Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 19. febrúar 2003 VIÐSKIPTI AUGNMÆLINGAR Sjóntækjafræðing- ar áttu fund með heilbrigðisráð- herra fyrir helgi um þá kröfu þeirra að fá að mæla sjón fyrir gleraugum, að sögn Kristins Kristinssonar, stjórnarmanns í Félagi sjóntækjafræðinga. Fundur þeirra var vinsamlegur og óskaði heilbrigðisráðherra eftir að fá svigrúm til að ræða við land- lækni um málið. Kristinn segir þó nokkuð að gera hjá sjóntækja- fræðingum en þeir séu í raun og veru að gera það sem þeir alltaf hafi gert. Eini munurinn sé að þeir hafi tilkynnt það nú. „Þjónustan hjá okkur kostar á bilinu 1.500- 2.000 krónur en ég veit ekki hvað augnlæknar taka fyrir að mæla sjón en skilst að það sé að lágmarki 3.000 krónur. Í þessu felst sparnað- ur bæði fyrir viðskiptavininn og þjóðfélagið því augnlæknar fá gre- itt til baka frá Tryggingastofnun,“ segir Kristinn. Í vikunni mun að öllum líkind- um verða rætt að nýju við augn- lækna en Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir hefur sagt að embættið muni ekki líða það að brotin séu lög. „Það þýðir ekki að breytingar gætu ekki orðið á lög- unum en ég reikna með að frá landlækni komi tillaga þar um. Það er hins vegar í hendi ráðherra að ákveða það. Ef svo verður þarf að vanda til þeirrar vinnu og leggja verður lagabreytingar fyr- ir þing,“ segir Haukur Valdimars- son. ■ KOSTAR MINNA Sparnaður felst í því bæði fyrir þjóðfélagið og viðskiptavini að fara beint til gleraugnasal- ans og láta mæla sjónina þar. Sjóntækjafræðingar halda áfram að mæla: Kostar minna en hjá augnlækni BYGGINGARLIST Um 40 tillögur hafa verið lagðar fram í samkeppni Ríkiskaupa um hönnun nýs sendi- herrabústaðar í Berlín. Frestur til að skila inn tillögum rann út í fyrradag en í gær var þó enn von á einhverjum tillögum í hraðpósti samkvæmt upplýsing- um frá Ríkiskaupum. Opna á til- lögurnar í dag. Reiknað er með að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir í næsta mánuði. Í samkeppnislýsingunni kemur meðal annars fram að húsið eigi ekki aðeins að vera heimili sendi- herra Íslands heldur eigi það einnig að vera móttökustaður fyr- ir gesti. Lóðin, sem er 2.600 fer- metrar og liggur að litlu stöðu- vatni, er „í góðu hverfi“ eins og stendur í lýsingunni. Húsið á að hámarki að vera 640 fermetrar og 13 metrar á hæð. Hverfið er hefð- bundið einbýlishúsahverfi. Keppendur í hönnunarsam- keppninni eiga að skila inn kostn- aðarmati sem miðast við bygging- arkostnað á Íslandi. Heildarkostn- aður má ekki fara yfir 250 þúsund krónur á fermetra. Þannig ætti hámarkskostnaður vegna bygg- ingar bústaðarins að nema um 160 milljónum króna. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Mikil þátttaka í keppni um sendiherrabústað í Berlín: Fjörutíu vilja teikna sendiherrabústað TRABENERSTRASSE 68 Lóðin sem ríkissjóður hefur keypt í Gru- newald Berlin-einbýlishúsahverfinu er 35 metrar á breidd og 74 metrar á lengd. TAP Í SVÍÞJÓÐ Tap JP Nordiska, sem er í eigu Kaupþings, var 43,1 milljón sænskra króna eftir skatt, sem samsvarar tæplega 400 milljónum íslenskra króna. BANKARÁÐ LANDSBANKA Banka- ráð Landsbanka Íslands hefur á fyrsta fundi sínum ákveðið skipt- ingu starfa. Björgólfur Guð- mundsson er formaður bankaráðs og Kjartan Gunnarsson varafor- maður bankaráðs. Þorgeir Bald- ursson, Einar Benediktsson og Andri Sveinsson eru meðstjórn- endur. ■ Hraðakstur: Háttsettir ökuþórar DANMÖRK Ráðherrar í dönsku ríkis- stjórninni virða ekki lög um há- markshraða þegar þeir aka um á embættisbílum sínum. Þetta er nið- urstaða könnunar sem fréttastofa sjónvarpsstöðvarinnar TV2 lét gera á aksturslagi ráðherranna. Sjónvarpstöðin hefur við ólík tæki- færi fylgt eftir mismunandi ráð- herrum og myndað ökuferðir þeirra. Upptökurnar sýna að ráð- herrarnir óku umtalsvert hraðar en lög gera ráð fyrir og var hraði þeirra á bilinu 30 til 40 kílómetrar yfir löggiltum hámarkshraða. Við- skipta- og atvinnumálaráðherrann Bendt Bendtsen átti metið en hann ók 41% hraðar en leyfilegt er á sín- um silfraða BMW. ■ MANNSKÆÐUR FELLIBYLUR Hvirfilbylur fór yfir tvö þorp á vestanverðu Indlandi með þeim afleiðingum að að minnsta kosti sjö létust og 60 slösuðust. Yfir 34 hús voru jöfnuð við jörðu á einu augnabliki í öðru þorpinu og 24 hús hrundu í hinu. Á þriðja tug manna er enn saknað. JAPANSKEISARI RISINN ÚR REKKJU Akihito Japanskeisari hefur snúið aftur til starfa eftir mánaðarlangt veikindafrí en hann var skorinn upp við krabba- meini í blöðruhálskirtli 18. janúar síðastliðinn. Gekk aðgerðin vel og er búist við því að keisarinn nái sér að fullu. ASÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.