Fréttablaðið - 20.02.2003, Side 26
26 20. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
Útsala
Úr, skartgripir og postulín
15-50% afsláttur
Laugavegi 61
Sími 552 4910 úrad. 552 4930
SKÓLI Í Menntaskólanum við
Hamrahlíð standa nú yfir svokall-
aðir Lagningadagar. Dagar þessir
eru þemadagar sem haldnir eru til
að brjóta upp almenna kennslu á
vorönn, enda sú önn jafnan lengri
en haustönnin. Nemendur þurfa
þá ekki að sækja hefðbundnar
kennslustundir en sækja þess í
stað ýmiss konar viðburði. Í boði
eru mörg forvitnileg námskeið
svo sem krufning á rottum,
fræðsla í kynlífi, hvernig á að
koma fram við konur, bogfimi,
glerblástur, magadans, nudd og
blindraganga. Á síðasttalda nám-
skeiðinu gefst nemendum kostur
á að upplifa það hvernig er að
vera blindur.
„Það eru tveir blindir nemend-
ur í skólanum og þeir eru í miklu
uppáhaldi hjá öðrum nemendum,“
útskýrir Svala Ragnarsdóttir, sem
er í Lagningadaganefnd. „Þeir
ætla að halda námskeið um það
hvernig er að vera blindur. Þeir
munu leiða nemendur um skólann
en það verður bundið fyrir augu
þeirra og blindrastafir notaðir.
Það er mjög mikil ásókn í það
námskeið.“
Nemendur þurfa að safna tólf
punktum til að fá ekki fjarvist í
kladdann. Svala segir að nemend-
ur taki Lagningadögunum afar vel
og eru flest námskeið vel sótt.
Sjálf hafði hún setið mun fleiri
námskeið en kröfur eru gerðar
um.
Lagningadaganefnd heldur
utan um þemadagana ásamt nem-
endastjórn en hún stendur í þrjá
daga. Í gær var sérstök árshátíð-
arsýning hjá Leikfélagi MH þar
sem verkið Örlaganornir var
sýnt í Austurbæ. Í kvöld halda
nemendur árshátíð sína á Grand
Hótel. ■
KAFFIHÚSASTEMNING
Skólanum er breytt í tilefni daganna og er meðal annars búið að koma fyrir kaffihúsi á fyrstu hæð skólans. Þar eru seldar
hnallþórur og vöfflur auk þess sem ýmsir listamenn troða upp.
Lagningadagar í MH:
Hvernig er að
vera blindur?
ÓKIND
Hljómsveitin Ókind lék fyrir gesti kaffihússins.
SVALA RAGNARSDÓTTIR
Er einn af skipuleggjendum Lagningadaga
í Menntaskólanum í Hamrahlíð.
JÚRÓVISJÓN Í gær léku þeir félagar
Ólafur Páll Gunnarsson og Freyr
Eyjólfsson í útvarpsþættinum
Popplandi Júróvisjónframlag okk-
ar Íslendinga og strax á eftir lag-
ið „Right Here Waiting“ með
Richard Marx sem kom út árið
1989. Þeir voru að velta því fyrir
sér hvort lögin væru lík og þá að
lag Hallgríms Óskarssonar
„Segðu mér allt“ væri jafnvel
stolið. Skemmst er frá því að
segja að það trylltist allt og ljóst
má vera að Söngvakeppni Evr-
ópskra sjónvarpsstöðva er ofar-
lega í hugum landsmanna.
„Jú, viðbrögðin voru ofboðsleg
– símtölum og tölvupósti bókstaf-
lega rigndi yfir okkur þar sem
fólk ýmist hélt því fram að þetta
væri alveg eins eða reifst og
skammaðist: Þetta væri allt ann-
að. Sjálfur legg ég ekki mat á
þetta,“ segir Óli Palli, sem segist
geta haldið langa ræðu um lög
sem líkjast hvert öðru: „Byrjaðu í
dag að elska með Geirfuglum er
til dæmis alveg eins og Knocking
on Heavens Door með Dylan og
Hjálpaðu mér upp með Nýdönsk.
Það er bara gaman að þessu.“
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
útsetti lagið fyrir Hallgrím en
sjálfur er hann er lagahöfundur.
„Sá er heyrnarlaus sem ekki heyr-
ir að lögin eru lík, þarna er vissu-
lega ákveðinn skyldleiki. En ekki
eru sömu nótur nema fyrstu fjór-
ar. Þá er annar hljómagangur. Og
þannig má í raun lengi telja;
riþminn er annar og nóturnar rað-
ast annars vegar á offbeat og hins
vegar á downbeat og svo fram-
vegis,“ segir Þorvaldur og ítrekar
að engin leið sé að saka Hallgrím
um stuld í þessu sambandi. ■
Útvarpsmenn líktu „Segðu mér allt“ við „Wherever you go“:
Mikil viðbrögð hlustenda
BIRGITTA HAUKDAL
Spennan í tengslum við Júróvisjónþátt-
töku hennar eykst og nú eru menn að
velta því fyrir sér hvort lagið „Segðu
mér allt“ líkist „Right Here Waiting“
með Richard Marx.
NÚ KLÁRUM VIÐ
ÚTSÖLUNA.
Útsölulok laugardag
fimm verð í gangi:
1.000, 1.900, 3.900,
4.900 og 5.900.
ATH: Erum að taka
upp nýjar vörur.
Einn klár
á hæstu
tinda
heims!!!!
Nissan Patrol
Elegance 03/01
Blár/tvílitur s.sk.
ek. 40 þ. km,
44“ fullbreyttur.
Sjón er
sögu ríkari.
Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur
Bíldshöfða 10 • 110 Reykjavík • S. 587-8888
Nissan Patrol
Elegance 04/01
svartur, s.sk,
ek. 39 þ. km
35“ breyttur.
Samlitur, grind
og kastarar.
Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur
Bíldshöfða 10 • 110 Reykjavík • S. 587-8888
www.bilasalarvk.is
www.bilasalarvk.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
HVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA?
Heiðrún Jónsdóttir,
upplýsingafulltrúi Landssímans.
„Ég er að lesa Sölku Völku í þriðja sinn. Ég
las hana síðast fyrir fimm árum síðan og
það er afskaplega kærkomið að endurnýja
kynnin við hana. Svo er ég að lesa Stafa-
karlana og Jón Odd og Jón Bjarna fyrir son
minn sem er fimm ára og ég er ekki frá því
að ég skemmti mér betur en hann yfir þeim
bræðrum.“