Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2003, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 08.03.2003, Qupperneq 19
19LAUGARDAGUR 8. mars 2003 Sómi Íslands, sverð þess og Skjöldur „Ég er mjög ánægður með nafnið mitt,“ segir Skjöldur Sigurjóns- son, veitingamaður á Ölstofu Kor- máks og Skjaldar. „Þetta nafn vís- ar í hina frægu setningu Sómi Ís- lands, sverð þess og skjöldur. Það er því smá þjóðernislegur undir- tónn í því.“ Skjöldur segir að nafn- ið, sem vísar í stríðsrekstur og varnir einhvers konar, hafi hert hann í gegnum tíðina. „Maður þurfti að standa undir þessu nafni í bernsku. Það var reynt að stríða manni, en það háir yfirleitt stríðnispúkum að þeir eru ekki allt of vel gefnir. Þeir áttu alltaf erfitt með að finna eitthvað sem rímaði við þetta nafn.“ Að sögn Skjaldar var algengt að menn reyndu að ríma Skjöldur við nöld- ur. Þeir allra snjöllustu kölluðu hann Skjöld skjaldböku. „En þetta beit ekkert á mig,“ segir Skjöldur. „Ég var orðinn vel brynjaður. Reyndar heitir stóri bróðir minn Brynjar og afi hét Brynjar. Alls eru sex Brynjarar í fjölskyldunni. Dóttir mín heitir Brynja. Það er hugsanlegt að Skjöldur hafi verið valið sem afbrigði af þessu Brynjars-nafni, enda vísa bæði nöfnin í stríðsvarnir.“ Skjöldur segist viss um að hann væri öðruvísi maður ef hann héti til dæmis Jón. Skjaldar-eigin- leikinn hefur komið sér vel í veit- ingabransanum, þegar hann þarf stundum að verjast orðum og ólát- um vandræðamanna, og jafnvel grípa til aðgerða gegn þeim. „Það er gott að vera vel brynjaður í þessum bransa,“ segir Skjöldur. „Með góðan skjöld.“ Skjöldur hitti engan sem bar sama nafn fyrr en árið 2000. Þá rakst hann á Skjöld nokkurn sem hefur getið sér gott orð fyrir að koma fram í kjól. Skjöldur segir að það hafi stundum komið fyrir að honum hafi verið ruglað saman við Skjöld dragdrottningu. En er Skjöldur dragdrottning ekki af- sönnun á því að nafnið Skjöldur geri mann að hörðum nagla? „Nei,“ segir Skjöldur, „Menn þurfa auðvitað að vera hörkutól til þess að koma fram í kjól.“ ■ Nafnið mitt SKJÖLDUR SIGURJÓNSSON Segir að nafnið hafi hert hann og hann sé vel brynjaður til þess að takast á við ævintýrin í veitinga- húsabransanum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.