Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 20.02.2003, Qupperneq 18
18 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGURSKÍÐASTÖKK SKÍÐASTÖKK UNDIRBÚIÐ Bandaríski ljósmyndarinn David Burnett fékk þriðju verðlaun í flokki íþróttamynda á World Press Photo-sýningunni. Myndin er frá Ólympíuleikunum í Salt Lake City þar sem skíðastökkvarar sjást undirbúa sig fyrir stökk. M A G N A LÝSI hf www.lysi.is N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 8 6 2 3 /s ia .i s Þrjár tegundir áhrifaríkra mjólkursýrugerla frá Institut Rosell, sem eru hluti af náttúrulegri þarmaflóru líkamans. Inntaka mjólkur- sýrugerla er árangursrík leið til að viðhalda jafnvægi og reglu á meltingu. Í hverju hylki eru 5 billjónir lifandi gerla. MELTINGAR- BÓT FÓTBOLTI Átta leikir verða háðir í 16 liða úrslitum Evrópukeppni fé- lagsliða í kvöld. Liverpool sækir franska liðið Auxerre heim í fyrri leik liðanna. Liðin mættust síðast í Evrópu- keppni félagsliða árið 1991. Þá vann Liverpool 3:2 samanlagt eft- ir að hafa tapað fyrri leiknum 2:0. Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóra Liverpool, hlakkar til að ferðast til heimalands síns og mæta þar frönsku liði. „Ég finn til mikils stolts því þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til heimalandsins til að stjórna Liverpool í leik. Það er alltaf sérstakt að spila í heima- landinu og þessi leikur er enn merkilegri vegna þess að ég ber mikla virðingu fyrir knattspyrnu- stjóra liðsins [Frakkanum Guy Roux]. Houllier hefur hvatt framherj- ann Michael Owen til að slá markamet Ian Rush í Evrópu- keppninni, sem er 20 mörk. Owen er aðeins einu marki frá metinu. „Það sýnir bara hversu mikill gæðaleikmaður hann er að vera nálægt þessu meti. Ég er ánægður með frammistöðu hans á leiktíð- inni því hann hefur bæði búið til færi fyrir aðra og skorað mörk.“ Á meðal annarra leikja kvölds- ins er viðureign Celtic og Stutt- gart. Auk þess taka Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu Berlín á móti portúgalska liðinu Boavista. ■ Evrópukeppni félagsliða í kvöld: Houllier á heimaslóðum HOULLIER Gerard Houllier verður á heimaslóðum í kvöld. Liverpool hefur þrívegis unnið Evrópukeppni félagsliða. Shane Mosley: Berst ekki við De la Hoya BOX Shane Mosley mun ekki mæta Oscar de la Hoya í hringn- um í september eins og áætlað var. Bob Arum, skipuleggjandi bardagans, hafði gert samning við umboðsmann Mosley um að boxarinn fengi 4,25 milljónir dollara í sinn hlut. Sugar Shane, eins og hann er oft kallaður, átti að gefa svar fyrir mánudaginn en þar sem það kom ekki var boðið dregið til baka. Talið er að Shane hafi viljað fá meira fyrir sinn snúð. De la Hoya átti að fá 12 milljónir dollara í sinn hlut. „Hann gaf mér ekki svar svo við erum hættir við bardagann,“ sagði Arum. „Shane ofmetur hæfileika og vinsældir sínar. Við munum finna einhvern annan til að berjast við de la Hoya.“ Arum segir möguleika á því að de la Hoya mæti Fernando Vargas á ný. ■ DE LA HOYA Oscar de la Hoya mun ekki mæta Shane Mosley í hringnum eins og áætla var. HNEFALEIKAR Svo virðist sem bar- dagi hnefaleikakappans Mike Tyson og Clifford Etienne muni fara fram þrátt fyrir allt. Tyson hafði aflýst bardaganum vegna veikinda en hefur snúist hugur og er nú kominn til Memph- is í Bandaríkjunum, þar sem bar- daginn á að fara fram á laugar- daginn. Orðrómur hefur verið uppi um að Tyson hafi samþykkt að heyja bardagann eftir viðræður við bandarísku kapalsjónvarpsstöð- ina Showtime, sem ætlar að sýna frá viðburðinum. Freddie Roach, þjálfari Tyson, er ekki sammála þessu. „Ég held að hann hafi ekki verið undir þrýstingi. Honum leið bara betur í morgun [gærmorg- un]. Ekki er þó alveg öruggt að bar- daginn muni fara fram því Etienne er ekki ánægður með þró- un mála undanfarna daga. „Búið er að setja bardagann aftur á en við þurfum samt að glíma við eitt vandamál: Clifford vill ekki berj- ast. Hann segir að Tyson geti ekki ráðskast með sig og sagt hvenær hann eigi að berjast og hvenær ekki,“ sagði umboðsmaður kapp- ans. Brian Young, skipuleggjandi bardagans, segist eiga von á að málið leysist. „Ef það leysist ekki verður bardagi samt sem áður háður. Ef Clifford vill ekki berjast verður bara náð í einhvern annan sem vill það.“ ■ Bardagi Tyson og Etienne verður háður: Tattóveruðum Tyson snýst hugur HÚÐFLÚRAÐUR Mike Tyson með nýja húðflúrið sitt sitjandi í þotu á leið til Memphis. „Mike sagði mér að hann vildi berjast og við erum komnir hingað til þess,“ sagði þjálfari Tyson í gær. AP /M YN D FÓTBOLTI Skráning í skólann hefur staðið yfir undanfarna daga og segist Arnór vera mjög ánægður með móttökurnar. „Viðbrögðin hafa verið frábær í einu orði sagt. Það eru komnir hátt í 70 krakkar inn núna og ann- ar eins hellingur af heillaóskum. Menn tala um að það hafi verið tími kominn á þetta og að þetta sé frábært framtak. Það gefur manni ansi mikið. Við erum bara rosalega ánægðir með móttökurn- ar og bjuggumst ekki við svona mörgum á þetta fyrsta nám- skeið.“ Arnór, sem einnig starfar sem umboðsmaður fyrir knattspyrnu- menn, segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í lang- an tíma. „Mig langaði að láta reyna á þetta og skapa mér von- andi framtíðarstarf. Ég hugsa til lengri tíma og planið er að setja þetta upp aftur í september og þá í alls sjö mánuði á ári. Við ætlum að nota þessar fimm vikur sem prófstein á það hvar er þörf á að betrumbæta og laga.“ Að sögn Arnórs er vissum þátt- um mjög ábótavant hjá ungum ís- lenskum knattspyrnumönnum, þar á meðal grunnþáttum í tækni og leikskilningi. Verður unnið markvisst í þessum atriðum í skólanum, en fyrsta námskeiðið mun standa yfir í fimm vikur. Unglingar, að mestu 13 ára og eldri, munu sækja skólann. Þrátt fyrir að strákar séu í meirihluta hafa á annan tug stúlkna einnig skráð sig. Aðspurður segir Arnór að stelpurnar verði ekki settar í sérhóp á æfingunum. „Fyrsta æf- ingin fer í að setja upp æfingarn- ar og síðan verður skipt í styrk- leikaflokka. Það er mjög gott ef maður getur sigtað út því þá held ég að hver og einn hópur fái sem mest út úr æfingunni.“ Arnór segir að það komi í ljós á næstunni hvort grundvöllur sé fyrir skóla sem þennan í framtíð- inni. „Það hefur verið mikill áhugi fyrir þessu og þeir styrktaraðilar sem við höfum talað við hafa tek- ið mjög vel í þetta þannig að við erum bjartsýnir.“ Einn styrktaraðilanna er Mjólkursamsalan, sem mun taka þátt í að útvega morgunmat sem krakkarnir fá eftir æfingarnar. Að sögn Arnórs hefur enginn kvartað yfir því að þurfa að mæta svona snemma. Helstu vand- kvæðin gætu aftur á móti legið í því fyrir foreldrana að skutlast með krakkana til og frá skólan- um. „Auðvitað skilur maður að þetta er erfitt, en ef krakkarnir hafa metnað og áhuga þá er það foreldranna að taka þátt í þeim áhuga og sinna honum. Maður þurfti að gera þetta sjálfur í at- vinnumennskunni að vakna snemma og æfa þrisvar á dag. Það er ótrúlegt með þennan tíma að þetta venst allt saman.“ freyr@frettabladid.is Frábær viðbrögð við knattspyrnuskóla Hátt í 70 krakkar hafa skráð sig í knattspyrnuskóla Arnórs Guðjohnsen. Fyrsta æfingin er næsta þriðjudag klukkan 6.30 um morguninn. Arnór segir engan hafa kvartað yfir hinum óvenjulega æfingatíma. ARNÓR Arnór Guðjohnsen er fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu. Æfing- arnar í knattspyrnuskólanum fara fram í Egilshöll og í Fífunni. Yfirþjálfarar verða þeir Þor- lákur Árnason, þjálfari Vals, og Zelkjo Sankovic. Auk þess mun Birkir Kristinsson annast markvarðaþjálfun. Arnór hyggur á náið samstarf í framtíðinni við íslensk knattspyrnufélög í tengslum við skólann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.