Fréttablaðið - 08.03.2003, Page 39

Fréttablaðið - 08.03.2003, Page 39
Kastljósið er með vinsælustusjónvarpsþáttum landsins og vís vegur til frama er að halda þar um stjórnartauma eins og sjá mátti í margívitnaðri könnun Fréttablaðsins um vinsælustu fjöl- miðlamennina. Þar var Gísli Mart- einn Baldursson á toppnum og of- arlega á lista voru einnig þau Eva María Jónsdóttir sem og Kristján Kristjánsson. Útvarpsmenn komu hins vegar herfilega út úr könnun- inni en nú kann að vænkast hagur tveggja úr þeim ranni. Heyrst hef- ur að þau Sveinn Guðmarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, sem eru í Gettu betur, kunni svona ljómandi vel við sig í sviðsljósinu og séu bæði að hverfa af Rás 2 og í Kastljósið. Eva María mun vera á leið í fæðingarorlof en hvort annar þeirra Sigmars Guðmunds- sonar og Kristjáns sé að hætta eða hvort um er að ræða sumarafleys- ingar er ekki vitað. Akureyringurinn Stefán Frið-rik Stefánsson er einn ötul- asti talsmaður Sjálfstæðis- flokksins á Netinu. Hann heldur úti sinni eigin heimasíðu þar sem hann mærir störf flokksins auk þess sem hann úttalar sig á Innherjaspjallinu á Vísi.is af miklum móð. Þá birtir hann greinar á www.frelsi.is og www.islendingur.is. Hann hefur einnig birt sjö greinar á Press- unni á Strikinu en segir þær ekki verða fleiri þar sem rit- stjórinn Ásgeir Friðgeirsson, fram- bjóðandi Samfylk- ingarinnar í Suð- vesturkjördæmi, gæti ekki lengur hlutleysis. „Hlut- drægni Pressunnar er algjör og fer ekki á milli mála. Er slæmt að Ásgeir geti ekki haldið per- sónulegu framboði sínu fyrir utan þennan fréttavef um póli- tík sem hann var. Pressan er nú aðeins harðsvíruð maskína einn- ar skoðunar gegn öðrum.“ Stefáni er mikið niðri fyrirþegar hann gerir grein fyrir afstöðu sinni á bloggsíðu sinni: „Er svo komið að ekki er hægt að taka mark á Pressunni sem fréttavef heldur áróðursmask- ínu þingframbjóðanda, nokkurs- konar bloggsíðu hans í barátt- unni,“ segir Stefán, sem getur ekki, samvisku sinnar vegna, haldið skrifunum á Pressunni áfram. „Ég skrifaði þar í þeirri trú að vefurinn væri vettvangur ólíkra skoðana og umfjöllunar um stjórnmál frá öllum hliðum. Þegar ég varð þess áskynja að vefurinn væri að breytast í áróðursvef gegn mínum skoðun- um sá ég mér ekki fært að skrifa þar. Það er ekki minn stíll að vera þátttakandi í opn- um frétta- og fjölmiðlavef sem traðkar á öllum skoðunum nema þeim sem ritstjórinn aðhyllist.“ JARÐARFARIR 14.00 Guðfinna T. Guðnadóttir frá Brautartungu, Lundarreykjadal, verður jarðsungin frá Lundakirkju. 14.00 Guðmundur Kristinsson frá Ný- höfn verður jarðsunginn frá Snart- arstaðakirkju. 14.00 Kristín Hermundsdóttir frá Strönd, Vestur-Landeyjum, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 14.00 Margrét Elín Ólafsdóttir, Tún- götu 51, Eyrarbakka, verður jarð- sungin frá Eyrarbakkakirkju. 14.00 Unnur Þórarinsdóttir frá Miðbæ verður jarðsungin frá Þingeyrar- kirkju. ANDLÁT Hannes H. Garðarsson, Gaukshólum 2, Reykjavík, lést miðvikudaginn 5. mars. Sigurður Siggeirsson frá Læk, Ölfusi, lést miðvikudaginn 5. mars. 39 Að gefnu tilefni skal tekið fram að jarð- göng frá Grundarfirði til Vestmannaeyja eru ekki á nýrri vegaáætlun. Leiðrétting TÍMAMÓT LAUGARDAGUR 8. mars 2003 Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga).Ekkert bókunargjald. Bretland kr.2.900,- á dag m.v. A flok Danmörk kr.3.700,- á dag m.v. A flok www.avis.is Við gerum betur FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR AF FÓLKI Cialis. Árni Sigfússon. Adaptation. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3.SKAUTAÐ Í KAUPMANNAHÖFN Það hefur verið skítakuldi í Kaupmannahöfn undanfarið og því hafa borgarbúar fengið ólíkt fleiri tækifæri en Reykvíkingar til að renna sér á skautum í vetur. Það var fimm stiga frost í borginni í síðustu viku og þá gripu þessar stöllur auk fjölda annarra tækifærið og skautuðu hringinn í kringum Kóngsins Nýjatorg. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.