Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 4
4 8. mars 2003 LAUGARDAGUR ATHUGASEMD YFIRLÝSING KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ertu flughrædd(ur)? Spurning dagsins í dag: Hvern finnst þér að eigi að senda í Evróvisjón? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 43,5% 43,8%Nei 12,7% FÁIR FLUG- HRÆDDIR Einungis tæplega 13% eru flug- hrædd. Veit ekki Já SVEITARSTJÓRNIR Reykjavíkurborg er sögð hafa sparað yfir 60 millj- ónir króna með því að fara huldu höfði við kaup á Stjörnubíósreitn- um. Stefán Jón Hafstein, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, segir borgina hafa um langt skeið reynt að komast yfir lóðirnar. Eigand- inn, Jón Ólafsson, hafi hins vegar verið ófáanlegur til að lækka upp- sett verð, sem hafi verið yfir 200 milljónir króna. „Við létum fasteignasala bjóða í reitinn án þess að taka fram hver kaupandi væri og náðum verðinu niður í 140 milljónir. Það er nokk- uð nálægt mati óháðra aðila, sem var upp á 124 milljónir króna,“ sagði Stefán Jón Hafstein við Fréttablaðið. Í yfirlýsingu sem Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norður- ljósa, og Ragnar Birgisson sendu frá sér á föstudag segir að lóðirn- ar hafi Jón átt með Norðurljósum samskiptafélagi hf. Salan hafi far- ið fram fyrir milligöngu Fast- eignamarkaðarins ehf. sem hafi 8. júlí í fyrra sent kauptilboð um kaup á lóðunum og húsunum á þeim. Lóðaeigendurnir vildu fá að vita nafn kaupandans: „Starfs- menn Fasteignamarkaðarins neit- uðu hins vegar að upplýsa hver væri sá aðili, sem óskaði eftir bindandi sölutilboði,“ sagði í yfir- lýsingu Sigurðar og Ragnars. ■ BRETLAND Bresk stjórnvöld áttu ríkan þátt í því að byggja Falluja 2 efnaverksmiðjuna sem Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna að væri lykilþáttur í eit- urefnaframleiðslu Íraka. Breska dagblaðið The Guar- ian greinir frá því að breskir ráðherrar og embættismenn hafi vitað af því að verksmiðj- an yrði líklega notuð til þess að framleiða efnavopn. Hafist var handa við að byggja verk- smiðjuna árið 1985 og sá ríkis- stjórn Margrétar Thatcher til þess að breska fyrirtækið sem tók þátt í byggingu verksmiðjunnar fengi leynilega ríkisstyrki til verksins. Að auki var gefið út- flutningsleyfi fyrir efni sem hægt er að nota til efnavopnafram- leiðslu. Ekki var eining um það inn- an ríkisstjórnarinnar að styrkja byggingu efnaverk- smiðjunnar. Paul Channon, þá- verandi viðskiptaráðherra, hunsaði beiðni Richard Luce í utanríkisráðuneytinu um að styðja bygginguna ekki. Luce taldi að það yrði álitshnekkir fyrir Breta ef málið yrði ein- hvern tíma gert opinbert. Þátttöku breskra stjórn- valda í byggingunni lauk með því að þau þurftu að greiða lokagreiðsluna sem Írakar inntu ekki af hendi vegna stríðsins við Persaflóa. ■ PEKING, AP Þrátt fyrir að kínversk stjórnvöld hafi hvatt landsmenn til að nota Netið sjálfum sér og þjóðinni til framdráttar hafa kín- verskir netverjar orðið varir við það undanfarið að mjög hefur dregið úr hraðan- um á Netinu. Ástæðan er ekki sú að bandvíddin dugi ekki fyrir umferðinni heldur sú að stjórnvöld hafa strangt eftir- lit með því hvaða efni fólk nálgast. „Heima við er Netið stundum of hægt til að vera nothæft, í vinnunni er það stund- um hægvirkara,“ segir Sara Li, fyrrum ritstjóri. Hún segir að Netið sé þó iðulega hægast í kringum stóra atburði hjá kín- verska kommúnistaflokknum. Netverjar urðu sérstaklega varir við hægagang á Netinu í vikunni. Það er talið vísbending um að stjórnvöld hafi lagt enn meiri áherslu en áður á það að stjórna flæði upplýsinga um Net- ið meðan árlegur fundur kín- verska þingsins fór fram. Allur netaðgangur Kínverja við umheiminn fer í gegnum átta vefgáttir. Michael Iannini, fram- kvæmdastjóri ráðgjafarfyrir- tækis í Peking, segir að þessu megi líkja við það að allir 59 milljón netverjar Kína andi í gegnum sama loftop. „Ríkis- stjórnin hefur sett upp margar síur í þessu loftopi.“ Síðasta haust fór að gæta vandræða eft- ir að stjórnvöld settu upp nýjan eftirlitsbúnað. Sá búnaður stöðv- ar allar sendingar og skoðar áður en þeim er komið til skila, hvort tveggja tölvupóst og heimasíður sem verið er að skoða. Þetta sést til dæmis á því að allur tölvupóstur sem kemur frá Kína er sendur frá sama stað segir Iannini og telur það til marks um að allur tölvupóstur sé ritskoðaður. Það eru takmörk fyrir því hvaða efni Kínverjar mega skoða. Meðal þess sem er á bann- lista eru mannréttindi og Falun Gong-hreyfingin.■ Ítalskur mafíósi: Náðist eftir níu ára flótta SIKILEY, AP Salvatore Rinella hafði verið á flótta undan laganna vörð- um í níu ár þegar hann var loks handsamaður í Palermo á Sikiley. Rinella var dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir morð sem var framið árið 1979. Hann var talinn hægri hönd Antonino Giuffre, mafíuforingja sem var handtekinn í apríl á síðasta ári og hefur síðan gefið upplýsing- ar sem leitt hafa til handtöku fjölda mafíósa. Pietro Grasso, aðalsaksóknari í Palermo, sagði handtöku Rinella mikið áfall fyrir mafíuna. Hann var með fjölda skjala og símanúmera á sér þegar hann var handtekinn. ■ Borgin segist hafa sparað 60 milljónir á Stjörnubíósreitnum: Fór huldu höfði fyrir Jóni Ólafssyni STJÖRNUBÍÓ Stjörnubíó var rifið fyrr í vetur. Bresk stjórnvöld hjálpuðu Írökum: Bretar byggðu eiturefnaverksmiðju VOPNAEFTIRLITSMENN VIÐ VERKSMIÐJUNA Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsins, sagði að hugsan- lega yrði að eyða tækjabúnaði í Falluja 2 verksmiðjunni. Þingstörfin hægja á Netinu Kínversk stjórnvöld hafa hvatt fyrirtæki og almenning til að nota Netið meira. Eftirlit þeirra með netnotkun hefur þó í för með sér að á köflum er netið það hægvirkt að það er varla nothæft. BEÐIÐ Á FUNDI ÞINGSINS Það eru ekki aðeins Li Peng, forseti kínverska þingsins, og Jiang Zemin, forseti Kína, sem bíða og glápa út í loftið meðan á fundi þingsins stendur. Netverjar hafa kvartað undan miklum hægagangi sem er rekinn til ritskoðunar. „Heima við er Netið stund- um of hægt til að vera not- hæft, í vinn- unni er það stundum hægvirkara.“ AP /M YN D GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.97 0.31% Sterlingspund 123.55 0.32% Dönsk króna 11.35 0.31% Evra 84.31 0.31% Gengisvístala krónu 121,38 -0,26% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 788 Velta 7.209 milljónir ICEX-15 1.388 0,33% Mestu viðskipti Búnaðarbanki Íslands hf. 3.195.147.683 Flugleiðir hf. 325.980.046 Íslandssími hf. 202.232.950 Mesta hækkun SÍF hf. 5,43% Flugleiðir hf. 3,51% Framtak Fjárfestingarbanki hf. 3,23% Mesta lækkun Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. -2,63% Tryggingamiðstöðin hf.-2,04% Samherji hf. -1,58% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7720,4 0,6% Nasdaq*: 1306,1 0,3% FTSE: 3491,6 -1,8% DAX: 2449,3 0,5% Nikkei: 8144,1 -2,7% S&P*: 827,5 0,7% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Vegna opinberrar umræðuum trúnaðarbrest í stjórn Baugur-Group og fullyrðinga um eignartengsl mín, eða fyrir- tækja mér tengdum, við útgáfu- félag Fréttablaðsins, vil ég taka fram að þau gögn úr fundar- gerðum og t ö l v u p ó s t i Baugs sem vísað var til í frétt Frétta- blaðsins laug- ardaginn 1. mars, eru ekki frá mér komin né bárust blaðinu fyrir minn tilverkn- að. Fréttir af samtölum forsæt- isráðherra og stjórnarformanns Baugs um málefni Baugs í London fyrir rúmu ári síðan og af aðgerðum stjórnarformanns- ins eftir fundinn þjóna ekki hagsmunum fyrirtækisins né hagsmunum mínum persónu- lega. Þvert á móti er það skað- legt hagsmunum fyrirtækisins og mínum eigin að lenda síend- urtekið í orrahríð pólitískrar umræðu. Markmið mitt og Baugs hefur alltaf verið að efla hag fyrirtækisins með því að bjóða upp á lægsta verð á mat- vöru, sérvöru og lyfjum fyrir allan almenning í landinu. Það hefur lengi verið ósk mín að fá að gera það í friði fyrir afskipt- um stjórnmálamanna eða þeirra sem ræða um stjórnmál á opin- berum vettvangi. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugur-Group. Vegna ásakana Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra og fjölda óstaðfestra frétta í blöðum, út- varpi og sjónvarpi um tengsl Fréttablaðsins við Baug og for- svarsmenn þessa fyrirtækis, er ritstjórn Fréttablaðsins ljúft og skylt að staðfesta yfirlýsingu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að þau gögn sem blaðið byggði frétt sína á laugardaginn 1. mars eru ekki frá honum komin. Ritstjóri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.