Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 4
4 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Eiga kaup á vændi að vera refsiverð? Spurning dagsins í dag: Nær Kristján Pálsson inn á þing sem óháður frambjóðandi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 45,3%Nei 54,7% ÓSAMMÁLA ÞINGMÖNNUM Frumvarp um að gera kaup á vændi refsiverð var fellt á Alþingi en hefði verið samþykkt í kjör- kassanum. Já Við höfum selt tékkneskan kristal í 50 ár. Í tilefni þess bjóðum við 50% afslátt af 50 tékkneskum kristalskaröflum og -könnum. BLÁU HÚSIN FAXAFENI SÍMI 553 6622 www.hjortur.is. Opnunartími: mánudaga-föstudaga 10-18 • laugardaga 11-16 KÖNNUN Ásakanir Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi orðað að greiða sér mútur og aðrar fréttir af Lundúnafundi forsætisráð- herra og stjórnarformanns Baugs hafa orðið til þess að 38% lands- manna hafa minni trú á Baugi en áður. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar sem Fréttablaðið gerði síðasta laugardag. Sex prósent að- spurðra segja atburðina hafa auk- ið trú sína á Baugi. Rúmlega helmingur segir umræðuna engin áhrif hafa á skoðun sína á fyrir- tækinu. Athygli vekur að þeir sem segj- ast hafa minni tiltrú á Baugi eru jafn margir og þeir sem hafa minni tiltrú á forsætisráðherra, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Davíð hefur þó vinninginn þegar kemur að þeim sem telja til- trú sína á honum hafa aukist, ellefu prósent gegn sex prósent- um hjá Baugi. Baugur hefur orðið fyrir áber- andi mestum álitshnekki hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokks. 54% þeirra segjast hafa minni tiltrú á Baugi en áður. Ein- ungis fjögur prósent þeirra segja tiltrú sína á fyrirtækinu hafa auk- ist. Það er litlu meira en hjá fram- sóknarmönnum. Baugur hefur unnið tiltrú þriggja prósenta þeirra en hún hefur minnkað hjá 38% Framsóknarmanna. Töpuð tiltrú Baugs er minni hjá stjórnarandstöðuflokkunum. 33% stuðningsmanna Frjáls- lyndra hafa minni tiltrú á fyrir- tækinu en áður, 31% stuðnings- manna Vinstri grænna og 26% Samfylkingarfólks. Sex til átta prósent stuðningsmanna flokk- anna segja álit sitt á fyrirtækinu hafa aukist. Þegar litið er til afstöðu þeirra sem gefa ekki upp stuðning við ákveðinn flokk kemur í ljós að 30% hafa minni trú á Baugi en áður, tiltrú fjögurra prósenta hef- ur aukist. Stærstur hluti, eða 57%, segir þó að atburðir síðustu viku hafi engu breytt um afstöðu sína til fyrirtækisins. ■ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Ásakanir forsætisráðherra þess efnis að Jón Ásgeir hafi íhugað að bera fé á sig hafa dregið úr tiltrú fólks á Baugi. Baugur tapar tiltrú Rúmlega þriðjungur aðspurðra segir að tiltrú sín á Baugi hafi minnkað vegna atburða liðinnar viku. Einungis sex prósent segja álit sitt á fyrirtækinu hafa batnað. 360 985 185 458 '99 '00 '01 '02 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 Svara ekki Minnkað Hvorki/né Aukið 7% 36% 52% 6% 0 10 20 30 40 50 60 HAFA ATBURÐIR OG FRÉTTIR LIÐINNAR VIKU DREGIÐ ÚR EÐA AUKIÐ TILTRÚ ÞÍNA Á BAUGI? BAUGUR Fyrirtækið hefur tapað tiltrú hjá 38% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. Einungis sex prósent segja tiltrú sína á fyrirtækinu hafa aukist. KÝPUR Kofi Annan, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, hefur tilkynnt að viðræður milli leiðtoga gríska og tyrkneska hluta Kýpur um sameiningu svæðanna tveggja hafi farið út um þúfur. Þar með er margra mánaða erfiðri baráttu Annan við að koma á sátt og friði á eyjunni lokið með ósigri og óvíst hvort eða hvenær viðræður verða teknar upp að nýju. Annan hafði reynt að nota væntanlega inngöngu Kýpur í Evrópusambandið til þess að þrýsta á grísk og tyrknesk yfir- völd að komast að samkomulagi um ríkjabandalag sem stýrt yrði af valdalítilli miðstjórn. Nú er út- lit fyrir að aðild að Evrópusam- bandinu muni aðeins ná til hins gríska hluta eyjarinnar, að því er framkemur á fréttavef BBC. Samningaviðræðurnar strönd- uðu á nokkrum grundvallaratrið- um sem þjóðirnar voru ósáttar við. Tyrkir töldu sig vera að láta af hendi of stórt landsvæði og vildu ekki ganga að kröfu Grikkja um að grískir flóttamenn sem fóru frá yfirráðasvæði Tyrkja fyrir 29 árum fengju að snúa aft- ur til síns heima. ■ RAUF DENKTAHS Leiðtogi tyrkneska hluta Kýpur hefur stað- ið fast á kröfum sínum í samningaviðræð- unum undanfarna mánuði og lauk síðasta fundi þjóðanna tveggja með því að Tassos Papadopoulos, forseti gríska hlutans, stormaði út í reiði sinni yfir ósveigjanleika Denktahs. Samningaviðræður út um þúfur: Leiðtogar á önd- verðum meiði BLÁA LÓNIÐ Tölvumynd af nýju umhverfi. Sumarglaðningur: Foss í Bláa lóninu HEILSA Bláa lónið stækkar og fyrir 1. júní verður þar kominn foss gest- um til augnayndis. Fossinn hefur verið teiknaður, 1,60 metrar á breidd og tæplega þriggja metra hár. Binda forráðamenn Bláa lóns- ins miklar vonir við fossinn en hann er aðeins liður í margháttuðum breytingum sem gera á í Bláa lón- inu. „Þá bætast við tvö gufuböð og tveir heitir pottar,“ segir Lovísa Lilliendahl, markaðsfulltrúi hjá Bláa lóninu. „Nuddaðstaðan verður einnig færð til svo gestir geti notið nuddsins í kyrrlátara og þægilegra umhverfi en hingað til,“ segir hún. Þá verður kísillinn gerður að- gengilegri og honum komið fyrir víðs vegar um baðsvæðið en mög- um hefur reynst torvelt að finna hann á botni lónsins. ■ Sjálfsvíg: Æran ofar öllu öðru TÓKÍÓ, AP Sjálfsvígum sem rekja má til fjárhagserfiðleika fer ört fjölgandi í Japan. Bók sem nýver- ið kom út þar sem sögð er saga nokkurra barna sem misst hafa foreldra sína á þennan hátt hefur snert strengi í hjörtum Japana og vakið athygli á vandanum. Sjálfsmorðstíðni er um helm- ingi hærri í Japan en Bandaríkj- unum. Stór hluti sjálfsvíga tengist óhóflegri skuldasöfnun. Þetta er fyrst og fremst rakið til þess hve Japanir eiga afar erfitt með að tjá sig um tilfinningar sínar og vandamál og þeirrar ofuráherslu sem lögð er á að verja æruna. ■ HEILSA Tveir hafa sótt um leyfi til að fá að selja pylsur við sundstaði höfuðborgarinnar og hafa um- sóknirnar verið teknar fyrir á fundi hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Sigurður Sveinsson sækir um að fá að reisa pylsuvagn við Árbæjarsundlaugina en þar hafa pylsur ekki verið seldar fram til þessa. Þá sækir Hjalti Hjaltason um að fá að stækka pylsuvagn sinn við Vesturbæjar- laugina en Hjalti hefur selt þar pylsur um árabil þó reksturinn hafi legið niðri um nokkurra miss- era skeið. Hugmyndir Hjalta byggjast á því að stækka pylsu- vagn sinn inn á grasbala sem til- heyrir lóð laugarinnar og er lítt nýttur. „Það verður að byrja á því að koma þessu inn á skipulag en um- sóknirnar eru nú til meðferðar hjá skipulags- og byggingarsviði borgarinnar,“ segir Helga Björns- dóttir hjá Íþrótta- og tómstunda- ráði Reykjavíkur. Enginn hefur sótt um að fá að reisa pylsuvagn við Grafarvogs- laugina en þar í hverfinu hafa for- eldrar mótmælt sælgætissölu í anddyri sundlaugarinnar. Við Sundhöllina á Barónsstíg var um skeið rekinn pylsuvagn en aðsókn þótti ekki nægjanleg og var hann aflagður. Við Laugardalslaugina hefur hins vegar verið reistur stór pylsuvagn og þar blómstra viðskiptin. ■ SUND Margir vilja selja pylsur. Tveir sækja um: Pylsur í sundi PÉTUR GUÐMUNDSSON, ÓLAFUR ÓLAFSSON OG MARÍAS GUÐMUNDS- SON FRÁ FÉLAGI ELDRI BORGARA Menn greiða hærra hlutfall af tekjum í skatta nú en fyrir tíu árum. Skattleysis- mörkin hafa ekki fylgt launaþróun og á því átti menn sig ekki. Eldri borgarar: Skattar hafa hækkað SKATTAR Skattar á tekjur ellilífeyr- isþega hafa hækkað verulega frá 1988. Mestar eru hækkanir á lægri laun, að sögn Ólafs Ólafs- son, fyrrum landlæknis og for- manns Félags eldri borgara. Ólafur segir að skattar sem hlutfall af tekjum hafi hækkað vegna þess að menn gleymi skatt- leysismörkunum. Þau hafi dregist aftur úr launaþróun. „Við erum orðin leið á þeim hálfsannleik sem felst í umræðu um skattamál. Menn hafa haldið því fram að skatthlutfall staðgreiðslu hafi lækkað. Það er alveg rétt en í raun og veru fer hærra hlutfall tekna í skatta nú en árið 1990,“ segir Ólafur. Einar Árnason hagfræðingur hefur reiknað þróunina undanfar- in ár út fyrir Félag eldri borgara. Þegar litið er á tölur kemur í ljós að skattleysismörk árið 1988 voru 41.182. krónur á mánuði en nú eru þau 69.585. krónur. Ef þau hefðu hækkað í takt við verðlag á þess- um tíma ættu þau að vera 96.009 eða rúmum 24.000 krónum hærri. Ef þau hins vegar hefðu fylgt launavísitölu ættu skattleysis- mörk að vera 108.509. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.