Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 22
Tómas mannfræðingur var áferð um Amazon-svæðið. Skyndilega var hann umkringd- ur ófriðlegum hópi innfæddra. Þá hrökk upp úr honum: „Púfff, ég er í djúpum skít.“ Þá kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir- náttúruleg rödd sem sagði: „Nei, það er ekki rétt! Taktu hnullung- inn sem liggur við fætur þér og sláðu honum í hausinn á foringja þeirra.“ Tómas gerði eins og fyrir hann var lagt og nú stóð hann með hnullung í hendi yfir blóð- ugum máttvana líkama foringj- ans og allt um kring voru furðu lostnir meðlimir ættbálksins. Þá kom önnur þruma og yfir- náttúruleg rödd sagði: „Ókei, nú ertu í djúpum skít.“ ■ 22 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR 35 ÁRA „Eftirminnilegasta afmæl- isgjöfin? Þetta er allt of erfið spurning... Jú, bíddu. Sjö ára fékk ég Manchester United-búning. Ég fór út, þar sem var 20 cm snjór, í búningnum og í fótbolta. Síðan hefur maður haldið með djöflun- um,“ segir afmælisbarn dagsins, markvörðurinn snjalli Ólafur Gottskálksson. Hann á því sögu sem áhangandi þess vinsæla liðs, átti mörg mögur ár sem slíkur og lét lítið fyrir sér fara. „Svo komu árin þegar maður gat látið heyra í sér.“ Ólafur er nú búsettur í Grinda- vík og æfir með liði staðarins. Það leggst ákaflega vel í hann en þang- að á hann ættir að rekja, á þar marga góða vini auk þess sem kona hans er frá Grindavík. „Já, þetta lá beint við eftir Englands- dvölina. Hér eru kröftugir menn sem standa þétt á bak við sína menn. Ekki vandamál að safna liði ef þarf að taka til hendinni.“ Ekki stendur til að gera neitt sérstakt í tilefni dagsins. „Nei, þetta er nú í miðri viku þannig að ætli ég reyni ekki bara að eiga góða æfingu með strákunum og svo góðar stundir með fjölskyld- unni seinna um kvöldið. Að það sé mottó dagsins.“ Ólafur er 35 ára, sem þýðir að hann á 5 til 10 ár eftir í boltanum. „Ég þekki allt of marga sem hafa hætt of snemma og sjá eftir því. Ég ætla ekki að gera þá skissu. En auðvitað er vandi að finna rétta tímapunktinn, það er áður en mað- ur fer að dala mikið.“ Með eftirminnilegri afmælis- veislum er sú þegar Ólafur varð þrítugur. „Þá varð mér hugsað til þess að vera svo til nýbyrjaður í atvinnumennsku. Héldum upp á það í bongóblíðu í mars, úti í garði, í húsinu mínu í Edinborg. Þar komu nokkrir kunningjar saman og við áttum glaða stund. Edinborg er stórkostleg borg. Hún er svo falleg og rómantísk. Mikil söguborg og Skotarnir gott fólk.“ AFMÆLI Ég hef búið á Íslandi í tæp sjö árog hef lært mikið á þeim tíma,“ segir Chen Huiping, sem varði doktorsritgerð sína um krabbamein af völdum genabreytinga við læknadeild Háskóla Íslands í gær. „Þetta er afslappað og þægilegt umhverfi og Íslendingar eru af- skaplega vingjarnlegir, þannig að ég hef virkilega notið þess að dvelja hérna.“ Hann hefur svo dvalið við nám og störf á Íslandi frá árinu 1996 þegar hann byrjaði að vinna við rannsóknir í Frumulíffræðideild Landspítala – Háskólasjúkrahúss. Hann hóf doktorsnám sitt við Há- skóla Íslands árið 2000 og hefur starfað sem doktorsnemi, undir leiðsögn dr. Sigurðar Ingvarssonar, við Tilraunastöðina í meinafræðum að Keldum frá því síðla árs 2002. „Það finnst mörgum skrítið að ég skuli hafa ákveðið að flytja frá Kína til Íslands. Ég vissi ekkert um landið áður en ég kom hingað en þekkti til verka Sigurðar Ingvars- sonar. Þegar ég vann að MS-verk- efni mínu í Kína komst ég að því að hann var á svipuðum slóðum í rann- sóknum sínum. Aðferðafræði hans vakti áhuga minn og ég skrifaði honum, bæði til þess að fá frekari upplýsingar um störf hans og kanna hvort við gætum fundið ein- hvern samstarfsgrundvöll.“ Sigurður bauð Chen stöðu á Keldum árið 1996 og eftir tveggja ára starf gerði Chen sér ljóst að hann þyrfti að kynna sér krabba- meinsrannsóknir enn frekar og hóf því doktorsnám við HÍ. „Ég velti því mikið fyrir mér að flytja aftur til Kína. Við hjónin erum enn barnlaus en ég held að Kína sé heppilegri staður fyrir mig og fjölskyldu mína, en geri þó fast- lega ráð fyrir að vera hér eitthvað áfram og ljúka í það minnsta verkefni mínu á Keldum.“ ■ Chen Huiping hefur búið á Íslandi í tæp sjö ár ásamt eiginkonu sinni. Hann varði dokt- orsritgerð sína við læknadeild HÍ í gær en telur það heppilegra fyrir sig og fjölskyldu sína að búa í Kína þó hann sé ekki á för- um alveg strax. Áfangi Frá Kína að Keldum ÓLAFUR GOTTSKÁLKSSON OG ANDREA BJÖRT Á jólaskemmtun með dóttur sinni í London. Sjö ára fékk hann Manchester United- búning í afmælisgjöf, beið ekki boðanna og fór í honum út í snjóinn í fótbolta – þó þykkur snjór væri yfir öllu. MEÐ SÚRMJÓLKINNI CHEN HUIPING Er fæddur í Kína árið 1965 og lauk lækn- isfræðinámi árið 1986 frá Tongji-lækna- háskólanum í Wuhan, Hubei, Kína. 1991 lauk hann meistaranámi frá sama háskóla. Ólafur Gottskálksson á afmæli í dag en hann æfir um þessar mundir stíft með liði Grindvíkinga. Ýmis bönd tengja hann þeim ágæta stað. Menn hætta of snemma í boltanum FRÉTTIR AF FÓLKI TÍMAMÓT M j ó d d • D a l b r a u t • A u s t u r s t r ö n d M j ó d d • D a l b r a u t • A u s t u r s t r ö n d 1000 kr. tilboð TILBOÐ sótt kr. 1.000 Stór pizza með 4 áleggstegundum ® Spaugstofan gerði málefnumBaugs og Davíðs Oddssonar skil á sinn sérstaka hátt í þættin- um Sönn íslensk svakamál á laugardag- inn og þyk- ir mörgum forsætis- ráðherra hafa farið frekar halloka í söguskýringum spaugaranna. Sjónvarpið hefur sem kunnugt er oft verið upp- nefnt „Bláskjár“ og þótt vera valdhöfum frekar hliðhollt og því verður stofnunin sjálfsagt seint talin aðili að stórsamsæri Sam- fylkingarinnar, Baugs, Jóns Ólafssonar og fjölmiðla gegn for- sætisráðherra. Glöggir kenning- arsmiðir eru hins vegar búnir að bæta Spaugstofunni í þennan skrautlega hóp og nefna hana nú ekkert annað en „Baugstofuna“. Að gefnu tilefni skal tekið fram að þó menn setji sig í trúboðsstellingar í dýrkun á stjórnmálaforingjum á það ekkert skylt við kynlíf. Leiðrétting Ari Teitsson. Vala Flosadóttir. Johnny Cash. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. ANDLÁT Benedikta Lilja Karlsdóttir, Lindargötu 57, Reykjavík, lést 23. febrúar. Útförin hefur farið fram. Elín Magnúsdóttir lést á dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri, 25. febrúar. Útförin hefur farið fram. Friðrik Magnússon, bóndi, Hálsi, Dalvík, lést 10. mars. Guðrún J. Þorsteinsdóttir, píanóleikari, er látin. Helga Jóna Elíasdóttir, fyrrverandi skólastjóri og organisti á Þórshöfn, lést 8. mars. AFMÆLI Ólafur Gottskálksson markvörður er 35 ára. Marta Nordal leikkona er 33 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.