Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 2
2 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR Einar K. Guðfinnsson mælti fyrir 15 nefndarálitum í fyrradag á aðeins 22 mínútum. Enginn annar þing- maður komst að á meðan. Nei, ég hitti alltaf á að koma með réttu skjölin í hvert sinn sem ég steig í ræðustól. SPURNING DAGSINS Einar, varstu ekkert farinn að ruglast í kollinum? ÚTGÁFA Nýtt vikulegt tímarit mun fylgja Fréttablaðinu á föstudag- inn. Tímaritinu verður dreift án nokkurs endurgjalds inn á heim- ili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri; samtals á um 75 þús- und heimili. Auk þess mun það fylgja Fréttablaðinu í verslanir og aðra sölustaði víða um land í rúmlega 10 þúsund eintökum. Þetta verður því langút- breiddasta tímarit landsins, prentað í um 86.000 eintökum. „Við teljum að tímaritin á Ís- landi séu vanmetinn auglýsinga- miðill,“ segir Gunnar Smári Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Frétt- ar, útgáfufélags Fréttablaðsins og hins nýja tímarits. „Gott tímarit í mikilli útbreiðslu hefur ýmsa kosti fram yfir aðra miðla; mikil gæði og langan líftíma, svo dæmi séu tekin.“ Í tímaritinu verður fjölbreytt efni um fólkið í landinu; greinar, viðtöl og margvíslegt annað skemmtiefni. Sjónvarpsdagskrá hverrar viku er birt á skýran og aðgengilegan hátt í tímaritinu og ætti það því einnig að nýtast heimilunum sem sjónvarpshand- bók. „Við bíðum spennt eftir við- brögðum lesenda á föstudaginn. Þó það sé gaman að búa til blöð þá er það ekki fyrr en þau eru komin í hendur lesenda að þau öðlast líf,“ segir Gunnar Smári að lokum. ■ Tímarit í 86.000 tölublöðum hefur göngu sína á föstudag: Nýtt vikulegt tímarit fylgir Fréttablaðinu Forstjórinn segist sleppa fyrir horn Forstjóri Löggildingarstofu segir að þar sem bætt hafi verið úr meintri stórfelldri óreiðu í fjármálum stofnunarinnar heimili lög ekki að honum sé vikið frá nú eins og iðnaðarráðherra vill gera. Vísar í mál Þorfinns Ómarssonar. STJÓRNSÝSLA Lögmaður Gylfa Gauts Péturssonar, forstjóra Lög- gildingarstofu, segir lög ekki heimila að víkja Gylfa úr starfi þar sem engin óreiða sé lengur hjá stofnuninni. Úrbætur voru gerðar á meðan á rannsókn Ríkis- e n d u r s k o ð u n a r stóð. Gylfi Gautur sendi í fyrradag Valgerði Sverris- dóttur, iðnaðar- og v i ð s k i p t a r á ð - herra, andsvör sín við ávirðingum Ríkisendurskoðunar um stór- fellda óreiðu í fjármálum Lög- gildingarstofu á árunum 1999 til 2002. Valgerður telur að víkja beri forstjóranum tímabundið úr starfi á meðan sérstök stjórn- sýslunefnd fer yfir störf hans. Hún tekur nú afstöðu til sjónar- miða sem hæstaréttarlögmaður- inn Ragnar H. Hall hefur tekið saman fyrir hönd Gylfa. „Ég kýs síður að flytja þetta mál í fjölmiðlum en vísa þess í stað á lögmann minn,“ segir Gylfi sjálfur aðeins. Ragnar H. Hall segist meðal annars vísa til niðurstöðu nefndar sem gerði Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra afturreka með tímabundna brottvikningu Þorfinns Ómarssonar úr starfi forstöðumanns Kvikmyndasjóðs Íslands. „Það segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að heimilt sé að víkja manni tímabundið frá starfi ef óreiða er á bókhaldi eða fjárvörslu, ekki ef hún hafi verið,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars er það enn fremur meginregla laganna að áður en mönnum er vikið úr starfi eigi að gefa þeim áminn- ingu og kost á að bæta ráð sitt, nema þá að menn hafi gerst sek- ir um refsiverða háttsemi. „Það er enginn sem heldur því fram að Gylfi hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi,“ segir hann. Ragnar segir enn fremur að í svari sínu sé gerð grein fyrir ein- stökum efnisatriðum í skýrslu ríkisendurskoðunar. „Við skýrum viðhorf Gylfa til ýmissa hluta sem settir eru fram. Að öllu samanlögðu teljum við það sé ekki nein lagastoð fyr- ir því að víkja honum úr starfi eins og kann að hafa verið ráð- gert,“ segir Ragnar. Hvorki ráðuneytið né Gylfi og Ragnar afhentu í gær eintak af sjálfum andsvörunum. gar@frettabladid.is DÓMSMÁL Dómari í máli Steins Ár- manns Stefánssonar, sem játar að hafa banað manni á Klapparstíg í fyrrahaust, mun í dag skera úr um hvort kveða eigi til dómkvadda matsmenn til að meta geðheil- brigði Steins. Geðlæknir, sem þegar hefur skoðað Stein, telur hann sakhæfan. Þessu mati mótmælti lögmaður Steins þegar málið var þingfest í síðustu viku í Héraðsdómi Reykja- víkur. Hann telur Stein eiga heima á réttargeðdeildinni á Sogni. Sjálfur játaði Steinn að hafa banað 66 ára gömlum manni 26. september í fyrra. Hinn myrti hafði sjálfur hlotið fangelsisdóm fyrir að myrða sambýliskonu sína í sama húsi. Í óspurðum fréttum mun Steinn hafa látið þess getið við þingfestinguna að hann væri Gengis Khan endurborinn. Einnig að hann yrði fullnuma vígamaður þegar fangelsisvistinni lyki og myndi þá bjarga íslensku þjóð- inni frá glötun. Frá því drápskvöldið hefur Steinn dvalið á Litla-Hrauni, iðu- lega í einangrun. Hann mun oft hafa lent í slagsmálum við bæði fanga og fangaverði, auk þess að brjóta og bramla það sem fyrir verður. Mun mönnum þar standa mikill stuggur af honum. ■ Lögmaður telur banamann í Klapparstígsmáli vera geðveikan: Nýir geðlæknar meti sakhæfi drápsmanns BYRGIÐ Í HÖFN Allar líkur eru á að húsnæði fyrir Byrgið sé fundið. Það verður mikil breyting að flytja frá Rockville í glæsilegt húsnæði þar sem hægt verður að hafa búskap. Starfsemi Byrgisins í höfn: Byrgið á Efri Brú FÉLAGSMÁL Ríkisstjórnin hefur samþykkt að félagsmálaráðherra geri rammasamning við Byrgið og tryggi rekstur þess. Guðmundur Jónsson, for- stöðumaður Byrgisins, sagðist hafa beðið frá áramótum eftir að af þessum samningum yrði. Hann sagði einnig að hann vissi til þess að húsnæðismál heimilis- ins væru einnig um það bil að leysast. Heimildir blaðsins herma að jörðin Efri Brú í Grímsnesi verði fyrir valinu en hún var auglýst til sölu fyrir rúmri viku og sam- kvæmt upplýsingum úr fjármála- ráðuneytinu fyrir helgi voru allar líkur á að tilboði í eignina yrði skilað inn í gær. Á Efri Brú í Grímsnesi hefur verið rekið gæðahótel; eitt það glæsilegasta á landsbyggðinni. Því fylgir ein- nig hluti jarðarinnar og útihús. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að á næstu dögum verði drög að rammasamningi út- búin í ráðuneytinu. „Upphæð verður ákveðin við fjárlagagerð hverju sinni og Byrgið tekur að sér að hýsa ákveðna tölu manna á hverjum mánuði,“ segir Páll. Hann vildi ekki nefna upphæðir en sagði þær skuldir sem Byrgið hefur stofnað til vera á ábyrgð þeirra sjálfra. ■ ENGAR TAFIR Bandaríkjamenn segja að ekki komi til greina að gefa Írökum 45 daga frest eins og nokkur aðildarríki Öryggisráðs SÞ hafa lagt til. Bretar taka undir að málið megi ekki tefjast úr hófi. OPINN FUNDUR Í ÖRYGGISRÁÐINU Öryggisráðið hefur samþykkt að halda opinn fund um íraksdeiluna að beiðni Samtaka óháðra ríkja. Talið er að fundurinn muni tefja atkvæðagreiðslu um hina nýju ályktun Bandaríkjamanna og Breta varðandi innrás í Írak. PAKISTANAR SITJA HJÁ Pakistönsk yfirvöld hafa ákveðið að sitja hjá þegar greidd verða atkvæði um ályktun Bandaríkjanna og Bretlands í ör- yggisráðinu. For- sætisráðherra landsins, Zaf- arullah Khan Jamali, fer fram á að Írökum verði gefinn lengri tími til þess að afvopnast. BROT Á STOFNSKRÁNNI Kofi Ann- an, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur varað Bandaríkin við því að árás á Írak án samþykkis Öryggis- ráðsins brjóti í bága við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. NÝR FORSÆTISRÁÐHERRA Leiðtogi stjórnarflokksins í Tyrklandi, Recep Tayyip Erdogan, hefur ver- ið útnefndur sem forsætisráðherra landsins. Erdogan er fylgjandi því að bandarískum hersveitum verði leyft að setja upp víglínu í landinu í undirbúningi fyr- ir stríð í Írak og er nú búist við því að hann muni beita sér fyrir því að fá ríkis- stjórnina á sitt band. ÍRAKAR ÓGNA EFTIRLITSFLUGI Gert var tímabundið hlé á eftir- litsflugi í Írak eftir að Írakar ógn- uðu bandarískri U-2 njósnavél í eftirlitsleiðangri. Tvær banda- rískar vélar voru nýfarnar í loftið þegar Írakar sendu orrustuvélar á eftir þeim og ógnuðu annarri vél- inni. Tóbaksvarnir: Stærri merkingar ALÞINGI Reitir fyrir viðvaranir á tóbaksvörupökkum stækka mikið frá því sem nú er krafist sam- kvæmt þingsályktunartillögu um breytingum á viðauka við EES- samninginn. Í tilskipuninni skýr fyrirmæli um hönnun og útlit merkinga og bann við að hafa tiltekin heiti og tákn á umbúðum tóbaksvöru sem gefa í skyn að tiltekinn tóbaks- varningur sé skaðminni en annað tóbak. ■ KLAPPARSTÍGUR 11 Steinn Ármann Stefánsson játar að hafa banað 66 ára gömlum manni í þessu húsi. Geðlæknir telur Stein sakhæfan. Lögmaður Steins er því algerlega ósammála og vill að dómari kveði til nýja matsmenn. Sjálfur dvelur Steinn á Litla-Hrauni og veldur þar usla. ÍRAKSDEILAN LÖGGILDINGARSTOFA Ríkisendurskoðun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið segja stórfellda óreiðu hafa verið hjá Löggildingarstofu á árunum 1999 til og með árinu 2002. Það er megin- regla laganna að áður en mönnum er vikið úr starfi á að gefa þeim áminn- ingu og kost á að bæta ráð sitt. Tannréttingar: Þurfa í ann- an fjórðung ALÞINGI Enginn sérfræðingur í tannréttingum er við störf á Aust- urlandi og þurfa börn og ungling- ar því að sækja þjónustuna í ann- an landsfjórðung. Þuríður Backman, þingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á því að á Austurlandi væru um 70 einstaklingar, sem þyrftu að með- altali að fara 15 sinnum til sér- fræðings en fengju ekki allir greiddan ferðakostnað. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra tók undir það að þetta væri óréttlátt. Hann vill kanna hvort tannlæknar geti sinnt þjónustunni. Ef það gangi ekki skuli hann beita sér fyrir því að fá fjárveitingu til að standa straum af ferðakostnaði barna og unglinga sem þurfa á þjónustunni að halda. ■ Íslenska ánægjuvogin: Mest ánægja með Öl- gerðina KÖNNUN Viðskiptavinir voru ánægðastir með Ölgerð Egils Skallagrímssonar á síðasta ári samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar. Niðurstöður úr hinni árlegu mælingu voru kynntar í Húsi at- vinnulífsins í gær. Að mælingunni stóðu Samtök iðnaðarins, Stjórn- vísi og IMG Gallup. Veitt verða verðlaun því fyrirtæki sem náði bestum árangri af þeim 25 sem mæld voru. Næst á eftir Ölgerð- inni komu Sparisjóðirnir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.