Fréttablaðið - 08.03.2003, Side 31
LAUGARDAGUR 8. mars 2003
Tóný Sópranó:
Reynir að losna
undan samningi
SJÓNVARP James Gandolfini, sem
leikur hinn andlega þjakaða mafíu-
foringja Tóný Sópranó, hefur stefnt
HBO-sjónvarpsstöðinni fyrir samn-
ingsbrot sem hann telur hafa orðið
til þess að hann þurfi ekki að leika í
fimmta árgangi þessara vinsælu
þátta, þar sem sér hafi ekki verið
tjáð að framleiðandinn, David
Chase, fái 20 milljónir dollara fyrir
næstu þáttaröð. Talsmenn HBO
segja þetta koma á óvart og telja
Gandolfini vilja bæta samnings-
stöðu sína og gera ráð fyrir að hann
mæti til starfa þann 24. mars. ■
JAMES GANDOLFINI
Lögfræðingur leikarans segir hann alls ekki
hafa útilokað frekari þátttöku í The
Sopranos en hann telji sig engu að síður
lausan allra mála.
TONY BLAIR
Lenti í klemmu þegar 25 ára gamall Svíi
sagðist geta útbúið miltisbrandsbréf inni á
baðherbergi og spurði hann í framhaldinu
hvort það gæfi honum ekki tilefni til að
ráðast á Svíþjóð.
Tony Blair:
Tekinn í
bakaríið á
MTV
SJÓNVARP Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, komst heldur
betur í hann krappan þegar hann
mætti í klukkustundarlangan um-
ræðuþátt á tónlistarstöðinni MTV
á dögunum. Yfirskrift þáttarins
var „Er stríð svarið?“ og var ungt
fólk frá öllum heimshornum mætt
til þess að ræða Íraksdeiluna við
ráðherrann.
Blair hóf fundinn með því að
segjast hlakka til „ánægjulegrar
umræðu“ en fékk svo frekar
harkalega útreið hjá unga fólkinu
sem sagði hann meðal annars
ganga þvert á almenningsálit í
Íraksmálinu. ■
SHARON STONE
Er ein þeirra alþjóðlegu stjarna sem eru
staddar á ítölsku söngvakeppninni Festival
di Sanremo í Sanremo. Sjónvarpsútsend-
ingum frá keppninni, sem hafa staðið yfir
síðustu daga í ítalska ríkissjónvarpinu, lýk-
ur í kvöld.