Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 24
8. mars 2003 LAUGARDAGUR24 hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 MARS Laugardagur ■ ■ FUNDIR  10.00 Danski bókmenntafræðing- urinn Kirsten Thisted fjallar um „munn- lega frásagnarhefð á Grænlandi fyrr og síðar“ á málstofu, sem verður haldin í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands. Málstofan er hluti af fyrirlestraröð um grænlenskt mál og menningu og fer að mestu leyti fram á dönsku.  11.00 Bandaríski listamaðurinn Mike Bidlo flytur fyrirlestur í Lista- safni Íslands í tilefni sýningar sinnar, Ekki Picasso, ekki Pollock, ekki Warhol. Bidlo er þekktur fyrir eftirlík- ingar sínar af tímamótaverkum 20. aldar og ekki síður fyrir orðræðuna sem listaverk hans skapa um stöðu listamannsins og myndlistarinnar í nútímanum.  14.00 Í tengslum við norræna bíó- daga mun Jukka Sihvonen kvikmynda- fræðingur halda fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Ís- lands. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist The Way Into Movies: Introduction to Film Theories.  14.00 Íslenskir friðarsinnar safn- ast enn saman við bandaríska sendi- ráðið til að andæfa yfirvofandi stríðs- rekstri Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Flutt verður stutt ávarp, Birgitta Jónsdótt- ir skáld les ljóð og hin anarkíska trumbuslagarasveit „Ekkert blóð fyrir olíu“ heldur uppi stemningunni. hljómorðtónleika í Nýlistasafninu ann- að kvöldið í röð. Hópurinn hefur haft samstarf um árabil og kennir sig við The Viking Hillbilly Apocalypse Revue & Friends. Að þessu sinni eru í hópnum eftirfarandi: Ron Whitehead, Bragi Ólafs- son, Michael og Danny Pollock, Sarah Elizabeth, Inspector 99, Frank Mezzina, LBH Krew, Thordeez og Megas.  21.00 ABBA-dísirnar halda tón- leika í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Flutt verður Motown tónlist í anda sjö- unda áratugarins. Tónlistarstjóri er Ár- mann Einarsson. ABBA-dísirnar eru átta söngkonur á aldrinum 16-20 ára. Þær eiga þriggja ára feril að baki og hafa sungið bæði hérlendis og erlendis.  17.00 Þrír karlakórar á Eyjafjarðar- svæðinu, samtals á annað hundrað karl- ar, munu ásamt tveimur konum sam- eina krafta sína í almennri söngskemmt- un í Glerárkirkju á Akureyri. Þetta eru Karlakór Eyjafjarðar, Karlakór Dalvíkur og Karlakór Akureyrar-Geysir.  14.00 Lúðrasveit verkalýðsins heldur árlega vortónleika sína í Lang- holtskirkju. Í dag eru liðin nákvæm- lega 50 ár frá stofnun sveitarinnar og er mikið viðhaft í tilefni þessara merku tímamóta. Að tónleikum lokn- um er afmæliskaffi í Langholtskirkju í boði lúðrasveitarinnar. Aðgangur er ókeypis.  15.00 Velunnarar Kleppspítalans standa fyrir upplífgandi fjáröflunartón- leikum í Breiðholtskirkju. Árni Ísleifs- son og Vínartríó verða með Vínartónlist, fjörlegt Kardaza og Melkorka Frey- steinsdóttir syngur valin jazzlög. ■ ■ KVIKMYND  16.00 Kvikmyndin Back from Et- ernity frá 1956 sýnd í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði, í sýningarsal Kvikmyndasafns Íslands. Þetta er endur- gerð útgáfa af kvikmyndinni Five Came Back frá 1939. Leikstjórinn John Farrow leikstýrði þeim báðum. Í aðalhlutverkum eru Robert Ryan, Anita Ekberg og Rod Steiger. ■ ■ LEIKLIST  17.00 Möguleikhúsið frumsýnir leikritið Tónleikur eftir Stefán Örn Arnarson og Pétur Eggerz. Þetta er nýtt íslenskt tónleikrit þar sem tónlist og leikur eru samofin í eina heild. Hér er tónlistarmaðurinn í nýju hlutverki sem bæði leikari og flytjandi tónlistar.  20.00 Hugleikur frumsýnir leik- verkið Undir Hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í Tjarnarbíói. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir en höfundar og útsetjendur tónlistar eru Björn Thorarensen og Þorgeir Tryggvason. Leikendur eru átta auk eins hljóð- færaleikara.  20.00 Stígvélaði kötturinn fyrir yngstu krakkana á Litla sviði Borgar- leikhússins í samstarfi við Sjónleikhús- ið. Allir fá ís á eftir.  20.00 Farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður af Gísla Rúnari Jónssyni.  20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Veislan eftir Thomas Vinter- berg og Mogens Rukov á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins.  20.00 Sölumaður deyr eftir Arthur Miller á Stóra sviði Borgarleikhússins. Allra síðasta aukasýning.  20.00 Kvetch eftir uppreisnar- manninn Steven Berkoff á Nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við Á senunni.  20.00 Hinar einu sönnu Píkusögur eftir Eve Ensler á Þriðju hæð Borgar- leikhússins.  20.00 Aukasýning á Herpingi Auð- ar Haralds og Hinum fullkomna manni Mikaels Torfasonar, sýnt í sam- starfi við Draumasmiðjuna.  20.00 Nemendur Verslunarskóla Íslands sýna söngleikinn Made in USA eftir Jón Gnarr í Loftkastalanum.  20.00 Leikfélag Akureyrar sýnir Leyndarmál rósanna eftir Manuel Puig í leikstjórn Halldórs E. Laxness.  20.00 Nemendaópera Söngskól- ans í Reykjavík frumsýnir Brúðkaup Fíg- arós eftir Wolfgang Amadeus Mozart.  20.00 Hellisbúinn er kominn á kreik á ný í Gamla bíói.  20.00 Einleikurinn Hin smyrjandi jómfrú er sýndur í Iðnó.  21.00 Beyglur með öllu í Iðnó.  21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl.  Le Sing, leiksýning og matur á Litla sviðinu í Broadway. Ég ætla að fara á málstofu umgrænlenska frásagnarhefð hjá danska bókmenntafræðingnum Kirsten Thisted,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir, ritstjóri menningarvefritsins Kistan.is. „Mér finnst þetta mjög áhugavert og er sérlegur áhugamaður um grænlenska og færeyska menn- ingu og fer svo þess vegna í fram- haldinu á færeysku kvikmyndina Bye, Bye, Bluebird. Annars er norræna kvikmyndahátíðin mjög áhugaverð og ég ætla að reyna að sjá allar myndirnar. Þá er ég lengi búin að vera á leiðinni að sjá Rómeó og Júlíu með sjö ára dótt- ur minni og læt kannski verða af því á sunnudagskvöldinu.“  Val Soffíu SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR Þetta lístmér á! Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Ný sending leðurjakkar kr. 19.900 stærðir 36-42 stuttar og síðar kápur úlpur, hattar og húfur Útsala á völdum vörum  14.30 Opið málþing um Islam og Íslendinga verður haldið á vegum AFS á Íslandi í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Frummælendur eru séra Þórhallur Heimisson, Irid Agoes frá ÁFS í Indónesíu og Salmann Tamimi, formað- ur félags múslima á Íslandi. Góður tími gefst til umræðna.  14.00 Opinn fundur verður á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti í sal Miðbæjarskólans, Frí- kirkjuvegi 1. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir flytja erindi. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló og Ingi- björg Haraldsdóttir les úr verkum sínum. ■ ■ OPNANIR  14.00 Á Alþjóðadegi kvenna verður opnuð mæðgnasýning í Samlaginu í Listagili á Akureyri. Listakonurnar Amí, Ragnheiður Þórsdóttir, Jonna og dætur þeirra, Þórey Lísa, Guðbjörg og Kolfinna, sýna þar prinsessur í ýmsum birtingarformum.  16.00 Opnuð verður í Slunkaríki á Ísafirði sýningin Óvænt ánægja. Að henni standa listnemarnir Auður Jör- undsdóttir, Dagbjört Drífa Thorlacius, Halldór H. Guðmundsson, Hörn Harð- ardóttir, Röðull Reyr Kárason og Tumi Magnússon myndlistarmaður.  16.00 Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður opnar sýningu á steypuverki sínu í Gallerí Hlemmi. Hluti verksins er myndbandsupptaka af upp- setningu sýningarinnar sem framkvæmd var af kvenverum sem kunna að með- höndla stórkarlaleg efni. Myndbandið er samvinnuverkefni Ásmundar, kvik- myndagerðarmannsins Bradley Grey og tónlistarmannsins Péturs Eyvindssonar.  17.00 Lúðvík Kalmar Víðisson opnar myndlistarsýningu á teikningum á Solon. Grunnhugmynd sýningarinnar er að skapa persónur með sterkan svip og augnaráð, þannig að áhorfandinn hafi á tilfinningunni að það sé verið að horfa á hann til baka, og áhorfandinn sjálfur verður viðfangsefnið.  Helga Magnúsdóttir listmálari sýnir málverk í boði Listhúss Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Helga brautskráðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, málaradeild, 1989. Sýningin er opin á verslunartíma 10-18 á virkum dögum og 11-16 á laugardögum. Kristveig Halldórsdóttir opnar sýningu í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Á 2. hæð er myndverk unnið úr plöntum banana- trésins og hjá Kvennasögusafni á 4. hæð eru til sýnis verk sem gerð eru úr græn- meti og ávöxtum. ■ ■ TÓNLEIKAR  14.00 Burtfarartónleikar Emilíu Rósar Sigfúsdóttur flautuleikara verða í Salnum í Kópavogi. Guðríður St. Sig- urðardóttir leikur með henni á píanó verk eftir J. S. Bach, Gabriel Fauré, Henri Dutilleux, Ian Clark og Otar Taktakishvili. Einnig flytur Sigríður Ósk Kristjánsdótt- ir sópran ásamt Emilíu Rós og Guðríði lög eftir George Fr. Händel og Maurice Ravel.  15.15 Tónleikasyrpan 15.15 fer aft- ur af stað á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins með flutningi verka eftir Hafliða Hallgrímsson, Snorra Sigfús Birgisson, Sofiu Gubaidulina og Alfred Schnittke. Flytjendur eru Lovísa Ósk Gunnars- dóttir dansari, Hildigunnur Halldórs- dóttir fiðluleikari og Sigurður Halldórs- son sellóleikari. CAPUT, Ferðalög, Benda og Borgarleikhúsið sameinast um tón- leikahald syrpunnar. Áherslan er lögð á nýja tónlist og tónlist 20. aldar.  17.00 Burtfarartónleikar Sturlaugs Jóns Björnssonar hornleikara verða í Salnum í Kópavogi. Hrefna Unnur Egg- ertsdóttir leikur með honum á píanó. Flutt verða verk eftir Sigurd Berge, Wolf- gang A. Mozart, Eugene Bozza og Paul Hindemith.  21.00 Ljóðskáld og tónlistarfólk frá Kentucky og íslenskir gestir verða með LEIKSÝNING Maður sem ætlar sér að vera fullkomlega heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér get- ur varla átt auðvelt uppdráttar hér í heimi. Um einn slíkan fjall- ar einleikurinn Herra maður, sem hið kraftmikla leikfélag Vesturport sýnir þessa dagana. „Þetta fjallar um góðan dreng sem skilur kannski ekki alveg tvískinnunginn sem er oft í sam- félaginu,“ segir Gísli Örn Garð- arson leikari, sem fer með hlut- verk unga mannsins Tomas MacGill, sem býr hjá móður sinni og reynir að sinna henni eftir bestu getu. „Hann gerir ekki alveg grein- armun á því hvenær fólki er al- vara og hvenær það er með kald- hæðni. Þess vegna misskilur hann ýmislegt og gengur allt of langt fyrir vikið. Svo hrynur þetta allt í fangið á honum.“ Einleikurinn Herra maður er eftir írska leikskáldið Enda Walsh, sem vakið hefur mikla at- hygli á síðustu árum. Eftir hann er einnig leikritið Diskópakk, sem var fyrsta verkefni leik- hópsins Vesturport þegar hann hóf göngu sína á Menningarnótt árið 2001. Einungis örfáar sýningar verða á einleiknum. Ekki komast fleiri áhorfendur á hverja sýn- ingu þannig að nú fer hver að verða síðastur að komast að. „Þetta verður auk þess vænt- anlega síðasta verkið sem við setjum upp í þessu húsnæði á Vesturgötunni. Við ætlum samt að halda ótrauð áfram starfsem- inni, þótt ekki sé ljóst hvar við fáum inni næst. Við erum ekki alveg búin að ákveða hvert verð- ur næsta verkefni.“ Víst er að enginn úr leikhópn- um á eftir að sakna þessa hús- næðis. Ekki síst vegna þess að það er ekki upphitað. „Það er alveg ískalt þegar maður er að æfa þarna í tíu stiga frosti, það er bara fáránlegt. Við vorum mikið að vinna með máln- ingu á æfingatímanum. Hún slettist mikið á mann og svo fraus þetta utan á manni. Maður á ekki eftir að sakna þess.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ LEIKHÚS HERRA MAÐUR Leikfélagið Vesturport er að kveðja kuldalega húsnæðið sitt við Vesturgötu með einleik Gísla Arnar Garðarssonar, Herra maður. Einleikurinn verður fluttur í Vesturporti kl. 20 í kvöld. Skilur ekki tvískinnung Ég var stór-hrifinn,“ segir Þór- gnýr Dýr- fjörð, menn- ingarfulltrúi Akureyrar- bæjar, um Leyndarmál rósanna, sem Leikfé- lag Akureyrar sýnir um þess- ar mundir. „Saga Jónsdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir sýna báðar stórleik og það má eiginlega segja að Saga hafi næstum því verið eins og díva úr gamalli svart/hvítri bíómynd. Slíkur leikstíll á sjálfsagt sjaldnast við á sviði en smellpassar þarna. Þetta er seiðandi og rómantísk sýn- ing og maður kemst ekki hjá því að láta undan og bráðna. Ég heyrði ekki betur en að hörðustu karlmenn hafi snökt, hvort sem það var vegna kvefpestar eða sýning- arinnar.“ Mittmat ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.