Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 12
FÓTBOLTI Fimmtu umferð milliriðla Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Stór- leikur kvöldsins er án efa viðureign Real Ma- drid og AC Milan í C riðli. Leikið verður í Madríd. Þar mætast tvö af sigursælustu félögum Evrópu en leikurinn í kvöld hefur ólíkt vægi fyrir þau. Milan hefur þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum eftir fjóra 1:0 sigra. Evr- ópumeistarar Real Madrid berjast hins vegar um annað sæti riðilsins við Borussia Dortmund og Lokomotiv frá Moskvu. Fyrir fimmtu umferð hefur Real frumkvæðið þökk sé síðbúnu jöfnunar- marki Javier Portillo gegn Dortmund í síðustu viku. Real hefur sigrað í flestum leikj- um og skorað mest allra félaga í tíu ára sögu Meistaradeildarinnar. Fimmtugasti sigurleikur þeirra gæti fleytt félaginu áfram og skori Raúl González, fyrirliði Real, í kvöld verður hann fyrstur allra til að skora 40 mörk í Meistaradeild- inni. Á sama tíma leikur Dortmund við Lokomotiv frá Moskvu. Frami Dort- mund í keppninni velt- ur á sigri í kvöld og úrslitunum í leik Real Madrid og AC Milan. Manchester United hefur þegar sigrað í D-riðli en hin félögin eiga áþekka mögu- leika á að fylgja þeim í átta liða úrslitin. United á heimaleik gegn Basel en Juvent- us og Deportivo La Coruna leika í Tórínó. Úrslitin í riðlinum gætu ráðist í kvöld því tapi Basel fer sigur- vegarinn í leik Juventus og Deportivo í átta liða úrslit. Leikur Juventus og Deportivo verður sjötta viðureign þeirra í Meistaradeildinni á þremur árum. Fjórum leikjanna hefur lokið með jafntefli en Deportivo vann 2:0 á heimavelli fyrir rúmu ári. Enn eitt jafnteflið milli þeirra býður upp á spennandi lokaumferð í næstu viku. ■ 12 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.00 Stöð 2 Spænsku mörkin. Mörk síðustu helgar í spænska boltanum sýnd. 18.00 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfótbolti West World. 19.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Bein útsending frá leik Real Madrid og AC Milan. 20.00 Ásgarður Stjarnan og Grótta/KR eigast við í Esso-deild karla í handbolta. Grótta/KR er í harðri baráttu um laust sæti í úrslitakeppninni. 20.00 Fylkishöll Fylkir/ÍR tekur á móti FH í Esso-deild kvenna í handbolta. Fylkir/ÍR er í áttunda sæti deildarinnar en FH í því sjötta. 21.40 Sýn Meistaradeild Evrópu. Útsending frá leik Juventus og Deportivo La Coruna. 22.20 Sjónvarpið Handboltakvöld. Fjallað um Esso-deildina í handbolta. 23.30 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. Skráðu þig strax í dag til að auka vinningsmöguleikana Skráning í öllum bönkum, sparisjóðum og á www.kreditkort.is Ferð fyrir 4 á úrslitaleik UEFA Champions League í boði MasterCard® Ástralinn Harry Kewell, leik-maður Leeds, ætlar að ákveða eftir þessa leiktíð hvort hann skrifar undir nýjan fimm ára samning við félagið. Núver- andi samningur Kewell rennur út eftir næstu leiktíð. Meistarar Real Madrid gegn ósigruðu Mílanóliði Spænsk og ítölsk félög í sviðsljósinu í 5. og næstsíðustu umferð Meistaradeildarinnar. Juventus mætir Deportivo í Tórínó og Milan heimsækir Real Madrid. RONALDO Ronaldo og Real Madrid hafa verið á góðu skriði í spænsku deildinni að undanförnu en eiga á brattann að sækja í Meistaradeild Evrópu. MEISTARADEILDIN Í KVÖLD C riðill Dortmund - Lokomotiv Real Madrid - AC Milan Staðan L S Milan 4 12 Madrid 4 5 Dortmund 4 4 Lokomotiv 4 1 D riðill Juventus - Deportivo Man. United - Basel Staðan L S Man. Utd 4 12 Juventus 4 4 Deportivo 4 4 Basel 4 3 Sir Alex Ferguson: Roy Keane verður frábær knattspyrnustjóri FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, telur að Roy Keane, fyrirliði liðs- ins, verði frábær knattspyrnu- stjóri ákveði hann að leggja starfsvettvagninn fyrir sig þegar hann leggur skóna á hilluna. Keane hefur meðal annars lýst því yfir að hann vilji einhvern tímann taka við Manchester United. „Ef hann vill gera þetta þá er engin spurning að hann verður frábær stjóri,“ sagði Ferguson. Keane, sem var nýkominn aft- ur í lið United eftir mjaðmar- aðgerð, er meiddur á læri og leik- ur væntanlega næst með United gegn Liverpool þann 5. apríl. „Hann kemur aftur í leikinn gegn Liverpool, það er engin spurn- ing,“ sagði Ferguson. „Við fáum tveggja vikna frí frá Evrópu- keppni sem hjálpar okkur. Við munum leika án hans í tveimur mikilvægum leikjum, gegn Aston Villa á útivelli og heima gegn Ful- ham.“ ■ KEANE Roy Keane, fyrirliði United, hefur hug á að gerast knattspyrnustjóri eftir að knatt- spyrnuferlinum lýkur. MOLAR MOLAR Carlo Cudicini, markvörðurChelsea, hefur sakað Francis Jeffers, framherja Arsenal, um að hafa fiskað vítaspyrnuna sem dæmt var á Cudicini í bikarleik liðanna um síðustu helgi. „Þegar ég sá Jeffers koma hélt ég hönd- unum frá honum vegna þess að ég gat ekki ná boltanum almenni- lega,“ sagði Cudicini.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.