Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2003, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 08.03.2003, Qupperneq 38
Nýju rúmin í fangelsinu á Kvía-bryggju. Kosta fangelsisyfir- völd ekki neitt. Allt sem þarf er atorkusamur fangi sem sættir sig ekki við ríkjandi ástand og krefst endurbóta. Þó að hann þurfi að vinna verkið sjálfur. Notar síma- tíma fangelsisins til að leita hag- stæðra tilboða og lætur svo Rauða krossinn um afganginn. Fyrir- myndarfangi og þó að hann kosti sitt þá eru rúmin ókeypis. Og þetta er aðeins byrjunin. 38 8. mars 2003 LAUGARDAGUR ÓKEYPIS ÁFANGI Við hjónin vorum stödd uppíVeiðivötnum fyrir nokkuð mörgum árum. Það var búið að rigna heil ósköp alla nóttina og það var hávaða rok. Dagurinn byrjaði á því að ég datt í drullu fyrir utan tjaldið en við byrjuðum svo veiðina í Skálavatni þennan suddamorgun. Ég setti flugu á og byrjaði að reyna að kasta í rokinu. Óvænt vindhviða feykti flugunni svo hún lenti á kaf í veiðivestinu. Hún var svo föst að ég varð að skilja hana eftir þar. Ég ákveð að kasta út maðki með sökku. Set á tvo rígvæna skoska maðka. Kasta út, önnur vindhviða skellir „buff- inu“ beint í hnakkann á mér. OK. Þetta er bara einn af þessum dög- um. En vandræði mín voru ekki á enda. Við færðum okkur yfir í svona samliggjandi gíga. Konan prófaði í öðrum gígnum en ég færði mig yfir í hinn. Ekkert að hafa. Á leið til konunnar ákveð ég að stytta mér leið yfir svona skriðuháls. Nema hvað að ég byrja að renna niður, á rassinum, og stefni beint ofan í vatnið fyrir neðan. En sem betur var smá sylla meðfram vatninu þannig að ég fór ekki á bólakaf. Eftir þessar hrakningar þótti mér tími til að taka smá pásu. Á leið upp í tjald finn ég að ég er að fá einhverja magakveisu, hleyp upp að salernisaðstöðunni og mátti greinilega engan tíma missa. Slepp inn og loka á eftir mér. En þá kom í ljós að flugan, sem ég hafði fengið í veiðivestið, hafði farið í gegnum vöðlurnar og í peysuna og allt sat fast. Á endan- um náði ég þó að rífa allt laust en hef upp frá þessu verið „hooked“ á fluguveiði.“ ■ Björgvin Gíslason segir frá háskalegri fluguveiðiferð og ormaflækju og skorar á Kormák Geirharðsson að segja næstu sögu. Sagan Örlagaríkt flugukast MEÐ SÚRMJÓLKINNI BJÖRGVIN GÍSLASON „En þá kom í ljós að flugan, sem ég hafði fengið í veiðivestið, hafði farið í gegnum vöðlurnar og í peysuna og allt sat fast.“ Gamli maðurinn var í strætóþegar pönkari, leðurklæddur með nælur í kinninni og móhík- anatopp í öllum regnbogans litum, settist í sætið á móti honum. Hann gat ekki stillt sig um að virða unga manninn fyrir sér og pönk- arinn spurði: „Hvað er að þér, gamli ’addna? Ertu með störu? Gerðir þú aldrei neitt brjálað þeg- ar þú varst ungur?“ „Jújú,“ svaraði sá gamli að bragði. „Ég var í siglingum og eitt sinn drakk ég mig svo stjörnufull- an að ég svaf hjá páfagauki. Ég var að velta því fyrir mér hvort þú værir minn týndi sonur.“ FRAMKVÆMDASTJÓRI „Ég er ótrúlega spenntur. Það er búið að vinna að þessu svo fáránlega lengi að ég trúi því varla enn að þetta sé að gerast,“ segir Salvar Halldór Björnsson, framkvæmdastjóri fyrstu viðurkenndu boxkeppn- innar sem hér hefur farið fram síðan á árinu 1956 – en í kvöld munu Ísland og Danmörk eigast við í hnefaleikum. Salvar segir alla þá sem keppa fyrir Íslands hönd eiga fullt er- indi og framtíð hnefaleika á hér- lendis sé virkilega björt. Salvar á ættir að rekja, eins og svo marg- ir Íslendingar, um land allt. For- eldrar hans eru Björn Halldórs- son lögreglufulltrúi og Árnína Guðbjörg Sumarliðadóttir. „Margir með skrýtin nöfn í fjöl- skyldunni.“ Salvar er langelstur þriggja bræðra. Árni Björn og Egill Birnir eru yngri. Sjálfur er hann faðir tveggja barna, Sölva Dór tveggja ára á hann með sam- býliskonu sinni Silvíu Sölvadótt- ur og Nínu Dögg sem er fjögurra ára. Salvar starfar sem fram- kvæmdastjóri markaðsfyrirtæk- is sem ber nafnið Risi. „Þetta er magnað nafn sem hæfir fyrir- tækinu vel en við störfum meðal annars við símasölu og seljum allt milli himins og jarðar.“ Salvar er mikill áhugamaður um bardagaíþróttir, hann hefur keppt í karate og óskráðum bar- dögum í hnefaleikum. Hann er í þungavigt líkt og hans eftirlætis boxari. „Eða, sko, ég var Mike Tyson-maður en það er eiginlega búið að eyðileggja hann fyrir mér. Ég segi bara Tyson þegar hann var og hét og þá sem íþróttamaður en ekki karakter. Önnur áhugamál fyrir utan bar- dagaíþróttir eru náttúrlega ferðalög og lestur góðra bóka. Sígilt svar og maður er ekkert að breyta því sem virkar.“ ■ Tyson-maður – meðan hann var og hét Salvar Halldór Björnsson er framkvæmdastjóri fyrstu viðurkenndu hnefaleikakeppninnar sem hér fer fram síðan 1956. SALVAR HALLDÓR BJÖRNSSON Segir hnefaleikakeppnina hafa verið svo fáránlega lengi í undirbúningi að hann trúi því varla enn að þetta sé að gerast. MIKE TYSON Salvar hélt upp á Tyson sem íþrottamann, ekki sem karakter.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.