Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 2
2 8. mars 2003 LAUGARDAGUR Hannes Hólmsteinn hefur gagnrýnt Bónusfeðga mjög fyrir að vera halla undir Samfylkinguna og segist sannfærður um að Davíð segi satt um meint 300 milljóna króna boð Jóns Ásgeirs til Davíðs Oddssonar. Ég versla þar sem verðið er lægst og stund- um er heppilegt fyrir mig að versla í Bónus. Það er nefnilega þannig að markaðurinn spyr ekki hvernig brauðið er á litinn, heldur hvernig það bragðast.“ SPURNING DAGSINS Hannes Hólmsteinn, verslar þú í Bónus? HÓTEL Svo illa vildi til að 200 fer- metra snjóhús sem reist hafði verið við Sel-Hótel Mývatn á Skútustöðum bráðnaði skömmu áður en vígja átti það á vélsleða- móti sem þar fór fram: „Það er allt of hlýtt hér. Þetta var óheppilegt,“ segir Ásdís Jó- hannesdóttir, hótelstýra á Sel- Hóteli, sem hafði hlakkað til að fylla snjóhúsið af vélsleðafólki og bjóða upp á veitingar á ísbar sem þar átti að vera. „Við erum búin að vera lengi að þessu. Teikningar af húsinu voru til í sumar og svo reistum við stálgrind með vírneti í lofti sem sprauta átti yfir vatni og frysta. Síðan átti að hylja þetta með snjó. En svo bráðnaði allt og nú stendur grindin ein eftir,“ segir hótelstýran hálfgáttuð en vonast þó eftir snjó hið fyrsta. „Það er verið að smíða fyrir okkur kæli- pressu á Akureyri og þegar hún verður komin eru meiri líkur á að snjórinn haldi sér lengur,“ segir hún. Snjóhúsið sem hér um ræðir var í ætt við það sem frægt er úr James Bond-kvikmyndinni sem tekin var að hluta til hér á landi, í grennd við Höfn á Hornafirði. „Þetta var bara minna,“ segir Ás- dís Jóhannesdóttir. ■ Vetrarhátíð og hlýindi við Mývatn: Snjóhúsið bráðnaði SNJÓHÚSIÐ Á SKÚTUSTÖÐUM Snjórinn bráðnaði. Grindin ein eftir. BÖRN Fleiri strákar en stelpur fæddust hér á landi í fyrra. Alls fæddust 4.048 börn, en þar af voru strákar 2.066 en stelpur 1.982. Þarna munar 84. Fæðingum hefur fækkað frá fyrri árum en á árinu 2002 voru fæðingar 42 færri en á árinu þar á undan. Frjósemin á undir högg að sækja en mælikvarði á frjósemi þjóðar er fjöldi fæddra barna á ævi hverrar konu. Er talið að frjó- semin þurfi að vera 2,1 barn á konu til að viðhalda mannfjöldan- um til lengri tíma litið. Þessi frjó- semi var 1,93 börn á hverja konu hér á landi í fyrra og liggur því undir nauðsynlegri viðhaldsstærð. Hámarki náði frjósemi þjóðarinn- ar á seinni hluta sjötta áratugarins þegar frjósemi hverrar konu var 4,2 börn. Skipar Ísland sér þarna í hóp annarra vestrænna þjóða hvað minnkandi frjósemi varðar þó frjósemin hér sé þrátt fyrir allt umtalvert meiri en víðast hvar annars staðar. Aðeins tvö Evrópu- lönd sýna meiri frjósemi en hér þekkist; Tyrkland og Albanía. ■ Fæðingar í fyrra: Fleiri strákar en stelpur FÆRRI BÖRN Færri börn fæddust í fyrra en á árinu þar á undan. LÆKNADEILA Íbúar Hveragerðis eru undrandi þar sem einn lækna heilsugæslunnar hefur verið í fríi á launum á sama tíma og annar er ráðinn til að leysa yfirlækninn af. Árni Jónsson læknir kom til starfa eftir þriggja vikna frí í febrúar. Þegar hann mætti var honum tjáð að engir sjúklingar væru skráðir á hann. Hann fékk bréf frá Árna Magnússyni, for- manni stjórnar heilsugæslunnar, þar sem óskað var eftir að hann yrði frá störfum um óákveðinn tíma. Árni Jónsson læknir segist ekki kunna skýringu á hvers vegna hann er allt í einu óæskilegur. „Mér dettur helst í hug einelti. Það er furðulegt í ljósi þess að gerð var viðhorfskönnun meðal bæjarbúa um þjónustu læknanna sem kom mjög vel út fyrir okkur.“ Árni Jónsson læknir segist vita til að áður hafi læknir verið flæmdur í burtu. Sama segir Sunna Guðmundsdóttir, íbúi í Hveragerði. Árni Magnússon segist ekki geta tjáð sig um einstaka starfs- menn en neitar ekki að um ákveðna samstarfsörðugleika sé að ræða við stjórnendur stöðvar- innar. „Þetta mál er í ákveðnum farvegi og stjórn stöðvarinnar mun taka ákvörðun innan skamms um áframhaldandi starf þessa tiltekna læknis. Að öðru leyti tjái ég ekki um þetta við blaðamenn,“ segir Árni. Sunna Guðmundsdóttir hefur búið í bænum um tuttugu ára skeið. Hún segir það vaka fyrir bæjarbúum að fá viðunandi skýr- ingar á hvað valdi. Sjálf hefur hún leitað til Árna Jónssonar og segir að þá fyrst hafi hún fengið bót meina sinna. „Ég fór í heil- brigðisráðuneytið í vikunni og óskaði eftir að fá að ræða við ráð- herra til að kannað verði hvað valdi þessu. Við viljum aðeins fá skýringar.“ Sunna ræddi við Elsu Frið- finnsdóttur, aðstoðarmann ráð- herra, sem ráðlagði henni að skrifa bréf til ráðherra. „Það mun ég gera. Ég sætti mig ekki við að svona sé komið fram við okkur. Ég fullyrði að þarna er óhreint mjöl í pokahorninu og þetta fólk er að bola Árna frá að ósekju. Ég er ekki ein um þá skoðun í bæn- um,“ segir Sunna Guðmundsdótt- ir, íbúi í Hveragerði. bergljot@frettabladid.is Hvergerðingar krefjast svara Ganga á fund heilbrigðisráðherra og óska eftir svörum vegna lækna- skorts í bænum. Árni Magnússon, formaður stjórnar heilsugæslunnar, neitar að tjá sig. Ein umsókn hefur borist um lausa stöðu yfirlæknis. FRÁ HVERAGERÐI Læknamál hafa verið í ólestri í Hveragerði. Áður en núverandi stjórnendur heilsugæslu- stöðvarinnar tóku við var læknir í starfi sem lét nauðugur af störfum. „Ég sætti mig ekki við að svona sé kom- ið fram við okkur íbúana. Ég fullyrði að þarna er óhreint mjöl í pokahorninu og þetta fólk er að bola Árna Jónssyni lækni frá.“ Bréf ríkisins í Búnaðarbanka: Seldust á örskotsstund EINKAVÆÐING Gríðarleg eftirspurn var eftir bréfum ríkisins í Bún- aðarbankanum. Bréf fyrir tvo og hálfan milljarð seldust á örskots- stundu þegar markaður var opn- aður í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarbankan- um, sem sá um útboðið, eru menn gríðarlega ánægðir með viðtök- unnar. Eftirspurn var þreföld á við framboðið. Útboðsgengið var 5,05 en lokagengi dagsins var 5,2. Endanlega á eftir að gera upp hve margir keyptu, en samkvæmt upplýsingum voru þeir innan við 40 talsins. ■ Heitavatnsrör gaf sig: Pípari brenndist LÖGREGLA Pípulagningamaður sem var við störf í Engidalsskóla í Hafnarfirði brenndist illa þegar inntak heita vatnsins í skólabygg- ingunni gaf sig. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Slökkvilið og starfsmenn Orku- veitunnar voru kallaðir til aðstoð- ar enda réði pípulagningamaður- inn og starfsfélagi hans ekki við ástandið vegna mikils hita frá vatninu. Enn fremur mætti full- trúi tryggingafélags til að meta skemmdir. Slökkvilið fór af staðn- um skömmu fyrir klukkan sex í gær eftir meira en tveggja tíma starf. ■ Dregur úr hagnaði: Seðlabanki gagnrýndur UPPGJÖR Hagnaður Samherja var tæplega 1,9 milljarðar árið 2002. Hagnaður Samherja var 1,1 millj- arður árið áður. Hagnaður fyrir af- skriftir, skatta og fjármagnsliði var tæpir þrír milljarðar, sem er rúmum hálfum milljarði lægra en árið áður. Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja, segir skýringarinnar að leita í styrkingu krónunnar. Áætlanir félagsins hafi gert ráð fyrir meiru. Hann telur krónuna ógna útflutningsgreinum. „Ég tel slæmt fyrir atvinnulífið að Seðlabankinn reyni ekki að hafa meiri áhrif á gengi og stöðugleika íslensku krónunnar.“ ■ Innbrotsþjófur: Ótrúleg afköst DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hátt í hundrað inn- brot, bílaþjófnaði og fleiri afbrot á um tveggja ára tímabili. Níu mánuðir refsingarinnar eru skil- orðsbundnir. Maðurinn braust bæði inn í bíla og hús og stal öllu steini léttara. Hann falsaði ávísanir og misnot- aði greiðslukort annarra. Alls stal hann fyrir rúmar fimm milljónir króna. ■ EVRÓPA SPRENGJUHÓTUN Í LEIKSKÓLUM Lögreglan í Petropavlovsk- Kamsjatskí á Kamsjatka-skaga í Rússlandi lét loka 45 leikskólum í borginni í kjölfar sprengjuhótun- ar. Leitað var í öllum leikskólun- um en engin sprengiefni fundust. EVRÓPA GÍSLATAKA Í LIVERPOOL Miðaldra karlmaður, vopnaður skamm- byssu, hélt eiginkonu sinni og lækni í gíslingu á heimili sínu í Liverpool í rúman sólarhring áður en hann gaf sig á vald lög- reglunni. Fjöldi vopnaðra lög- reglumanna stóð vörð við húsið á meðan samningamenn á vegum lögreglunnar töluðu manninn á að leggja niður vopn og veita gíslun- um frelsi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.