Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 25

Fréttablaðið - 08.03.2003, Síða 25
LAUGARDAGUR 8. mars 2003 25 ■ ■ FUNDIR  11.00 Í dag er Háskóladagurinn. Þá fer fram sameiginleg kynning allra skóla á háskólastigi hérlendis á því námi sem er i boði. Kynning fer fram í bygg- ingum Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, Lögbergi, Íþróttahúsi Háskólans, Árna- garði og Odda, og stendur til klukkan 17. Kennarar, nemendur og námsráð- gjafar verða á staðnum.  14.00 Í tengslum við norræna kvikmyndadaga flytur Jukka Sihvonen kvikmyndafræðingur fyrirlestur um finns- ka kvikmyndagerðarmanninn Aki Kaurismäki í stofu 101, Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands. ■ ■ SÝNINGARLOK  Í dag lýkur tveimur sýningum í Hafn- arhúsinu. Annars vegar er það Lýsir undir sýningarstjórn Ásrúnar Kristjáns- dóttur og hins vegar Myndbönd og gjörningar. Leiðsögn verður um sýning- ar Hafnarhússins á sunnudag kl. 15.00. Safnið er opið daglega frá kl. 10-17.  Sýningu Hildar Margrétardóttur í Listasafni ASÍ lýkur í dag. Hún sýnir málverk í Ásmundarsal en innsetning og videogjörning í Gryfju. Sýninguna nefnir hún Rythma.  Í Arinstofu Listasafns ASÍ lýkur í dag sýningu á verkum fimm alþýðulista- manna, þeirra Eggerts Magnússonar, Ísleifs Konráðssonar, Samúels Jóns- sonar, Sigurlaugar Jónsdóttir og Stef- áns Jónssonar frá Möðrudal. Verkin eru öll í eigu safnsins.  Í dag eru síðustu forvöð að skoða sýninguna Aftökur og útrýmingar í Listasafninu á Akureyri, sem vakið hefur mikla athygli. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að sýningin verður ekki sett upp í Reykjavik. Um er að ræða þrjár sýningar, tvær frá Banda- ríkjunum og eina frá Þýskalandi. ■ ■ KVIKMYND  15.00 Kvikmyndin Anna Karenína frá árinu 1947, byggð á hinni frægu skáldsögu Lévs Tolstoj, verður sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. Í aðalhlut- verkunum eru Vivien Leigh og Ralph Richardson. Leikstjóri er Julien Duvivier. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Ingvi Rafn Ingvason tromm- ari heldur tónleika í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27. Þar spilar hann uppáhalds taktana sína eftir sjálfan sig og aðra. Inn á milli tekur hann trommusóló og fer í gegnum ýmsa trommustíla. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Möguleikhúsið sýnir Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steins- dóttur.  14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir gamanleikritið Forsetinn kemur í heimsókn í Ásgarði, Glæsibæ.  14.00 Karíus og Baktus eftir Thor- björn Egner á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins.  14.00 Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe á Stóra sviði Borgarleikhússins.  14.00 Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir Hobbitann eftir sögu Tolkiens í leikgerð og leikstjórn Odds Bjarna Þor- kelssonar.  14.00 Benedikt Búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson í Loftkastalanum.  16.00 Möguleikhúsið sýnir Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur.  17.00 Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir Hobbitann eftir sögu Tolkiens í leikgerð og leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar.  19.00 Íslenska óperan sýnir sjálf- an Macbeth eftir Guiseppe Verdi með Elínu Ósk Óskarsdóttur og Ólafi Kjartani Sigurðarsyni í aðalhlutverkum.  20.00 Farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður af Gísla Rúnari Jónssyni.  20.00 Veislan eftir Thomas Vinter- berg og Mogens Rukov á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins.  20.00 Maðurinn sem hélt að kon- an hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Nýja sviði Borgarleikhússins.  20.00 Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare er sýnt á Litla sviði Borg- arleikhússins í uppfærslu Vesturports.  20.00 Nemendaópera Söngskól- ans í Reykjavík sýnir Brúðkaup Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart.  20.00 Draumasmiðjan sýnir í allra síðasta sinn einleikina Hinn fullkomni maður eftir Mikael Torfason og Herp- ing eftir Auði Haralds á þriðju hæð Borgarleikhússins.  21.00 Beyglur með öllu í Iðnó. ■ ■ SÝNINGAR  Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands á ljósmyndum ársins stendur yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Á neðri hæðinni eru auk þess sýndar ljós- myndir Ólafs K. Magnússonar frá fyrstu 20 árum hans á Morgunblaðinu.  Fjórir ungir ljósmyndarar, Katrín El- varsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Orri og Sigríður Kristín Birnudóttir, eru með sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.  Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte sýnir í Nýlistasafninu. Hann er búsettur hérlendis en hefur að mestu sýnt erlendis, einkum í París þar sem hann hefur átt velgengni að fagna.  Finnbogi Pétursson myndlistar- maður sýnir innsetningu í Kúlunni í Ásmundarsafni þar sem hann mynd- gerir hljóð.  Halldór Eiríksson, Helgi Snær Sig- urðsson og Hrappur Steinn Magnús- son sýna „Það sem þú vilt sjá“ í Gallerí Skugga Hverfisgötu 39.  Í Kringlunni stendur nú yfir sýningin Ljóðið í Fókus sem er hluti af Vetrarhá- tíð Reykjavíkur. Ljósmyndafélagið Fókus stendur fyrir sýningunni í samvinnu við Vetrarhátíðarnefnd og Kringluna.  Anna G. Torfadóttir sýnir í sal Ís- lenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Opið 14- 18 Aukum og lífsgleði sjálfstraust Upplýsingar í síma 561 8585 og á www.gauilitli.is Allt þetta er innifalið: Spinnig 2 í viku taiboo, hipp hopp dans, stöðvaþjálfun, leikræn tjáning, styrking sjálfsmyndar o.m.f. Vikuleg vigtun, fitumæling, ummálsmælingar, ítarleg kennslugögn með mataruppskriftum, matardagbókum og leiðbeiningar varðandi fæðuval, eftirlit með mataræði, frír einkaþjálfari í tækjasal, fræðsludagur, vatnsbrúsi, bolur, vegleg verðlaun! Vikuna 10. – 15. mars hefjast í World Class hin vinsælu 8-vikna unglinganámskeið Gauja litla. Ný námskeið með breyttum áherslum. Unglingafjör Gauja litla - 13-16 ára ■ FUNDURhvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 MARS Sunnudagur  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn- ing á málverkum Karls Jóhanns Jóns- sonar. Sýninguna nefnir hann Albúm.  Í Sverrisal Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á verkum Kristins Pálmasonar, Gulleik Lövskars og Bald- urs J. Baldurssonar. Sýninguna nefna listamennirnir Andrúm.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur valið verk eftir fjölmarga myndlistar- menn á sýninguna Þetta vil ég sjá í Gerðubergi.  Á mörkum málverksins er sameig- inleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni Íslands. Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr vikri og muldu gleri, Mike Bidlo sýnir eftirmyndir af frægustu málverkum 20. aldarinnar og Claude Rutault sýnir „málverk sem eru í sama lit og veggur sýningarsalarins“. Opið 11-17.  Anna Líndal sýnir þrjú verk í nýju sýningarrými í kjallara Listasafns Ís- lands. Eitt verkanna er sérstaklega unn- ið inn í þetta rými. Hin verkin eru inn- setning frá 1999-2000 og vídeóverk frá árinu 2002. Opið 11-17.  Andlitsmyndir og afstraksjónir nefnist sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar.  Hugarleiftur er yfirskrift á samvinnu- verkefni bandarísku myndlistarkonunnar Diane Neumaier og gríska rithöfundar- ins Christos Chrissopoulos, sem nú er sýnt í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi. Opið 10-17.  Á fimmtudaginn var opnuð í Þjóð- menningarhúsinu sýning á verkum Gríms Thomsen, sem er skáld mánað- arins að þessu sinni. Á sýningunni gefur að líta bækur höfundar, bréf og eigin- handrit auk mynda, en á Skólavefnum er stutt æviágrip skáldsins og valin ljóð með skýringum. „Atburðir undanfarinna ára hafa sáð fræjum tortryggni í garð þessa menningarheims. Þess vegna viljum við gefa fólki kost á áhugaverðri umfjöllun um ís- lamska trú og samskipti múslima og Vesturlandabúa,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Samtökin hafa það markmið að auka samskipti og skilning milli ólíkra menningarheima. Þetta gera þau bæði með nemendaskipt- um og fræðslustarfsemi af ýmsu tagi. Í dag efna samtökin til opins málþings um Islam og Íslendinga í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. Frummælendur verða séra Þór- hallur Heimisson, Irid Agoes frá AFS í Indónesíu og Salmann Tamimi, formaður Félags músli- ma á Íslandi. „Maður finnur það bara hjá sjálfum sér hvað þetta snertir okkur á margan hátt. Áður spáði maður kannski ekki mikið í hver trúarbrögðin væru hjá fólki en nú eru alls konar ranghugmyndir í gangi vegna þróunar síðustu ára. Og þær ranghugmyndir eru vissu- lega gagnkvæmar.“ ■ PETRÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR Opið málþing verður um Islam og Íslendinga í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu klukkan hálfþrjú í dag. Sigrast á tortryggni ✓

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.