Fréttablaðið - 20.02.2003, Síða 9
9FIMMTUDAGUR 20. febrúar 2003
Samkeppnisráð ákvarðar vegna kvörtunar Jórvíkur:
Ríkisstyrkir raska ekki samkeppni
SAMKEPPNISMÁL Ríkisstyrkir til
Flugfélags Íslands og Íslands-
flugs og samvinna flugfélaganna
raska ekki samkeppni að mati
samkeppnisráðs.
Flugfélagið Jórvík sendi Sam-
keppnisstofnun kvörtun vegna
málsins í byrjun janúar. Telur fé-
lagið samkeppnisstöðu sína óviðu-
nandi þar sem hin félögin þiggi
ríkisstyrki í ýmsu formi og hafi
með sér samvinnu, sérstaklega á
leiðinni milli Reykjavíkur og
Vestmannaeyja.
Í úrskurði samkeppnisráðs
segir að flugfélögin hafi fengið
styrki að undangengnu útboði.
Enn fremur segir að samstarfs-
samningar þeirra, sem feli annars
vegar í sér umboð Flugfélags Ís-
lands til að selja farþega- og
fraktflutninga í áætlunarflugi Ís-
landsflugs innanlands og hins
vegar flugafgreiðslu í Reykjavík
og Vestmannaeyjum, raski ekki
samkeppni. Samkeppnisráð telur
því ekki ástæðu „til að hafast
frekar að vegna máls þessa“. ■
Kárahnjúkar:
Maður
slasaðist í
grjóthruni
SLYS Maður slasaðist við vinnu að
jarðgangagerð við Kárahnjúka í
fyrrinótt. Grjót hrundi úr fjög-
urra metra hæð á manninn, sem
rifbeinsbrotnaði og marðist. Í
fyrstu var talið að hann væri
meira slasaður og var þyrla
Landhelgisgæslunnar send af
stað austur en snúið við þegar
annað kom á daginn. Maðurinn
var fluttur með bíl á Heilbrigðis-
stofnun Austurlands á Egilsstöð-
um þar sem gert var að sárum
hans. ■
HLÍÐASKÓLI
Kjósendur í Hlíðum sunnan Miklubrautar,
sem hingað til hafa kosið að Kjarvals-
stöðum, kjósa í Hlíðaskóla í vor.
Nýr kjörstaður:
Kosið í
Hlíðaskóla
KOSNINGAR 2003 Borgarráð leggur
til að kjörstaðir í alþingiskosning-
unum í vor verði þeir sömu og
voru í borgarstjórnarkosningun-
um í fyrra, jafnframt því að nýr
kjörstaður verði í Hlíðaskóla, en
kjósendur í Hlíðum sunnan Miklu-
brautar sóttu áður kjörstað á
Kjarvalsstöðum. Þá munu íbúar í
Grafarholti sækja kjörstað í
Íþróttamiðstöðina í Grafarvogi í
stað Árbæjarskóla áður. Alls er
gert ráð fyrir 97 kjördeildum í
Reykjavíkurkjördæmunum á 12
kjörstöðum í vor.
Í Reykjavíkurkjördæmi suður
er lagt til að kjörstaðir verði í
Hagaskóla, Hlíðaskóla, Breiða-
gerðisskóla, Ölduselsskóla,
Íþróttamiðstöðinni við Austur-
berg og Árbæjarskóla. Alls er
gert ráð fyrir 47 kjördeildum í
kjördæminu.
Í Reykjavíkurkjördæmi norð-
ur verði kjörstaðir í Ráðhúsinu, að
Kjarvalsstöðum, í Laugardalshöll,
Íþróttamiðstöð Grafarvogs,
Borgaskóla og ein kjördeild á
Kjalarnesi. Alls verða 50 kjör-
deildir í kjördæminu. ■
Flugvélarflak finnst:
Fórst fyrir
30 árum
ECUADOR, AP Fjallgöngumenn sem
voru á göngu í hæsta fjalli
Ekvador í Suður-Ameríku fundu
leifar af flugvél sem fórst við
fjallið fyrir hartnær þremur ára-
tugum. Leitarmenn voru sendir á
staðinn og fundu þeir einnig jarð-
neskar leifar sem taldar eru til-
heyra farþegum vélarinnar.
Sérfræðingar sem rannsakað
hafa flakið staðfesta að um sé að
ræða flugvél sem fórst árið 1976
með 59 manns innanborðs. Ljóst
er að eitthvað af jarðneskum leif-
um farþeganna liggur undir jök-
ulís og ofan í sprungum og verð-
ur það að vera þar um ókomna
tíð. ■
FLUGFÉLAGIÐ JÓRVÍK
Í úrskurði samkeppnisráðs segir að Flugfé-
lag Íslands og Íslandsflug hafi fengið styrki
að undangengnu útboði.
EKKI STRÍÐ Í KÓREU Roh Moo-
hyun, sem tekur við embætti for-
seta Suður-Kóreu í næstu viku,
segist andvígur því að hervaldi
verði beitt til að knýja Norður-
Kóreumenn til að virða skuld-
bindingar um að koma sér ekki
upp kjarnorkuvopnum.
ASÍA