Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 14
■ ■ FUNDIR 12.05 Málstofa sálfræðiskorar Há- skóla Íslands um líf og störf Milton Er- ickson verður haldin í stofu 201 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskólans. Dr. Hörður Þorgilsson, klínískur sálfræðing- ur, heldur erindi um líf og störf Milton Erickson, sem var snillingur í að beita dáleiðsluaðferðum. 13.00 Tæknin og fiskveiðarnar er yfirskrift ráðstefnu á vegum Verkfræð- ingafélags Íslands og Tæknifræðinga- félags Íslands. Meðal fyrirlesara eru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Páll Reynisson frá Hafrannsóknastofn- un og Ragnar Árnason prófessor. Fund- arstaður er að Engjateigi 9. 13.00 Í tengslum við norræna bíó- daga flytur finnski bókmenntafræðingur- inn Kaisa Kurikka fyrirlestur í Norræna húsinu um myndina „Drakarna över Helsingfors“ eftir Kjell Westö. 13.30 Fræðslu- og umræðufundur um áhrif atvinnumissis á líðan fólks verður haldinn í Safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar, Lækjargötu 14a. Gunnlaug Hartmannsdóttir flytur erindi. 12.15 Hrafnaþing verður haldið í sal Möguleikhússins á Hlemmi nú í há- deginu. Að þessu sinni flytur Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur erindið Rjúpan og viðkoma fálkans. Hrafnaþing Nátt- úrufræðistofnunar Íslands eru öllum opin meðan húsrúm leyfir. 16.15 Hrönn Pálmadóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyrir- lestur í Kennaraháskóla Íslands um at- hugun sem hún gerði á boðskiptum barna á leikskólaaldri með samskipta- örðugleika og íhlutun fullorðinna í þau boðskipti. 16.30 Ásdís R. Magnúsdóttir, lekt- or í frönsku við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur í stofu 201 í Odda, húsi hug- vísindadeildar Háskóla Íslands, um „trú og þjóðtrú í Rólantskvæði“. Fyrirlestur- inn er á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur. ■ ■ LEIKLIST 14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir gamanleikritið Forset- inn kemur í heimsókn í Ásgarði Glæsibæ. 20.00 Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík frumsýnir Lýsiströtu eftir Aristófanes í Austurbæ við Snorrabraut. 20.00 Nemendur Verslunarskóla Íslands sýna söngleikinn Made in USA eftir Jón Gnarr í Loftkastalanum. 20.00 Herranótt, leikfélag Mennta- skólans í Reykjavík, sýnir Hundshjarta eftir Mikhaíl Búlgakov í Tjarnarbíói. ■ ■ TÓNLIST 12.30 Á háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu leika Laufey Sigurðar- dóttir á fiðlu og Elísabet Waage á hörpu verk eftir Louis Spohr og Gaëtano Donizetti. 20.00 Eydís Franzdóttir óbó- leikari, Brynhildur Ásgeirsdóttir pí- anóleikari og Guðrún Edda Gunn- arsdóttir mezzósópran flytja í Saln- um í Kópavogi verk eftir Caplet, Head, Elínu Gunnlaugsdóttur, Ibert, Albéniz, Fauré, Rubbra og Musto. Frönsk sönglög skipa stóran sess á tónleik- unum í blandi við enska sveitasælu, spænskan blóðhita og hinar fjöl- breyttu ásjónur íslenska kvöldsins. 20.30 Sigríður Aðalsteinsdóttir sópran og Daníel Þorsteinsson pí- anóleikari verða með tónleika í Gler- árkirkju á Akureyri. Þau flytja ljóða- söngva eftir Johannes Brahms og Ric- hard Strauss. Tónleikarnir eru tileink- aðir aðstandendum og syrgjendum látinna. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir flytur hugleiðingar á milli tónlistarat- riðanna. 23.00 Hljómsveitin Tenderfoot leikur hugljúfa músík á Sirkus. Sirkus er vettvangur fyrir lifandi músík öll mið- vikudagskvöld. 14 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR * Koffín Eykur orku og fitubrennslu. * Hýdroxísítrussýra Minnkar framleiðslu fitu. * Sítrusárantíum Breytir fitu í orku. * Króm pikkólínat Jafnar blóðsykur og minnkar nart. * Eplapektín Minnkar lyst. * L-Carnitine Gengur á fituforða. BYLTING Í FITUBRENNSLU! - ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR Perfect bu rner töflur 90 stk. Hagkvæm ustu kaupin! Perfect burner er því lausnin á því að tapa þyngd á árangursríkan, skynsaman og endingagóðan hátt. Tilboð í LYFJ U frá 6-13 mar s! Lýsistrata í rappútgáfu hvað?hvar?hvenær? 9 10 10 12 13 14 15 MARS Miðvikudagur Þessi þverflauta var sérpöntuðog handsmíðuð af Miguel Arista,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari. „Fjöl- skylda hans er frá Perú og hefur smíðað flautur frá örófi alda. Miguel rekur fyrirtæki í Massachusetts þar sem er ein- hvers konar miðstöð flautusmiða. Ég ætlaði að fá mér silfurflautu en svo kynntist ég manni í París sem var með gullflautu frá Arista og sannfærðist um að þarna væri eitthvað fyrir mig. Ég bað Miguel Arista að gera flautu eftir lýsingu minni og hef heyrt að hann hafi seinna gert fleiri þverflautur í þessum stíl – þarna er eiginlega komin ný lína. Ég er búin að eiga þessa flautu í svona tíu ár og næstum því sef með hana uppi í rúmi hjá mér. Ég veit alltaf nákvæmlega hvar hún er. Flautan er partur af mér. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að glata henni. Tæki mig langan tíma að sætta mig við og aðlagast nýju hljóðfæri.“ ÁSHILDUR HARALDSDÓTTIR Hljóðfæriðmitt LEIKSÝNING Fyrir rúmlega viku var leikritið Lýsistrata leiklesið í mörg hundruð leikhúsum víða um heim, þar á meðal bæði í Borgarleikhús- inu og Þjóðleikhúsinu, í sameigin- legu átaki leikhúsfólks gegn yfir- vofandi stríði gegn Írak. Í kvöld frumsýnir leikfélag Kvennaskól- ans þetta forngríska leikrit, sem virðist eiga jafnmikið erindi nú og fyrir meira en tvö þúsund árum. Leikstjórinn er Stefán Jónsson og hefur hann fengið til liðs við sig nokkra tugi vaskra nemenda í Kvennaskólanum. Eins og venjan er í framhaldsskólum sá leikstjór- inn um leiklistarnámskeið í Kvennaskólanum í haust og í fram- haldi af því var ákveðið að setja upp Lýsiströtu. „Stefáni tókst greinilega að velja leikrit sem átti mjög vel við núna,“ segir Gunnhildur Hrólfs- dóttir, sem fer með hlutverk Lýs- iströtu. „Þetta hefur verið mjög krefjandi, en það er líka virkilega gaman að setja þetta á svið núna í framhaldi af þessum mótmælum gegn stríði.“ Þessi forni gamanleikur eftir Aristófanes fjallar um eiginkonur stríðsæsingamanna, sem eru bún- ar að fá sig fullsadda af stríðs- brölti karlanna. Þær grípa til þess ráðs að neita þeim um kynlíf þang- að til þeir láta sér segjast og semja frið. Plötusnúðurinn Gísli Galdur, einnig þekktur sem DJ Magic, sér um tónlistina, sem gegnir miklu hlutverki í uppfærslunni. „Það er mjög gaman að hafa fengið Gísla Galdur til þess að gera tónlistina. Þetta er svolítið hipphoppskotið, því hann er hipp- hopp plötusnúður. Við erum að rappa textann mikið, þannig að það má segja að þetta sé nútímaleg rappútgáfa af Lýsiströtu.“ gudsteinn@frettabladid.is LÝSISTRATA KVENNASKÓLANS Gunnhildur Hrólfsdóttir fer með aðalhlutverkið í Lýsiströtu, sem leikfé- lag Kvennaskólans frumsýnir í Austurbæ klukkan átta í kvöld. ■ LEIKHÚS Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir „Forsetinn kemur í heimsókn“ gamanleik með söngvum í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikudaga og föstudaga kl. 14.00 og sunnudaga kl. 15.00. Miðapantanir á skrifstofu s. 588 2111, einnig eru miðar seldir við innganginn. Mér leistmjög vel á þessa sýn- ingu,“ segir Sigrún Val- b e r g s d ó t t i r, k y n n i n g a r - stjóri Borgar- le ikhúss ins , um gamanleik- ritið Forsetinn kemur í heimsókn sem Snúður og Snælda, leikfélag eldri borgara, sýnir um þessar mundir. „Þetta er orðinn ótrúlega stór og kraftmik- ill hópur og þarna er fullt af góðu og hressu söngfólki á besta aldri. Þetta er nokkurs konar heima- smíðuð revía og þau kunna þá list að láta áhorfendur taka þátt í því sem þau eru að gera, þannig að þetta var bara hin besta skemmt- un.“ Mittmat

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.