Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 12. mars 2003 EVRÓPA ÍSLENSKA VEFSTOFAN Íslenska vefstofan hýsir vef Hæstaréttar sem hrundi þegar vélbúnaður hjá fyrirtæk- inu bilaði. Heimasíða Hæstaréttar hefur verið lokuð í um tíu daga en vonast er til að hún opni að hluta um miðja þessa viku. Hæstaréttur: Tveggja ára dómasafn glataðist STJÓRNSÝSLA Dómar Hæstaréttar Íslands frá síðustu tveimur árum hurfu úr gagnabanka vefsvæðis réttarins þegar kerfið hrundi um mánaðamótin. Heimasíðan hefur legið niðri síðan. Íslenska vefstofan hýsir vef Hæstaréttar. Að sögn Símons Sig- valdasonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, gerðist það á sama tíma að vélbúnaður hjá fyrirtæk- inu bilaði og öryggisatriði við af- ritun voru ekki nægjanlega góð: „Við þurfum að setja dómana aft- ur inn í gagnagrunninn. Það er ekkert annað en tvö ár aftur í tím- ann.“ Símon segir að menn séu langt komnir með að setja gögnin að nýju inn í kerfið. Dómarnir séu allir til í gagnagrunni Hæstarétt- ar sjálfs á tölvutæku formi. Ætl- unin sé að opna aftur fyrir ein- hvern aðgang að heimasíðunni í dag, miðvikudag, með áherslu á nýjustu dómana. Uppfærslunni á að ljúka í næstu viku. Heimasíðan var sett upp árið 1999. Símon segir fáa hafa órað fyrir því hversu víðtæk áhrifin yrðu fyrir þá sem vinna að lög- fræðistörfum: „Menn hafa tamið sér að nota heimasíðuna geysi- mikið sem vinnugagn og horfið frá eldri aðferðum. Þetta hefur því komið sér afar illa fyrir þá.“ ■ Bíræfinn þjófur: Stal tösku í dómsalnum HONG KONG, AP Sakborningur sem orðinn var frjáls ferða sinna eftir að hafa verið sýknaður af ákæru um þjófnað var handtekinn aftur fyrir utan dómshúsið með tösku sem hann hafði rænt af konu inni í réttarsalnum. Maðurinn var færð- ur fyrir rétt að nýju en þetta sinn var hann fundinn sekur og dæmd- ur í fjögurra mánaða fangelsi. Taskan tilheyrði dómtúlki en maðurinn bar því við að hann hefði haldið að þetta væri taska móður sinnar. Þótti dómaranum skýring mannsins að vonum ekki trúverðug. ■ Kindurnar í Helgafelli: Sveinn styður garðyrkjustjórann GRÓÐURVERND Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri hefur í bréfi til bæjarstjórnar Vestmannaeyja lýst yfir fullum stuðningi við garð- yrkjustjóra bæjarins í deilum um sauðfjárbeit í Helgafelli. Þar hefur Gísli Óskarsson, fréttaritari sjón- varps og kennari, beitt fé sínu í skjóli hefðar og í nafni nýstárlegr- ar uppgræðsluaðferðar um langt skeið í óþökk Kristjáns Bjarnason- ar garðyrkjustjóra. Starfsmenn Landgræðslunnar hafa farið í vettvangsrannsókn í Helgafellið og í kjölfar þeirrar ferðar lýsir Sveinn Runólfsson yfir stuðningi sínum við sjónarmið garðyrkjustjórans sem reynir að halda fé fréttaritarans frá Helga- fellinu. Hefur garðyrkjustjórinn lokað hliði á girðingu með neti sem sauðfjárbóndinn klippir á án afláts: „Ég aðhefst ekkert á meðan bæj- arstjórinn segist ætla að lempa málin,“ segir sýslumaðurinn í Vest- mannaeyjum en búast má við af- gerandi viðbrögðum bæjarstjórn- arinnar í Eyjum eftir stuðningsyfir- lýsingu landgræðslustjóra við garð- yrkjustjórann á staðnum. ■ KINDAHLIÐIÐ Í HELGAFELLI Deilan um sauðfjárbeitina í Eyjum hefur vakið athygli og menn sett á svið mynda- töku til að lýsa ástandinu. HÉLT VELLI Tékkneska stjórnin hélt velli þó með naumindum væri þegar þing landsins greiddi atkvæði um traustsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Forsætisráð- herra landsins fór fram á slíkt eftir að frambjóðandi stjórnar- innar tapaði forsetakosningu. 101 þingmaður af 200 styður stjórn- ina. GAGNRÝNIR SKIL Á LISTMUNUM Formaður menningarnefndar rússneska þingsins hefur gagn- rýnt menntamálaráðherra lands- ins fyrir að ætla sér að skila list- munum sem sovéskar hersveitir stálu í Þýskalandi í síðari heims- styrjöld og hafa verið geymdar í Rússlandi síðan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.