Fréttablaðið - 20.02.2003, Side 4
4 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
VIÐSKIPTI
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Hefur lækkun grænmetisverðs
aukið grænmetisneyslu þína?
Spurning dagsins í dag:
Áttu von á að atvinnuleysi
minnki fljótlega?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
25%
42%Nei
Veit ekki
33%
ÞRIÐJUNGUR
BORÐAR MEIRA
Lækkandi verð
á grænmeti
hefur aukið
neyslu þriðjungs
þeirra sem skil-
uðu atkvæði í
kjörkassann.
Já
SUMARLEYFI „Ég beið mjög spenntur
eftir því hvað myndi gerast en nú
er ljóst að þetta er það sem koma
skal,“ segir Helgi Jóhannsson,
fyrrum forstjóri Samvinnuferða-
Landsýnar og núverandi fram-
kvæmdastjóri Sumarferða.is, þeg-
ar vefur fyrirtækisins hefur verið
opinn í eina viku með fáheyrðum
árangri: „Heimsóknir á vefinn á
þessari einu viku hafa verið 140
þúsund talsins og við höfum þegar
selt helming þeirra flugsæta sem í
boði eru, eða 2.000 af 4.000 sæt-
um,“ segir Helgi.
Sumarferðir.is bjóða upp á
Spánarflug með Airbus-vél frá
spánska flugfélaginu Spanair,
sem er að hluta til í eigu SAS. Um
borð verður full
þjónusta með til-
heyrandi bíósýn-
ingum eins og
tíðkast hjá stærri
f l u g f é l ö g u m .
Flugsæti til Spán-
ar með Sumar-
ferðum kostar frá
30 þúsund krónum
og fyrir 50 þúsund
er hægt að fá flug
og gistingu á lúx-
ushóteli. Helgi staðhæfir að fjöl-
skylda geti sparað frá 60 þúsund
krónum og allt upp í 140 þúsund
krónur með því að bóka á vef
Sumarferða: „Við erum einfald-
lega komin í breytt umhverfi og
fólk getur reiknað þetta út sjálft,“
segir hann.
Aðeins tveir starfsmenn stýra
starfseminni á skrifstofu Sumar-
ferða og er Helgi annar þeirra.
Önnur þjónusta, svo sem sölu-
starfsemi, er unnin í samstarfi við
sérhæfða aðila á því sviði og yfir-
byggingin fyrir bragðið í lág-
marki. Það sama gildir um tækja-
og tölvubúnað því það eru við-
skiptavinirnir sjálfir sem leggja
hann til heima hjá sér:
„Eftir þessar viðtökur er freist-
andi að bjóða upp á nýja ákvörðun-
arstaði með sama verklagi. Við
hyggjumst kynna þá ef af verður
innan tveggja vikna,“ segir Helgi
Jóhannsson. ■
HELGI
JÓHANNSSON
Ótrúlegar viðtökur
í nýju viðskipta-
umhverfi.
140 þúsund heimsóknir á sumarferdir.is:
Helmingur ferðanna seldist á viku UNDIR ÁÆTLUN Afkoma Opinna
kerfa var undir áætlunum félags-
ins. Hagnaður síðasta árs var
tæpar 50 milljónir. Afkoma móð-
urfélagsins var slakari en áætl-
anir sögðu til um. Mestu munar
um niðurfærslu hlutafjáreignar.
Datapoint í Svíþjóð, sem er í eigu
Opinna kerfa, gekk vel.
LANDSBANKARESTIN SELD Ríkis-
sjóður hefur ákveðið að selja 2,5
prósenta eignarhlut sinn í Lands-
banka Íslands.Útboðsgengi verður
birt þann 24. febrúar eftir lokun
markaða og verður gengið ákveð-
ið með hliðsjón af markaðsað-
stæðum síðustu vikurnar fyrir út-
boðið. Sölutímabilið verður frá 25.
febrúar til 3. mars en getur orðið
styttra ef allt hlutaféð selst fyrr.
SÞ GAGNSLAUSAR? „Ef Samein-
uðu þjóðirnar geta ekki fram-
fylgt sínum eigin samþykktum,
samþykktum sem hafa verið til
staðar í 12 ár, segir það ýmislegt
um gagnsemi þeirra þegar við
horfum til framtíðar,“ sagði
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti. Bandaríkjamenn og Bretar
hyggjast leggja fram tillögu að
samþykkt sem heimili beitingu
vopnavalds gegn Írökum.
ESB HEFUR HLUTVERK Evrópu-
sambandinu ber að leitast eftir að
tryggja frið í Írak, sagði George
Papandreou, utanríkisráðherra
Grikklands. Hann sagði samband-
ið mundu hafa náið samráð við
arabaríki og Bandaríkin um lausn
deilunnar.
AÐSTOÐ VIÐ TYRKI SAMÞYKKT
Atlantshafsbandalagið samþykkti
í gær formlega að flytja radar-
flugvélar, Patriot-eldflaugar og
varnarbúnað gegn efna- og sýkla-
vopnum til Tyrklands.
EKKERT SEM RÉTTLÆTIR STRÍÐ
Rashid Ahmed, upplýsingaráð-
herra Pakistans, segir vopnaeftir-
litsmenn í Írak ekki hafa fundið
neitt sem réttlæti stríð. Pakistan
á sæti í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna, en Ahmed vildi ekki
segja hvort Pakistanir myndu
samþykkja innrás.
DÓMSMÁL Liðlega fimmtugur sí-
brotamaður hefur verið dæmdur í
fjögurra mánaða fangelsi fyrir að
stela fartölvu og anórakk.
Maðurinn, sem frægur varð af
heimildarkvikmynd sem bar gælu-
nafn hans, Lalli Johns, á að baki
samfelldan sakaferil frá árinu
1969 og hefur hlotið 40 refsidóma.
Tveir menn sem sáu Lalla koma
frá íbúðarhúsi við Tjarnagötu
seint um nótt í fyrrahaust stöðv-
uðu för hans og tóku af honum þýf-
ið. Sjálfur hafði Lalli sig á brott.
Hann bar síðar að hann hefði fund-
ið tölvuna og anórakkinn í tösku á
tröppum hússins og viljað koma
henni í réttar hendur. Þá hafi tveir
menn komið aðvífandi.
Lalli sagðist hafa verið á leið til
vinar síns og komið við í húsi sem
AA-samtökin hafa við Tjarnar-
götu. Þar hafi fólk boðið honum í
samkvæmi í Suðurgötu en hann
orðið viðskila við fólkið. Á leiðinni
hafi hann komið við í húsinu þar
sem tölvan var. Þar hafi verið að
skemmta sér margt þjóðþekktra
manna sem hann neitaði þó að til-
greina nánar. Samkvæmt fram-
burði fjögurra vitna þótti hins veg-
ar sannað að alls enginn mann-
fögnuður hafi verið í húsinu um-
rædda nótt. ■
LITLA-HRAUN
Lalli Johns hefur nú fengið fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir þjófnað í september.
Lalli Johns sem fer í steinninn fyrir fartölvuþjófnað:
Boðið í partý
á AA-fundi
ERLENT
BORGARMÁL Þórólfur Árnason,
nýráðinn borgarstjóri í Reykja-
vík, gagnrýnir fjármálastjórn
Reykjavíkurborgar í stjórnartíð
Sjálfstæðisflokksins harðlega í
greinargerð sem lögð var fram í
borgarráði vegna fyrirspurnar
sjálfstæðismanna um fjármál
borgarinnar.
Í greinargerðinni bendir borg-
arstjóri á ýmsa vankanta í fjár-
málastjórn Sjálfstæðismanna á
árunum 1990 til 1994. Þá stjórn-
uðu þeir Davíð Oddsson, Markús
Örn Antonsson og Árni Sigfússon
borginni. Máli sínu til stuðnings
vekur borgarstjóri athygli á að
heildarskuldir borgarsjóðs hafi
verið um 16,3 milljarðar króna
árið 1994 þegar sjálfstæðismenn
hafi farið frá völdum, en 16,4
milljarðar árið 2002. Hreinar
skuldir borgarsjóðs hafi verið
11,5 milljarðar árið 1994 en 9,5
milljarðar árið 2002.
Í umfjöllun sinni um fjárhags-
stöðu borgarsjóðs milli áranna
1990 og 1994 styðst Þórólfur við
úttekt Endurskoðunar Sig.Stef-
ánssonar og Deloitte & Touche.
Samkvæmt henni hafði peninga-
leg staða borgarsjóðs, á verðlagi
ársins 1994, versnað um tæplega
8,2 milljarða króna frá árslokum
1990 til 30. júní 1994. Í greinar-
gerð borgarstjóra segir að versn-
andi stöðu ríkissjóðs á þessu
tímabili megi rekja til þess að
kostnaður við rekstur og fram-
kvæmdir hafi verið langt um-
fram skatttekjur. Fé til fram-
kvæmda hafi því verið ekkert
nema lánsfé.
Borgarstjóri segir í greinar-
gerðinni að hreint veltufé hafi
rýrnað um 2,8 milljarða króna á
einu og hálfu ári í stjórnartíð sjálf-
stæðismanna og verið neikvætt
um 3,3 milljarða árið 1994. Borgar-
sjóður hafi einkum komist hjá
vandræðum vegna slæmrar veltu-
fjárstöðu með því að taka lán hjá
eigin fyrirtækjum. Frá árinu 1990
til ársloka 1993 hafi skuldir við
fyrirtækin fjórfaldast og numið
1,5 milljörðum króna. Þá hafi lang-
tímaskuldir aukist um 180%.
trausti@frettabladid.is
NÝI BORGARSTJÓRINN GAGNRÝNIR
Í greinargerð Þórólfs Árnasonar segir að versnandi stöðu ríkissjóðs á árunum 1990 til
1994 megi rekja til þess að kostnaður við rekstur og framkvæmdir hafi verið langt um-
fram skatttekjur.
Fjármálastjórn sjálf-
stæðismanna gagnrýnd
Nýráðinn borgarstjóri gagnrýnir fjármálastjórn Reykjavíkurborgar í
stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Á árunum 1990 til 1994 hafi peningaleg
staða borgarsjóðs versnað um 8,2 milljarða.
BORGARSTJÓRAR REYKJAVÍKUR
Davíð Oddsson
27. maí 1982 – 16. júlí 1991.
Markús Örn Antonsson
16. júlí 1991 – 17. mars 1994.
Árni Sigfússon
17. mars 1994 – 13. júní 1994.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
13. júní 1994 – 1. febrúar 2003
Þórólfur Árnason
1. febrúar 2003 –
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að
R-listinn geti síður en svo eignað Sjálf-
stæðisflokknum allar þær skuldir sem hafi
orðið til milli áranna 1990 og 1994.
Borgarfulltrúi svarar
borgarstjóra:
Ómarktæk
gagnrýni
BORGARMÁL Ótækt er að gagnrýna
Sjálfstæðisflokkinn fyrir laka
fjármálastjórn á árunum 1990 til
1994, að sögn Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar, borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins.
Vilhjálmur Þ., sem einnig sat í
borgarstjórn á þessum árum, seg-
ir að R-listinn hafi tekið við völd-
um um mitt ár 1994 og eytt mikl-
um fjármunum á seinni hluta árs-
ins. R-listinn geti því síður en svo
eignað Sjálfstæðisflokknum allar
þær skuldir sem hafi orðið til á
þessu tímabili.
„Það var farið mjög rækilega
yfir þetta á sínum tíma og það
urðu mjög miklar deilur,“ segir
Vilhjálmur Þ. „Þetta voru erfið ár.
Við fórum í mjög miklar aðgerðir
til þess að verjast atvinnuleysinu
á árunum 1993 og 1994 og settum
í það verulega fjármuni, enda
hafði það mikið að segja. Við gerð-
um örugglega miklu meira en þeir
eru að gera núna.“
Vilhjálmur Þ. segir að sjálf-
stæðismenn hyggist fara yfir svar
borgarstjóra við fyrirspurn
þeirra um fjármál borgarinnar á
borgarstjórnarfundi í dag. ■
Gephardt í framboð:
Réðist að
Bush
ST. LOUIS, AP Dick Gephardt gagn-
rýndi stjórn George W. Bush
Bandaríkjaforseta harkalega um
leið og hann tilkynnti framboð sitt í
forkosningum demókrata.
Gephardt sagði að stefna Bush
hefði skilið Bandaríkjamenn eftir
einangraða á alþjóðavettvangi og
illa stadda heima fyrir.
Fyrsta loforð Gephardt var að
fella skattalækkanir Bush úr gildi
og verja fénu til að tryggja öllum
vinnandi mönnum heilbrigðis-
tryggingu. Gephardt á 26 ára þing-
feril að baki og leiddi demókrata í
fulltrúadeildinni í síðustu fjórum
kosningum. ■
TILKYNNT UM FRAMBOÐ
Dick Gephardt sagði Bandaríkjamenn
þurfa á reynslumiklum manni að halda.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
Ó