrifum. Vísinda- mennirnir segja að í Ástralíu sé nægilegt rými neðanjarðar til þess að grafa umframframleiðslu koltví- oxíðs í landinu næstu 2.000 árin. Enn á þó eftir að ganga úr skugga um hvort þessi aðferð sé örugg og hagkvæm en niðurstaðna er að vænta eftir þrjú til fimm ár. ■ GRÆNMETI Meðalverð á grænmeti hefur lækkað á Íslandi í kjölfar af- náms tolla á tómötum, agúrkum og papriku. Nokkuð algengt er að ein- staka vörur hafi lækkað um 30 til 50%, en innfluttar agúrkur hafa lækkað mest eða um 61%, sam- kvæmt könnun Samkeppnisstofn- unar. Helgi Jóhannesson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að það merkilega við þessa niður- stöðu sé að verð á flestum græn- metistegundum hafi lækkað, ekki aðeins þeim þremur þar sem tollar hafi verið afnumdir. „Bændur voru að fá svipað verð fyrir kílóið af tómötum og agúrk- um í fyrra miðað við árið 2001, en heldur minna fyrir papriku,“ segir Helgi. „Framleiðsla á tómötum og agúrkum hefur aukist, en aftur á móti hafa nokkrir paprikubændur þurft að hætta vegna þess að þeir fá lægra verð en áður.“ Fyrir tveimur árum komust samkeppnisyfirvöld að þeirri nið- urstöðu að fyrirtæki á grænmetis- markaði hefðu haft með sér ólög- mætt samráð. Í kjölfarið voru toll- ar á tegundunum þremur aflagðir og 195 milljónum króna varið í beingreiðslur til innlendra fram- leiðenda þessara tegunda til að jafna samkeppnisskilyrði þeirra við útlönd. Samkeppnisstofnun tel- ur að afnám tolla hafi haft tilætluð áhrif og jafnframt örvað sam- keppni á ávaxtamarkaði. Helgi segir að þessi aðgerð rík- isstjórnarinnar hafi haft góð áhrif og neysla á grænmeti hafi aukist. Hann segir að grænmetisbændur séu samt algjörlega háðir niður- greiðslunni frá ríkinu. Ellegar stæðist innlenda framleiðslan ekki samkeppnina við þá innfluttu, sem væri oft niðurgreidd. Þó könnunin sýni að verð hafi almennt lækkað á einu ári hafa einstaka vörur hækkað í verði. Ber þar helst að nefna skalottulauk, sem hefur hækkað um 129% að meðaltali og kostar kílóið nú um 705 krónur. Í einni versluninni sem könnunin náði til kostaði kílóið 1.192 krónur, en lægsta verðið var 199 krónur. Perlulaukur hefur einnig hækkað mikið eða um 51%. Munurinn á hæsta og lægsta verði perlulauks, sem hækkaði um 51% að meðaltali, var enn meiri. Hæsta verðið var 1.405 krónur kílóið, en lægsta verðið var 169 krónur. trausti@frettabladid.is VERÐÞRÓUN Á GRÆNMETI Meðalverð Meðalverð febrúar 2002 febrúar 2003 Verðaukning Skalottulaukur 308 705 129% Perlulaukur 381 575 51% Vorlaukur 862 1.169 36% Gulrætur 1) 336 383 14% Steinselja 151 168 11% Gulrófur 124 135 9% Bláber 2.618 2.693 3% Ananas 406 416 2% Agúrkur 2) 419 162 -61% Agúrkur 1) 511 250 -51% Rauðlaukur 206 105 -49% Blómkál 492 267 -46% Græn paprika 457 263 -42% Blaðlaukur 306 178 -42% Sellerí 412 220 -42% Melóna 221 130 -41% Spergilkál 548 354 -35% Tómatar 2) 286 191 -33% Miðast við kílóverð í krónum nema stenseljan miðast við verð á 1 poka. 1) Íslensk framleiðsla 2) Innflutt vara Heimild: Samkeppnisstofnun GRÆNMETI ALMENNT LÆKKAÐ Fyrir tveimur árum komust samkeppnisyfir- völd að þeirri niðurstöðu að fyrirtæki á grænmetismarkaði hefðu haft með sér ólögmætt samráð. Í kjölfarið voru tollar á tómötum, agúrkum og papriku aflagðir. Innfluttar agúrkur lækka um 61% Afnám tolla á þrjár tegundir grænmetis hefur víðtæk áhrif. Grænmetisbændur eru eftir sem áður mjög háðir niðurgreiðslu frá ríkinu. Skalottulaukur hefur hækkað um 129% í verði. MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR TILBOÐ SDAGA R Vandaðar heimilis- & gjafavörur Kringlan 4-12 • s. 533 1322 Skurðbretti úr gleri – þrír litir kr. 990

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.