Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 10
MEINTIR ÖFGAMENN HANDTEKN- IR Lögreglan í Bangladesh hand- tók sex meinta íslamska uppreisn- armenn þegar gerð var atlaga að húsi í borginni Chapainawabganj í norðvesturhluta landsins. Talið er að mennirnir séu meðlimir í tveimur mismunandi öfgasamtök- um. Einnig var lagt hald á heima- tilbúnar sprengjur. FÍLAR FÁ VINNU Tælensk yfir- völd hafa samþykkt fjárveitingu upp á sem svarar til um 40 millj- ónum íslenskra króna til þess að bæta vinnumöguleika fíla lands- ins. Hjálpa á við að útvega fílum vinnu sem þeir fái mat fyrir í stað þess að þurfa að betla sér mat. Einnig á að bæta vinnuað- stöðu þeirra. 10 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ASÍA Í síðustu könnun Fréttablaðsinsmældist fylgi Frjálslynda flokks- ins 4,7 prósent og hefur það ekki mælst hærra áður. Samkvæmt kosningalögum þarf framboðslisti að fá 5 prósent atkvæða á landsvísu til að koma til greina við úthlutun uppbótaþingmanna. Það má því segja að Frjálslyndir séu aðeins hársbreidd frá því að hreppa ekki aðeins þingmann, heldur þing- menn, samkvæmt þessari könnun. Ef ekki væri fyrir þennan 5 prósent þröskuld myndi 4,7 prósent fylgi Frjálslyndra tryggja þeim þrjá þingmenn. Þingmennirnir skiptust þannig milli flokka í könnuninni að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylk- ingin fengu sitthvora 24 mennina, Vinstri grænir 9 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 6 menn. Ef þrír þingmenn Frjálslyndra dyttu inn myndi einn þingmaður frá hverjum hinna, að Framsókn und- anskilinni, detta út. Þessi dans Frjálslynda flokksins kringum 5 prósent þröskuldinn getur því haft umtalsverð áhrif á styrkleikahlut- föll í þinginu eftir kosningar í vor. En hvað er Frjálslyndi flokkur- inn? Því er ekki auðsvarað. Stund- um tala talsmenn hans eins og hann sé eins máls flokkur; flokkur sem stillt er upp gegn kvótakerfinu. Þegar fráfarandi formaður og stofnandi flokksins, Sverrir Hermannsson, talar dettur manni helst í hug að frjálslyndir séu fyrst og fremst baráttumenn gegn spill- ingu – og þá einkum spillingu tengdri Sjálfstæðisflokknum, gamla flokki Sverris. Vegna áhuga- mála oddvita flokksins í borgar- stjórnarkosningum mátti þá einna helst flokka Frjálslynda sem flokk umhverfissinna annars vegar og hins vegar flokk aldraðra og ör- yrkja. Allt er þetta svolítið skrítin blanda og kannski ekki furða þótt flokkurinn berjist fyrir lífi sínu við 5 prósent inntökuskilyrði Alþingis. Líklega myndi hvert þessara áhersluatriða tryggja flokknum meira fylgi ef það væri sett eitt og sér á oddinn. Öflug andstaða við kvótakerfið aflar fylgis í þeim byggðum sem standa höllum fæti vegna lítils kvóta en þetta er ekki heitt mál meðal aldraðra, öryrkja og annarra sem lifa við sultarkjör – og sem flestir búa á höfuðborgar- svæðinu. Það væru margir tilbúnir að kjósa flokk sem einsetur sér að draga úr spillingu valdhafanna – það sýndi fylgi Bandalags jafnaðar- manna á sínu tíma. En þeir sem ótt- ast spillingu eru ekki allir á móti kvótakerfinu. Það tekur langan tíma að byggja upp flokk. Frjálslyndir eiga fulltrúa á þingi og í borgarstjórn. Þeir eru því komnir yfir fyrstu hjallana. Ef þeir komast yfir 5 prósent þrösk- uldinn munu þeir mótast og breyt- ast, skýrast og skerpast á næstu árum. ■ Flokkur í mótun skrifar um Frjálslynda flokkinn. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Frá fokheldu að fullbúnu Sími 897-7258, www.uppsprettan.is Banaslysið á Reykjanesbraut: Nafn drengsins sem lést UMFERÐ Ungi drengurinn sem lést í bílslysinu á Reykjanesbraut á sunnudag hét Jónas Einarsson Waldorff. Jónas bjó á Álsvöllum í Reykja- nesbæ og gekk þar í Heiðaskóla. Jónas var sonur Helle Alhof og Ein- ars Þórðarsonar Waldorff. Jónas var tæplega fjórtán ára gamall þegar hann lést. Nítján ára piltur sem ók bílnum sem Jónas var farþegi í hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Vakhaf- andi læknir sagði í gær að pilturinn væri á batavegi. ■ JÓNAS EINARSSON WALDORFF Jónas Einars- son Waldorff lést í hörmu- legu umferð- arslysi á sunnudags- kvöld. Sprenging í efnaverk- smiðju: Jörðin opn- aðist PEKING, AP Fimm manns létust og 23 slösuðust þegar sprenging varð í efnaverksmiðju í borginni Guangdong í suðurhluta Kína. Sprengingin skildi eftir sig sextíu metra breiða og fjögurra metra djúpa holu í jörðinni. Verksmiðjan hefur verið lokuð um nokkurt skeið vegna endurbóta og því voru flestir þeirra sem lentu í sprengingunni byggingarverka- menn við störf. Lögreglan rann- sakar nú orsakir sprengingarinnar en þegar hefur verið útilokað að um viljaverk hafi verið að ræða. ■ Þrátt fyrir að Hans Blix, yfir-maður vopnaeftirlits Samein- uðu Þjóðanna í Írak, segi að ekk- ert réttlæti árás á landið að svo stöddu og að mikilvægt sé að veita vopnaeftirlitsmönnum meiri tíma til að vinna starf sitt virðist Bandaríkjaforseti vera í vígahug. Jafnvel er búist við innrás í Írak á allra næstu dögum. Yfirvofandi árás Bandaríkjanna getur hæg- lega kveikt í púðurtunnu Mið- austurlanda og hleypt upp við- kvæmu jafnvægi á svæðinu. Þá er stutt í að allt fari í bál og brand með ófyrirséðum afleiðingum. Víst má telja að með hernaði á hendur arabaþjóð muni forseti Bandaríkjanna kalla öldu hryðju- verka yfir þjóð sína. Það er hreint og beint barnalegt að halda að árás á fantinn í Bagdad muni ekki kalla á mótaðgerðir hryðjuverka- manna í Bandaríkjunum, alveg sama hversu mikill skúrkur hann kann að vera. Aðeins með því að bora höfðinu á bólakaf í sandinn er hægt að loka augunum fyrir jafn augljósum afleiðingum. Alvarlegur klofningur er nú kominn upp á Vesturlöndum; milli Bandaríkjanna og Evrópu. Evr- ópumenn hafa borist á bana- spjótum öldum saman. Eftir tvö gereyðingarstríð í álfunni á nýlið- inni öld gáfust menn upp á hern- aðarbröltinu. Ameríkumenn eru hins vegar enn vopnaglaðir, sér- staklega þó stríðshaukarnir sem nú eru við völd. Eftir að George W. Bush tók við lyklavöldunum að vopnabúri Bandaríkjanna hefur utanríkisstefna Bandaríkjanna breyst og einkennist nú af ein- angrunarhyggju í stað stefnu um alþjóðlegt samstarf sem Bill Clinton fylgdi. Haukarnir í Wash- ington telja stöðu Bandaríkjanna svo sterka í alþjóðakerfinu að þeir geti farið sínu fram án stuðnings annarra. Þessi einhyggjustefna Ameríkuveldisins er nú að koma þeim í koll. Þeir hafa einangrað sig frá bandamönnum í Evrópu sem þverneita að elta þá inn í Írak án frekari sannana um að gereyð- ingarvopn sé þar að finna. Og að raunveruleg ógn stafi af brjálæð- ingnum í Bagdad. Í það minnsta þarf að sýna fram á að það hafi skelfilegri afleiðingar að hemja Íraka með friðsamlegum hætti en með árásarstríði. Það hefur ekki verið gert. Ekki enn í það minnsta. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist afstaða margra til hernað- ar á hendur Írökum fara nokkuð eftir því hvort menn treysta W. Bush eða ekki. Svo virðist sem al- þjóðasamfélagið upp til hópa treysti þessum yfirforingja bandaríska heimsveldisins bara alls ekki. Viðbrögð Bandaríkjanna við efasemdum Frakka og Þjóðverja hafa verið með endemum en sand- kassaleikurinn náði hámarki þeg- ar Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hótaði að færa herlið Bandaríkjanna á NATO-stöðvum í Þýskalandi úr landinu í hefndarskyni. Einnig hefur verið hlálegt að fylgjast með Bandaríkjamönnum í þjóð- ernisvímu falla í jafn fáránlega gryfju og að hallmæla og jafnvel sniðganga evrópskar framleiðslu- vörur á borð við frönsk vín og osta fyrir það eitt að ríkisstjórn landsins hafi efasemdir um gagn- semi hernaðarárásar á Írak. Eins og að þessi ágæti varningur versni við það. Í valdatíð Bush hefur einangr- unarhyggja Bandaríkjastjórnar í utanríkismálum komið sífellt bet- ur í ljós. Haukarnir í Washington hafa farið sínu fram á alþjóðavett- vangi í hverju málinu á fætur öðru og skeyta engu um alþjóða- samfélagið. Glöggt dæmi um það er þegar Bush hafnaði Kyoto-sam- komulaginu um alþjóðlega um- hverfisvernd sem Clinton hafði áður samþykkt. Barátta Banda- ríkjanna gegn alþjóðlega saka- máladómstólnum í Haag og sú valdkúgun sem þeir beittu Sam- einuðu þjóðirnar í málinu, með því að hóta að draga sig út úr frið- argæslu víðs vegar í heiminum nema að þegnar heimsveldisins verði friðhelgir fyrir dómstóln- um, sýnir svo ekki verður um villst að Bandaríkjamenn telja sig einráða í alþjóðakerfinu. ■ stjórnmálafræðingur og kennari við Há- skóla Íslands skrifar um Íraksdeiluna. EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Um daginn og veginn Bush var einn í heiminum Keramik fyrir alla • Laugavegi 48b, sími 552 2882. Opið: virka daga 11-18, laugard. 13-17, miðvikudagskvöld 20-23 Óvissuferð í Keramik fyrir alla slær í gegn. Þú færð 50% afslátt þegar þú bókar þinn hóp.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.